Víðförli - 15.12.1984, Qupperneq 12
Af héraðsfundum og fleiru
Héraðsfundir prófastsdæmanna 15 eru haldnir á haustmánuð-
um. Þangað koma fulltrúar safnaðanna og sóknarprestar,
gefa skýrslur um kirkjulegt starf heima fyrir og ræða málefni
kirkjunnar almennt. Prófastur stýrir héraðsfundi.
Víðförli ræddi við nokkra prófasta og spurði frétta.
s
Sr. Sigmar Torfason
Leikmenn koma mikið til
liðs.
—Við héldum héraðsfundinn að
hluta til með Austfjarðaprófasts-
dæmi. Við komum saman á laugar-
deginum 25. ágúst á Seyðisfirði og
funduðum fram eftir degi með okk-
ar sérmál í Múlaprófastsdæmi, en
síðdegis vorum við allir saman og
fjölluðum um sameiginlegt mál: Ár
Biblíunnar. Séra Magnús á Seyðis-
firði flutti þar gagnlegt erindi um
notkun þeirrar góðu bókar og um-
ræður urðu góðar. Á sunnudags-
morgni var messað en eftir hádegi
fórum við öll til Hjaltastaðakirkju
og þar var fagnað 100 ára afmæli
hennar. Við gerum það gjarnan að
tengja héraðsfundi einhverjum slík-
um atburðum— sagði séra Sigmar
Torfason á Skeggjastöðum, pró-
fastur Múlaprófastsdæmis, er
Víðförli spurði frétta af kirkjustarfi
þar eystra
—Það sem ber hæst hjá okkur og
tengir Austfirðinga er auðvitað
sumarbúðastarfið á Eiðum og þar
eiga þeir alla þökk ungu prestarnir,
sem vinna þarna á sumrin.
Það er mikil blessun að hafa
fengið þessa ungu starfsmenn í hér-
aðið, kirkjustarf hefur sumsstaðar
stóraukist, eins og t.d. á Seyðis-
firði, þar sem þróttmikið barna og
æskulýðsstarf ber góðan ávöxt.
Sama gildir um Egilsstaði, en þar
fær sóknarpresturinn mikinn stuðn-
ing frá Ungu fólki með hlutverk
sem er á Eyjólfsstöðum, þar er nú
eitt af vormerkjunum í íslenskri
kirkju.—
Ekki má gleyma stórgjöfum Gísla
Sigurbjörnsonar, sem þakkaðar
voru á fundinum. Hann gaf 530
sálmabækur til kirkna í prófasts-
dæminu til minningar um langafa
sinn sr. Halldór á Hofi og syni hans
fjóra sem allir voru prestar á Aust-
fjörðum. Þetta kom sér vel, sumar
kirkjurnar höfðu enn ekki eignast
nýju sálmabókina. Ég afhenti
fyrstu bækurnar á Egilsstöðum á
17. júní og minntist þá sérstaklega
séra Halldórs sem var einn mesti
baráttumaðurinn í sjálfstæðis-
baráttu okkar íslendinga, mikill og
góður samverkamaður Jóns Sig-
urðssonar.—
Aðspurður um hver þróun væri í
kirkjustarfi eystra, sagði séra Sig-
mar. —Manni hefur nú alltaf fund-
ist miða heldur hægt, en núna
miðar sumu nokkuð áfram, margt
er svo jákvætt, þótt nóg sé af hinu.
Mér finnst afstaða leikmanna hafa
breyst mikið. í mínum uppvexti
voru margir mótsnúnir kirkju og
kristindómi, en koma þeir mikið til
liðs.
Það má vera að hér segi aldurinn til
sín hjá mér, maður sjái bjartari
hliðar með auknum aldri, maður
miklaði fremur með sér erfiðleikana
þegar árin voru færri.
Annars voru engin stórtíðindi á
héraðsfundi, engar kirkjubyggingar
eða þessháttar. Ég er líka orðinn
það gamall að ég breyti ekki um
starfshætti. Ég fylgi því sem ég
lærði af forverum mínum sem pró-
fastur — mér finnst ég ekki taka á
málum að kröfum tímans. Það er
allt að breytast, við stöndum á
tímamótum, það er margt orðið
öðruvisi.
Það getur verið býsna öndvert að
vera prófastur og búa hér í Bakka-
firði. Það getur orðið 400 km
akstur að fara og hitta presta sína,
og stórt spursmál hvort ekki ætti að
kjósa prófast til ákveðins tíma,
samt ættu breytingarnar ekki að
vera of örar. En það væri mikils
virði að fá aðlögunartíma, fá að
starfa með fráfarandi prófasti. Það
er ansi strembið að fá kassa með
gögnum og forverinn horfinn til
Reykjavíkur.—
Sr. Fjalarr Sigurjónsson
Altént lífsmark!
Héraðsfundur Skaftfellinga var
haldinn 9. september að Brunnhóls-
kirkju á Mýrum. Sóttu hann full-
trúar úr flestum hinna 14 sókna
prófastsdæmisins auk hinna fimm
sóknarpresta. Meginmál héraðs-
fundar voru fræðsluerindi sr. Jón-
asar Gíslasonar dósents um Biblí-
una, lestur hennar og notkun í um-
ræðuhópum og ennfremur erindi
starfsmanna Hjálparstofnunar
kirkjunnar þeirra Guðmundar Ein-
arssonar og Gunnlaugs Stefánsson-
12 — VÍÐFÖRLI