Bæjarins besta - 09.06.1999, Qupperneq 9
Fyrir einni öld var þetta hús
í eigu Helga Sveinssonar
verslunarmanns, sem síðan
varð fyrsti útibússtjóri Is-
landsbanka á ísafirði. Útibúið
var frá upphafi árið 1904 til
húsa þarna heima hjá Helga
og allt þangað til hann Iét af
starfi og fluttist úr bænum árið
1920. Það var því ekki löng
leið hjá Helga í vinnuna í
bankanum. Ekki er heldur
löng leið hjá Helgu í vinnuna
í bankanum, því að hún starfar
í útibúi Landsbankans að Pól-
götu 1, alveg rétt hjá. Sá er
helsti munurinn að Helga þarf
að bregða sér augnablik út
undir bert loft til að komast á
vinnustað í banka en þess
þurfti Helgi ekki.
Jón byskup Arason...
Nóg um ætt og ævi hússins.
Helga og Jón Hallfreð hafa
fundið skyldleika sín í milli í
áttunda lið. Ef hvergi leynist
með þeim nánari skyldleiki
hljóta þau að teljast fremur
fjarskyld á íslenskan mæli-
kvarða. Sagt er að allir Islend-
ingar, sem eru á annað borð af
íslenskum ættum, séu komnir
af Jóni Arasyni Hólabyskupi
og það á fjölmarga vegu. Jón
lét höfuð sitt á höggstokki
konungs og siðbótarinnar
svokölluðu árið 1550 og má
ætla að við sem nú tórum á
Islandi séum afkomendur
hans í 12. til 14. lið eða þar
um bil.
...og Jón á Völlunum
Séra Jón Halldórsson á
Völlum í Svarfaðardal er
einnig nefndur sem sameig-
inlegur forfaðir allra núlifandi
Islendinga. „Mamma getur
rakið alla til Jóns á Völlun-
um“, segir Helga. Séra Jón
þessi áVöllunum er að líkind-
um sá sem jólasveinar einn
og átta fundu.
Jón Hallfreð: „Ég held að
jólasveinarnir hafi verið að
koma úr fjöllunum á milli
Svarfaðardals og Hjaltadals í
Skagafirði. Það einmitt í
Hólakirkju sem var hringt.“
Helga: „Það er kannski ann-
arra en okkar að fara út í ætt-
fræði jólasveina."
Afkomendur
Auðunar skökuls
Auk þeirra Jóns áVöllunum
og Jóns byskups mætti nefna
hér enn einn ættföður allra
íslendinga og miklu eldri,
Auðun skökul í Víðidal í
Húnavatnssýslu. Hann er tal-
inn ættfaðir helstu konungs-
ætta Evrópu og meðal annars
er hægt að rekja ætt Elísabetar
Englandsdrottningaróslitið til
hans. Ekki skal neitt um það
sagt hér, hvort einhver tengsl
séu milli kynsældar hans og
viðurnefnisins.
- Nú er í ættfræðiforritum
endalaust pláss fyrir hvaða
fróðleik sem er, um hvaða til-
tekinn einstakling sem þar er.
Gerið þið mikið af því að skrá
upplýsingar unt fólk?
„Já, við gerum það. Við
skráum búsetuna og líka oft
ef tiltækar eru einhverjar frá-
sagnir af viðkomandi fólki. I
þessu öllu er heilmikil saga
og sagnfræði, fyrir utan sjálfa
ættarakninguna.“
Jón Hallfreð: „Þetta er saga
lands og þjóðar."
Sagnagrunnur
á ættfræöisviöi
- Nú dettur manni í hug
margfrægui' gagnagrunnur á
heilbrigðissviði - er hægt að
láta taka sig út úr skránum hjá
ykkur?
Helga: „Það hefur nú eng-
inn beðið um það ennþá!“
Jón Hallfreð: „Enda held
ég að við séum ekki með nein-
ar upplýsingar sem eru ekki á
glámbekk hvort sem er.“
- Mig minnir, að einhvern
tíma fyrir mörgum árum, þeg-
ar verið var að gefa út íslenskt
læknatal, hafi læknir nokkur
krafist þess að þar yrðu ekki
birtar upplýsingar um raun-
verulega foreldra kjörbarns og
fengið því framgengt með
dómi að það yrði ekki gert...
„Það eru vissulega ýmis
vandamál sem fylgja þessari
skráningu, einkum varðandi
faðerni. Ekki ætlum við að
sverja að þar sé allt rétt feðrað.
