Víðförli - 15.12.1984, Blaðsíða 13
ar um hjálparstarf heima og erlend-
is.
—Þetta voru ljómandi innlegg.
Almenningur áttar sig oft ekki á að-
ferðum og hugmyndafræði hjálpar-
starfsins og voru ánægðir að fá
þessar upplýsingar og erindi sr.
Jónasar sýndi mönnum glögglega
hversu góð hjálpargögn eru fólgin í
nýju útgáfu Biblíunnar,— sagði
prófasturinn sr. Fjalarr Sigurjóns-
son í viðtali við Víðföria.
—Starf okkar hefur verið með
hefðbundnum hætti, að vísu urðu
prestaskipti í Ásum, sr. Hanna
María hætti störfum en maðurinn
hennar sr. Sigurður Árni tók við.
Kirkjustarfið hefur allt þróast á
jákvæðan hátt frá fyrra ári. Messur
voru 256 en 244 árið áður, 91 barn
skírt en 71 árið áður, giftingum
hefur fjölgað úr 17 í 20, jarðarför-
um hefur til allrar hamingju stór-
fækkað úr 42 í 22 og altarisgestum
hefur fjölgað um nær 10% milli
ára.—
Skaftafellsprófastsdæmi er erfið
starfseining, enda vegalengdir mikl-
ar og byggðin skiptist um sandana.
Þess má geta að styttra er fyrir
prestinn í Vík að hitta dómprófast í
Reykjavík og fara þar með gegnum
þrjú önnur prófastsdæmi heldur en
að fara að hitta sinn eigin prófast.
Sama gildir t.d. um fermingar-
barnamótin sem haldin hafa verið
árlega í prófastsdæminu um skeið.
Það er svipuð vegalengd fyrir börn-
in úr Vík og betri færð yfirleitt að
fara upp í Borgarnes en austur á
Höfn.
Skemmtileg nýbreytni var á síð-
asta starfsári og verður væntanlega
á árvissum atburði: Kirkjukórarnir
komu saman yfir helgi í apríl, æfðu
saman með söngmálastjóranum og
sungu við messu á tónleikum á
sunnudegi á Höfn.
—Það er kannske ekki eins mikið
líf í okkur sem skyldi, en það er
altjént lífsmark, og alltaf miðar
eitthvað áfram,— sagði séra Fjalarr
prófastur á Kálfafellsstað.
Héraðssjóður er mikil
lyftistöng
— Héraðsfundir okkar standa frá
kl. hálftíu á morgnana fram að
kvöldmat og einkennast af mjög
virkri þátttöku. Yfirleitt koma 2-3
fulltrúar frá hinum 17 söfnuðum
auk okkar prestanna 10, þannig að
Héraðsfund sækja á sjötta tug.
Þannig var í ár er við komum sam-
an á Fólkvangi á Kjalarnesi 28. okt.
s.l. —
Séra Bragi Friðriðsson í Garðabæ
er prófastur í Kjalarnesprófasts-
dæmi, næststærsta prófastsdæmi
landsins og segir hér frá héraðs-
fundi.
— Venjan er að safnaðarfulltrúar
flytji stutt skrifuð yfirlit yfir starf
safnaðanna, þegar prófastur hefur
lokið sinni skýrslu. Ennfremur
flutti að þessi sinni Páll Jónsson
sparisjóðsstjóri skýrslu frá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Við vorum í
boði safnaðanna á Brautarholti og
Saurbæ og messað var á báðum
stöðum eftir hádegið og síðan var
hátíðadagskrá í Fólksvangi sem öll-
um kirkjugestum var boðið til. Hún
var helguð ári biblíunnar og þar
flutti m.a. Tryggvi Gíslason skóla-
meistari merkt erindi um Guð-
brandsbiblíu og áhrif hennar á ís-
lenskt þjóðlif. Að þessari dagskrá
lokinni, var fundarstörfum haldið
áfram og m.a. kjörið í héraðsnefnd.
Sú nefnd ákveður hversu Héraðs-
sjóður skuli notaður og hefur hvor-
ugtveggja reynst mikil lyftistöng
fyrir sameiginlegt starf í prófasts-
dæminu. Héraðssjóður kostar ýmsa
fundi og ráðstefnur, m.a. leiðar-
þing vegna Kirkjuþings, presta-
fundi og umræðufundi, í ár t.d.
vegna starfsmannafrumvarpsins.
Héraðssjóður hefur líka stutt við
útgáfu efnis vegna biblíulesturs, en
við höfum lagt sérstaka áherslu á
það undanfarin ár að koma upp
Biblíuleshópum og það hefur sann-
arlega borið árangur. Umfang
kirkjústarfsins fer sífellt vaxandi og
þar með kirkjusókn. Þessvegna er
bygging safnaðarheimilis mjög víða
á döfinni, annað hvort í undirbún-
ingi, eða í framkvæmd. Söfnuðirnir
vinna í þágu ýmissa aðila. Með
margvíslegum hætti þjóna þeir
manneskjunni sem heild —
,,Örvun aö helgihaldi alko-
hólista”
—Við hittumst í Ólafsvík 2. septem-
ber, prestar og safnaðarfulltrúar
hinna 25 sókna í Snæfellsnes- og
Dalaprófastsdæmi. aðalmálið var
Ár Biblíunnar og séra Björn Jóns-
son á Akranesi flutti ágætan fyrir-
lestur um útgáfur hennar í 400 ár á
íslandi. í tengslum var sýning á
flestum þeim útgáfum. Eru þær í
eigu sr. Björns og séra Gísla Kol-
beins í Stykkishólmi. Þá komu þeir
Hjálparstofnunarmenn, Guðmund-
ur Einarsson og Sigurjón Heiðars-
son og kynntu starfssemina og urðu
það gagnlegar umræður.—
Séra Ingiberg J. Hannesson próf-
astur er nýkominn af þingi Samein-
uðu þjóðanna, þar sem hann var í
sendinefnd íslands, er hann svarar
nokkrum spurningum Víðförla um
héraðsfund í sínu prófastsdæmi.
„Markverðast héðan er líklega hið
mikla átak í endurbyggingu og við-
gerðum kirknanna á fáum árum.
Grundarfjarðarkirkja er nú full-
gerð, afskaplega fallegt hús og verið
er að gera upp Setbergskirkju í
VÍr»FÖT?T T