Víðförli - 15.12.1984, Page 16

Víðförli - 15.12.1984, Page 16
Landssöf nun Hjálparstofnunar kirkjunnar á jólaföstu hófst 9. des. s.l. Inn á hvert heimili landsmanna hefur borist söfnun- arbaukur ásamt fréttabréfi og gíróseðli. Þess er vænst að landsmenn skili söfnunarbaukum með gíróseðlinum til banka eða póstafgreiðslna. Þá taka sóknarprestar á móti framlögum auk skrifstofu Hjálparstofnunarinnar og Kirkjuhússins, Klapparstíg 27, Reykjavík. Nú verður áhersla lögð á að söfnunarfé verði varið til fyrir- byggjandi hjálparstarfs. í ráði er, að fjölga íslendingum í störfum að þróunarverkefnum á vegum Hjálparstofnunarinn- ar. Nú hafa fimm íslendingar verið ráðnir við störf að þróun- arverkefnum á vegum Hjálparstofnunarinnar. Þá mun Hjálp- arstofnunin halda áfram matvælasendingum á þurrkasvæðin í Afríku, en ástandið er talið verst í Eþíópíu. Landssöfnun Hjálparstofnunarinnar á jólaföstu Messudagur á hausti. Hvílíkur morgunn: Botnssúlur stíga fram úr skrúðhúsi tungsskinsnæturinnar klæddar hvítum messuserk albúnar til helgrar þjónustu. Sól fer austan og leggur gullna stólu um herðar fjallinu því næst baldýraðan hátíðahökul, er tekur Súlum niður á Svartagil. Súlur hefja höfuð mót hvítblárri altaristöflu himinsins og tóna: Kyrieleison. í kórnum standa Búrfell og Ármannsfell. Þau fara með andstefin, meðan Skjaldbreiður blaðar í predikun dagsins. í dag er messusókn góð að vanda: Tindaskagi situr í þyrpingu undir norðurveggnum, lúinn eftir smalamennsku liðinna vikna. Hrafnabjörg róa í hefðarstúku líkt og maddama af því tagi, sem nú eru tœpast lengur á dögum, hnykkja höfði með reisn svo að strákastóð austurfjallanna hnípir þögult og bíður með þolinmæði eftir síðasta ameninu. Sumir eru of seinir til messunnar: Hengillinn keyrir fák sinn sporum, gufumekkirnir standa úr nösum hestsins. Hengillinn má þakka fyrir að ná seinni blessuninni. En Ingólfsfjall hefur tafizt eins og löngum áður í ófærðinni. Það kemst ekki til kirkju á þessum tíma árs, einungis á sumrin, þegar tíbráin lyftir fjalli fyrsta landnámsmannsins, sem gengur í lotningu norður Grafninginn yfir Vatnið til altaris á knébeð við Öxará. Almenna bókafélagið mun gefa út ljóðabækur eftir tvo íslenska presta á næsta ári, þá séra Bolla Gústavsson í Laufási og séra Heimi Steinsson á Þingvöllum. Víðförli birtir hér eitt af ljóðum séra Heimis.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.