Einnig er orðið mikið um kjör-
börn og fósturbörn. í þeim
tilvikum reynum við að tengja
þau við raunverulega foreldra
en ekki fósturforeldra, enda
er þetta ættfræðiskráning. I
skýringatexta greinum við
hins vegar frá kjörforeldrum
og fósturforeldrum."
Mektarmenn
börnuðu út ng suður
- Það er vel kunnugt, að
mektarmenn á fyrri tíð, svo
sem sýslumenn og prestar og
stórbændur, voru barnandi út
og suður nólt sem nýtan dag í
skjóli valdsins og létu vinnu-
menn eða kotunga eða sauða-
þjófa gangast við faðerninu.
Það er minnisstætt þegar
sögukennari nokkur í Mennta-
skólanunt í Reykjavík lét þau
orð falla í kennslustund, að
karlleggurinn væri óvissari en
kvenleggurinn. Vissu fleiri en
þögðu þó, hugsaði einhver...
Helga: „Líklega eru nú
flestir rétt mæðraðir.“
Það kunna því að vera nokk-
uð ótraust vísindi, þótt undir-
ritaður sé talinn tíundi maður
í beinan karllegg frá séra Jóni
Egilssyni íHrepphólum, þeim
er ritaði Biskupaannála. Séra
Jón var bróðir séra Olafs
Egilssonar í Vestmannaeyj-
um, sem brott var numinn í
Tyrkjaráninu 1627 og ritaði
síðan reisubók um herleiðing-
una í Barbaríið. En það er
önnur saga.
leyst úr máli
Kanadamanns
Þau Helga og Jón Hallfreð
eru sammála um hvað sé það
skemmtilegasta sem hafi hent
þau í sambandi við ættfræð-
ina. „Við fengum fyrirspurn
ffá Vestur-íslendingi í Kan-
ada, sem var að leita að rótum
sínum hér heima á íslandi.
Hann vissi nöfnin á afa sínum
og ömmu en ekkert fleira,
vissi ekki einu sinni hvaðan
af landinu þau voru. Við
fundum þetta fólk og gátum
sent manninum upplýsingar
um ættir hans og uppruna.
Hann var svo ánægður að
hann setti þetta inn á heima-
síðuna sína. Við gátum rakið
ættir þessa manns saman við
bæði mínar ættir og Halla og
hann setti þær upplýsingar
líka inn á heimasíðuna. Þetta
er einmitt tilgangurinn. að
geta fundið ræturnar. Þegar
svona tekst til, þá finnst manni
einhverjum lilgangi náð.“
Manntalsvetur
Yfirleitt gengur nokkuð
greiðlega að rekja ættir Islend-
inga þrjár aldir aftur f tímann.
Veturinn 1702-1703 varfyrsta
allsherjarmanntal tekið á Is-
landi. Það uppátæki þótti und-
arlegt og nefnist sá vetur síðan
Manntalsvetur. Fyrir þann
tíma verður ættrakning tor-
veldari þótt margar einstakar
greinar megi þræða allt til
landnámsaldar og Noregs
fyrir landnám.
Helga: „Fyrir okkur er þetta
eins og stór krossgáta..."
Jón Hallfreð: „Eða öllu
heldur púsluspil. Myndin
verður aldrei heil en maður er
alltaf að reyna að fækka göt-
unum í henni. Mig minnir að
Kári Stefánsson hafi talað um
það væru hátt í milljón Islend-
ingar frá upphafi vega sem
einhverjar heimildir væru til
um.“
Ættfræðiáhuginn
fer vaxandi
- Það virðast vera ótrúlega
margir Islendingar sem hafa
áhuga á ættfræði...
Jón Hallfreð: „Og þessi
áhugi er alltaf að aukast.“
Þau Helga og Jón Hallfreð
telja að ættfræði sé óvíða
stunduð með sama hætti og
sama áhuga og á Islandi. Enda
er það auðveldara í einangr-
uðum og einsleitum samfé-
lögum þar sem auk þess er
mikið til af rituðum heimild-
um eins og hér. Þó munu
Norðmenn vera nokkuð gefnir
fyrir þau fræði og nýlega var í
fréttum greint frá mikilli vakn-
ingu á þessu sviði í Banda-
ríkjunum. Þar var opnuð ætt-
fræðisíða á Netinu og hún
sprakk á fyrsta degi vegna gíf-
urlegrar aðsóknar. „Ekki veit
ég hvað veldur", segir Helga.
„Þetta er einhver fortfðarfíkn“,
segir Jón Hallfreð.
En hvort sem við erum
komin af þeimAuðuni skökli,
Jóni á Völlum í Svarfaðardal
og Jóni Arasyni eða ekki, þá
er víst óhætt að fullyrða að öll
heimsbyggðin sé komin af
þeim Adam og Evu, sem á
sínum tíma bjuggu í óvígðri
sambúð í Eden og víðar, eftir
því sem fornar bækur herma.
