Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 3

Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 3
KFÍ sér um hátíðahöldin 17. júní Teiknimyndasamkeppni og þjóðhátíðarhlaup Sautjánda júní-nefnd KFÍ, sem annast framkvæmd hátíð- arhaldanna á ísafírði á þjóð- hátíðardaginn að þessu sinni, hefur ákveðið að efna til teiknimyndasamkeppni í til- efni hátíðarinnar. Öllum er heimil þálttaka, ungum sem gömlum, og eina skilyrðið er að myndefnið sé þjóðlegt og tengist þjóðhátíðinni á ein- hvern hátt. Skilafrestur er til ló.júníog veitirGuðjón Þor- steinsson nánari upplýsingar ísíma4565l4l eða8965828. Hann veitir einnig upplýs- ingar um fyrirhugaða dorg- veiðikeppni á Asgeirsbakka, svo og varðandi 3ja km. 17. júní-hlaup, sem ákveðið hefur verið að endurvekja á Isafirði. Komur skemmtiferðaskipa ti! ísafjarðar Ellefu skip í sumar en voru fímm í fyrra Heimsóknir erlendra skemmtiferðaskipa til Isa- fjarðar verða 11 í sumar en voru 5 á síðasta sumri. Heild- arfjöldi farþega sem koma með þessum skipum er 3.250 en í áhöfnum þeirra eru naum- ast minna en tvö þúsund rnanns samanlagt. Þvf er Ijóst að með þessunt skipum koma á sjötta þúsund manns, sem flestir kaupa sér einhverja þjónustu hér, að ógleymdum hafnargjöldunum sem skipin skila í hafnarsjóð. Skipin sem koma eru sjö þótt skipakomurnar séu ellefu. Skemmtiferðaskipið Explorer kemur alls fjórum sinnum. Það er jafnframt fyrsta skipið sem kemur, en samkvæmt áætlun á það að leggjast að bryggju á Isafirði kl. 13 á mið- vikudaginn í næstu viku. Caledonian Star kemurtvisvar en þau skip sem koma einu sinni hvert eru Hanseatic, Vic- toria, Pacifíc Princess, Odys- seus og Saga Rose, sem er síðasta skipið og kemur l. ágúst. I sjö tilvikum leggjast skip- in að bryggju en í fjórum til- vikum koma þau á leguna úti á Prestabugt. Fæstir farþegar eru með Explorer eða 96 hverju sinni en flestir meðVic- toria I7. júlí (714), Pacific Princess 21. júlí (640) og Saga Rose l. ágúst (618). I fyrra var heildarfjöldi far- þega í skipakomunum fimm 2.268 manns en heildarfjöldi í áhöfnum 1.456. Explorer er langminnsta skipið sem nú kemur og lækkar meðalfjöld- ann í hverri skipakomu frá því í fyrra. Eftirmái verkfallsaðgerða fyrir 2 árum VSÍ krefst sex millj- óna í skaðabætur - hyggst stefna tveimur verkalýðsfélögum og sjö einstaklingum Vinnuveitendasamband ís- lands (VSÍ) krefst skaðabóta vegna tjóns sem útgerðarfyrir- tæki á Vestfjörðum hafi orðið fyrir í verkfalli Verkalýðsfé- lagsins Baldurs á Isafirði og Verkalýðsfélags Alftfirðinga fyrir rúmum tveimur árum. I verkfallinu hindruðu verk- fallsverðir félaganna afgreið- slu þriggja vestfirskra fiski- skipa í höfnum utan Vest- fjarða. VSÍ telur að aðgerðirnar hafi verið ólögmætar og hyggst innan skamms höfða skaðabótamál á hendur félög- unum sjálfum og sjö einstakl- ingum innan félaganna, sem að aðgerðunum stóðu, verði bætur ekki greiddar. Af hálfu VSI er tjón útgerðarfélaganna metið á tæpar sex milljónir króna og er þess krafíst að sú upphæð verði greidd auk vaxta. Forsvarsmenn verkalýðsfé- laganna vísa þessari kröfu- gerð á bug og telja að aðgerð- irnar hafi verið eðlilegar og lögmætar. Þá telja þeir kröfu- gerð þessa furðu seint fram komna. Fellihýsin frá Seglageröinm Ægi, sem voru Nýjustu bílarnir frá Heklu hf. á sýningunni á sýningunni Vegamót 99, koina á áfanga- við liílagarö i Edinborgarhúsinu. stað. Tvær stórsýningar á bílum og fellihýsum Tvær miklar bflasýningar voru haldnar á Isafirði um síðustu helgi. í íþróttahúsinu áTorfnesi varToyota-umboðið með sýningu og skemmtisamkomu undir nafninu Vegamót 99 í samvinnu við VIS (bílalán) og Seglagerðina Ægi, sem sýndi nýjustu gerðir af fellihýsum. Við Edinborgarhúsið sýndi Bílagarðurehf. nýjustu bílana frá Heklu hf. og bauð í reynsluakstur. Eitthvað mun aðsóknin að sýningum þessum hafa verið minni en vonir stóðu til, enda var mikið um að vera kringum hátíðahöld sjómannadagsins. Sýslumaðurinn i Bolungarvík Lögreglumaöur / héraöslögreglumaöur Lögreglumann vantar sem fyrst til sumar- afleysinga við embætti sýslumannsins í Bol- ungarvík. