Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 7

Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 7
Skrúður Fyrir rúmum 90 árum hóf séra Sigtryggur Guðlaugs- son ræktunarstarf að Núpi sem nýtast skyldi skólan- um. Er fram liðu stundir varð til garður sem smám saman vakti verðskuldaða athygli og setti svip á svæð- ið. Það sem byrjaði sem kennslugarður breyttist í fallegan skrúðgarð með á fjórða hundrað blómjurtum þegar best lét. Upp úr 1980 fór garðinum hrakandi þar til 1992 að stofnuð var nefnd til að vinna að endur- reisn hans sem lauk 1996. Síðan hefur verið leitað að rekstrargrundvelli til að tryggja framtíð garðsins. En hvaða þýðingu hefur þjóðargersemin Skrúður fyrir okkur? Skrúður er merkilegtfyrirbæri, minnis- varði um gróðurgetu lands- ins hér fyrir vestan sem er í huga flestra landsmanna ekkert nema fjöll og grjót. Þar hefur sannast að vilji, umönnun, bjartsýni og framtíðarsýn geta lyft Grett- istaki.Aðgangainní Skrúð, sem lítur ekki sérstaklega merkilega út að utan, er eins og að uppgötva annan heim. Hrifning erlendra sem innlendra ferðamanna sem koma til að skoða Skrúð leynir sér ekki. Þjóðverjar og Bretar t.d. eru sérstak- lega heillaðir af garðinum og kemur þeim skemmti- lega á óvart eftir að hafa ferðast um gróðurlítil fjöll Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestflarða skrifar og firnindi. Þá vekur það ekki litla athygli að í garðinum var fyrsta skipulagða tjaldstæði á Islandi, fyrsti kennslugarð- urinn og fyrsti gosbrunnurinn. Eigum viðVestfirðingarþví ekki að vera stoltir af Skrúði og leggja okkar af mörkum til að tryggja framtíð hans, okkur og komandi kynslóðum til ánægju og hagsbóta? Skilgreint markmið með rekstri garðsins er að hann verði minnismerki um sjálfan sig og hugmyndina um skóla- garð þar sem náttúrunytjar og umhverfisfræðsla voru tengd starfi venjulegs alþýðuskóla. Garðurinn ereinnig dæmi um ótrúlegan árangur í garðyrkju á svo norðlægum slóðum og sem slíkur merkilegur hluti af garðyrkjusögu landsins. Sparisjóður Þingeyrarhrepps - fyrir þig og þína! Hönnungarðsinsþykireinnig þessu viðreisnarstarfi áfram Sparisjóði vélstjóra 1175- um margt merkileg og minna og annast garðinn sem skyldi 26-757. Öll framlög, stór á evrópska skrúðgarða fyrri hefur verið stofnaður fram- sem smá, eru þegin með aldaogberamerkiendurreisn- kvæmdasjóður Skrúðs. Nú þökkum.Allireru velkomn- ar og barrokkstefnu. stendur yfir fjársöfnun og er ir í Skrúð og verður garður- Til að unnt verði að halda gíróreikningur sjóðsins í inn opnaður 17. júní. Helga Bachmann og Ólafur Darri Ólafsson skemmtu sér vel í hófinu. Það gerði einnig hinn ástsœli leikari Árni Tryggvason. Bo/ungarvík listsýning í Drymlu Hluti nemenda í mynd- menntastarfi Grunnskóla Bolungarvíkur verður dag- ana 11 .-24. júní með sölusýningu á grafíklista- verkum, sem unnin hafa verið í vetur. Ætlunin er að safna fyrir grafíkpressu handa skólanum. Þetta er tilvalið tækifæri til að eign- ast fallega mynd á góðu verði fyrir heimilið eða til gjafa. Verðinu er mjög stilll í hóf, því að einlitar myndir kosta kr. 500 og tvílitar kr. 1.000. Líka eru frjáls framlög vel þegin. Sýningin er haldin í skólanum og er opin virka daga kl. 1-6 og laugardaga kl. 12-5. A sýningunni verða einnig til sölu önnur verkefni nemendanna í vetur. ísafjörður Helgidans í kirkjunni Söngur, dans og orgelleik- ur verða á þriðju áskriftar- tónleikum Tónlistarfélags Isafjarðar sem verða í ísa- fjarðarkirkju í kvöld kl. 20:30. Flutt verður orgel- verkið Dýrð Krists eftir Jón- as Tómasson. Verkið samdi Jónas árið 1995 í tilefni af vígslu á nýju orgeli Isafjarðarkirkju í janúar 1996, en nú er verkið flutt í nýrri mynd þar sem hlutverkum söngvara og dansara hefur verið bætt við. Dýrð Krists er í sjö köfl- um og er eins konar hugleið- ingar við ákveðna texta í guðspjöllum Mattheusar og Jóhannesar. Þannig hefur Hörður Askelsson, organisti í Hallgrímskirkju flutt verk- ið, bæði í Reykjavík og á Isafirði, svo og erlendis. Honum þótti verkið bjóða uppá útfærslu þar sem fleiri listgreinar kæmu við sögu og fékk hann Láru Stefáns- dóttur danshöfund til að semja dansa við verkið sem hún flytur. I framhaldi af því kvikn- aði og sú hugmynd hjá Herði og Jónasi að hann semdi tónles við texta tengda ritningarköflunum sem verkið fjallar um og fer Sverrir Guðjónsson kontra- tenórsöngvari með það hlut- verk. Verkið var flutt í þessari mynd við setningu kirkju- listahátíðar í Hallgríms- kirkju í Reykjavík á sunnu- dagskvöld og flytja sömu listamenn verkið í Isafjarð- arkirkju. Knattspyrna KÍB með fullt hús stiga Knattspyrnubandalag ísa- fjarðarbæjar og Bolungar- víkur (KIB) sigraði Hamar í Hveragerði 0-6 á útivelli í þriðju umferð í A-riðli 3. deildar Islandsmótsins. Liðið er í efsta sæti riðilsins og hefur sigrað í öllum þremur fyrstu leikjunum. Mörk KÍB í leiknum í Hveragerði skoruðu Pétur Geir Svavarsson (3), Pétur Runólfsson (2) og Friðrik Guðmundsson (1). Aftur á móti tapaði liðið fyrir Haukum í Hafnarfirði syðra 1-0 í Coca-Cola bikar- keppninni og er þar úr leik. Næsti leikur KÍB í ís- landsmótinu er á útivelli gegn Augnabliki í Kópa- vogi, sem spilar á Bessa- staðavelli. Næsti heimaleik- ur verður í Bolungarvík 18. júní þegar liðið tekur á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ. MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1999 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.