- Hlynur Þór Magnússon.
í 7. 7
Auglýsingar
og áskríft
sími
456 4560
V J
ÍSAFJARÐARBÆR
GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI
wm Óskum eftir að ráða starfsfólk til
eftirtalinna starfa skólaárið 1999/
2000.
Kennara í eftirtaldar kennslu-
greinar:
Almenn bekkjarkennsla í 3. og
5. bekk (2-3 stöður).
Textflmennt (handavinna/saumar)
4.-6. bekkur (80% starf).
Sérkennsla (100% starf).
Ymis störf:
Þroskaþjálfi (50-75% starf).
Skólaliði (40% starf) frá kl. 12:00
ádaginn.
Starfsmenn í mötuneyti nemenda og
félagsmiðstöð (tvö störf samt. 175%).
Starfsfólk í heilsdagsskóla (tvö störf
60% og 30%) frá kl. 12:40 daglega.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri,
aðstoðarskólastjóri (sími 456 3044)
og forstöðumaður félagsmiðstöðvar
|(sími 456 3808).
Umsóknarfrestur er til 16. júní nk.
Skólastjóri.
Til sölu
Til sölu er 120m2 iðnaðarhúsnæði að
Tjarnarkambi 6, Bolungarvík.
Upplýsingar í símum 456 7394 og 893
8394.
Halldór Jónatansson.
Fasteign til sölu
Til sölu er 4ra herbergja íbúð á fjórðu hæð
í fjölbýlishúsinu nr. 20 við Aðalstræti á ísa-
firði. íbúðin er u.þ.b. 100m2 að stærð,
ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og
lóðaréttindum. Vönduð íbúð á góðum stað
í miðbæ ísafjarðar. Góð greiðslukjör.
Allar nánari upplýsingar um eignina gefur
BjörnJóhannesson hdl., Aðalstræti 24, ísa-
firði í síma 456 4577 frá kl. 10:00-12:00
og kl. 13:00-16:00.
LÖGSÝNEHF.
Lögfraeðiþjónusta
„Guggan"
lengd lun
18 metra
Frystitogarinn Hannover
sem áður hét Guðbjöig IS
og var í eigu Samherja og
þar áður Hrannar hf. á ísa-
firði, verður lengd um tæpa
jmetra í haust.
Eftir breytinguna verður
skipið um 86 metra langt.
Tilgangurinn með breyting-
unum er að gera skipið enn
betra að sögn framkvæmda-
stjóra Samherja.
Sumarferð
aldraðra
Á undanförnum 15-20 ár-
um hafa Rauðakross deild-
irnar á Vestfjörðum staðið
fyrir sumardvalarferð fyrir
aldraða Vestfirðinga.
Ferðirnar hafa verið
afskaplega vinsælar og hef-
ur verið gist á ýmsurn stöð-
um á landinu. Að þessu
sinni er ferðinni heitið í
Húnavatnssýslur og gist á
Húnavöllum.
Allar nánari upplýsingar
um ferðina og bókanir eru
hjá þeim Sigrúnu G. Gísla-
dóttur, sími 456 7770, Sig-
ríði Magnúsdóttur, sími 456
7655 og hjá Helgu Jónas-
dóttur, sími 456 2606.
Eygló í
Slunkaríki
Á laugardaginn var opn-
aði Eygló Harðardóttir sýn-
ingu í Slunkaríki á ísafirði.
Sýningin er sýn inn í heim
lita þar sem listamaðurinn
dregur fram tóna úr um-
hverfinu. Eygló hefur haldið
nokkrar einkasýningar, síð-
ast í Nýlistasafninu í októ-
ber 1998 auk þess sem hún
hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum.
Eygló stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1983-1987 og fram-
haldsnám við listaakademí-
una í Hollandi frá 1987-90.
Sýningin í Slunkaríki er
opin finimtudaga til sunnu-
daga frá kl. 16-18 og lýkur
sunnudaginn 20. júní.
Skrúður
undir Núpi
Framkvæmdasjóður
Skrúðs í Dýrafirði hefur
farið af stað með söfnunar-
átak sem beint er til Vest-
firðinga, gamalla nemenda á
Núpi, fyrirtækja og samtaka
á Vestfjörðum og allra
áhugamanna um ræktun og
varðveislu menningarverð-
mæta.
Það fé sem safnast mun
mynda höfuðstól sem ekki
verður skertur. Vextirnir
verða notaðir lil að standa
undir rekstri garðsins, eina
af perlum íslenskra garða.
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 9