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Sam- kvæmt ákvæði í 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga erþó heimiltað ráða óskólagengna menn til afleysinga efenginn með próffrá Lögreglu- skóla ríkisins sækir um. Einnig óskast héraðslögreglumaður til starfa. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Búseta í Bolungarvík er æskileg en ekki skilyrði. Nánarí upplýsingarveitirundirritaðurí síma 456 7222 ogJón Bjarni Geirsson, varðstjóri í sima 456 7111. Bolungarvík, 7. júní 1999 Jónas Guðmundsson, sýslumaður. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa Matthíasar Sveins Vilhjálmssonar Urðarvegi 64, ísafirði Guð blessi ykkur öll. Guðrún S. Valgeirsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Fastanefndir Aiþingis Einar K. formaður sjávarútyegsnefndar Stjórnarflokkarnir hafa gengið frá skipan formenn- sku í fastanefndumAlþingis og verður Einar K. Guð- fínnsson formaður sjávarút- vegsnefndar. Kristinn H. Gunnarsson verður aftur á móti formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Ohætt er að segja, að for- mennska Einars Kristins í sjávarútvegsnefnd gangi næst ráðherradómi. ísafjörður Leikjanámskeið hjá BÍ Fyrirhugað er að halda tvö leikjanámskeið á vegum Boltafélags Isafjarðar í sum- ar. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Margt verður til gamans gert, t.d. farið í ýntsa leiki bæði innanhúss og utan, farið í skoðunarferðir og sund o.s.frv. Umsjónarmaður nám- skeiðanna er Hrafn Krist- jánsson íþróttakennari. Þátt- takendum verður skipt í tvo hópa eftir aldri og verður ann-ar hópurinn kl. 10-12 og hinn kl. 13-15. Fyrra námskeiðið stendur frá 21. júní til 2. júlí og hið seinna frá 12. júlí og til 23. júlí. Skráning er í síma 456 3945. Gjald fyrir þátttöku verður kr. 2.500 en boðið verður upp á systkinaafslátt. Bergþór með konsert Bergþór Pálsson óperu- á vegum KFI, sem annast söngvari verður með söng- dagskrá þjóðhátíðar á ísa- skemmtun á ísafirði að firði að þessu sinni. kvöldi ló.júní. Hannkemur Vikan framundan Miðvikdagur 9. júní Þennan dag árið 1880 var hornsteinn lagður að Al- þingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík. Húsið var byggt „handa alþingi og söfnum landsins”, eins og stendur á silfurskildi á horn- steininum. Til stóð að byggja húsið við Banka- stræti en Meldal húsameist- ari lagðist gegn því. Alþingi kom í fyrsta sinn saman í hinu nýja húsi l.júlí 1881. Fimmtudagur 10. júní Þennan dag árið 1986 var fimm þúsund króna seðill settur f umferð. A honum er mynd af Ragnheiði Jóns- dóttur (f. 1646, d. 1715), en hún var kona tveggja Hóla- biskupa og annáluð hann- yrðakona. Föstudagur 11. júní Þennan dag árið 1935 lauk Auður Auðuns lögfræðiprófi frá Háskóla Islands, fyrst kvenna. Hún varð síðar fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra. Laugardagur 12. júní Þennan dag árið 1967 varð Björg Kofoed-Hansen, 18 ára, fyrst íslenskra kvenna til að varpa sér úr flugvél í fallhlíf. Þetta gerðist yfir Sandskeiði. Tveim árum áður hafði faðir hennar, Agnar Kofoed-Hansen, orð- ið fyrstur Islendinga til að stökkva í fallhlíf hérlendis. Sunnudagur 13. júní Þennan dag árið 1941 bauð Sigurður Jónsson forstjóri ríkinu að taka við Bessa- stöðum sem gjöf „til þess að vera bústaður æðsta valda- manns íslenska ríkisins”. Ríkisstjórnin tók boði hans 18. júní. Mánudagur 14. júní Þennan dag árið 1949 var þyrlu flogið í fyrsta skipti á Islandi. Þetta var tveggja sæta „helecopter-flugvél” af Bell gerð. Hún hafði verið flutt til landsins svo hægt væri að reyna slíka flugvél við björgunarstörf og strandgæslu. Þriðjudagur 15. júní Þennan dag árið 1981 hlaut Garðar Cortes óperusöng- vari bjartsýnisverðlaun Bröstes þegar þau voru veilt í fyrsta sinn. Verðlaunin eru árlega veitt íslenskum lista- manni sem hefur bjartsýni að leiðarljósi í listsköpun sinni. Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999 3

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.