Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Side 5

Bæjarins besta - 09.06.1999, Side 5
aldi i fristundum fUSTUND- ERAUPP 11928 sundur stykki fyrir stykki, gera hann upp og koma honum saman aftur. - Er bankamaðurinn bif- vélavirki í hjáverkum? „Já, ég er það í og með. Eg geri sumt sjálfur en annað kaupi ég.“ Brynjólfur hefur áður gert upp marga bíla. Hins vegar á hann nú aðeins einn annan fornan bíl, en það er Willy’s Jeep árgerð 1946. Hann er á skrá en er reyndar ekki hér á Isafírði. - Hvenær býstu við að þú getir farið að spóka þig á Lettanum? „Það er talað um að það séu þrjú þúsund vinnustund- ir sem þurfi til að gera svona bíl upp. Eg er búinn með eina. Þá eru 2.999 eftir. Þetta er gríðarleg vinna. Maður byrjar á að slátra þessu alveg í spað, meira að segja grindinni alveg niður í frumeindir og sandblása hana. Svo byrjar maður að raða þessu saman aftur, gera upp vél og gírkassa og annað slíkt. Eg veit ekki hvenær þetta verður búið.“ - Er það ekki stórlega heilsusamlegt að fara í bílskúrinn og verða drullug- Brynjólfur Þór Brynjólfsson ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur og hundinum Hersi við bílinn góða. ur upp fyrir haus að loknum vinnudegi í bankanum? „Jú, það er mikil tilbreyt- ing. Og enginn sem rekur á eftir manni. Ég get þess vegna tekið eina skrúfu og skoðað hana heilt kvöld án þess að nokkur segi: Heyrðu, hvað færð þú á tímann, góði? Maður ræður alveg sínum hraða sjálfur. Ég gæti ekki hugsað mér að fara heim til mín úr vinn- unni til að setjast við tölvu og leika mér í bókhaldi!“ Bíll Brynjólfs var fyrsta módelið frá Chevrolet sem var með bremsum á öllum hjólum. Mótorinn í honum mun upphaflega hafa verið 30 hestöfl. Þessum tiltekna bíl er búið að breyta svo mikið að það verður handtak að smala öllu saman í hann. Meðal annars er ekki rétt vél í honum og ekki réttar hásingar. En Brynjólfur stefnir að því, að eftir 2.999 vinnu- stundir (eða þar um bil) verði bíllinn eins og hann var í öndverðu - með réttri vél, réttum hásingum og öllu öðru. „Ég stefni að því að gera þetta almennilega“, segir hann. Séð inn í Chevrolettinn. Sjómannadagurinn í Bolungarvík Þrír sjómenn af eldri kynslóð heiðraðir Það varhefðbundið að byrja hátíðahöld sjómannadagsins í Bolungarvík að morgni með messu í Hólskirkju, en sjó- mannadagsmessan sjálf var að nokkru leyti sérstæð að þessu sinni.Tveirprestartóku þátt í guðsþjónustunni og báð- ir konur. Séra Agnes M. Sig- urðardóttir sóknarprestur þjónaði fyriraltari en sr. Dalla Þórðardóttir skírði eitt barn. Stólræðuna flutti Sigurður Hjartarson, trillukarl í Bol- ungarvík. Síðan voru þrír gamalreyndir sjómenn í Bol- ungarvík heiðraðir, þeir Elías Ketilsson, Guðmundur Hall- dórsson og Magnús Jónasson. Magnús var reyndar fjarver- andi úr bænum á sjómanna- daginn. Að athöfninni í Hólskirkju lokinni var lagður blómsveig- ur að minnismerki látinna sjó- manna, eins og alltaf er gert. Eftirhádegi varhefðbundin útiskemmtun við höfnina og Elías Ketilsson sýndi þróun handfæraveiða síðustu hálfa öldina. Síðan var kvennadeild SVFI í Bolungarvík með kaffisölu íhúsi sínu við Hafn- argötu. Daginn fyrir sjómannadag var Bolvíkingum boðið í sjó- ferð með varðskipinu Tý og voru gestir í ferðinni voru 245 talsins. Ung Bolungarvíkurmœr, Halldóra Jónasdóttir, fékk að taka í stýrið á varðskipinu Tý á skemmtisiglingunni á laugardaginn. Tveir af þeini þremur gamalreyndu sjómönnum sem heiðraðir voru í Bolungarvík. F.v. Elías Ketilsson og Guðmundur Halldórsson. Þriðji sjómaðurinn Magmís Jónasson var fjarverandi. Vel á þriðja hundrað manns fótru í siglingu með varðskipinu Tý um ísafjarðardjúp. MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999 5

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.