Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 09.06.1999, Blaðsíða 16
Jk adiaas FÓ TBOL TASKÓR vestwOtspöPt AÐALSTRÆTI 27 SÍMI 456 3602 Drógu þorsk á sjómannadagin Dönsku sendiherrahjónin, Flemming og Hanne M0rch, ásamt fylgdarliði sínu og ræð- ismanni Dana á Isafirði, Fylki Agústssyni, brugðu sér á sjó- mannadaginn í róður frá ísa- firði og drógu þorsk. Aflinn var utan kvóta enda var ein- ungis verið að veiða í soðið fyrir stórfjölskyldur þeirra sem hlut áttu að máli. Sendiherrahjónin ásamt blásarakvintett úr lífvarða- sveit Margrétar Þórhildar drottningarkomu til ísafjarðar á laugardagsmorguninn, 5. júní, en það er þjóðhátíðar- dagur Dana. Erindið var að heimsækja ræðismanninn og hitta fólkið í landinu, en skammt ersíðan sendiherrann tók við starfi. Eins og orð- heppinn maður í Netagerð Vestfjarða sagði, þá var þetta í fyrsta sinn sem það gerist í annað sinn, að nýskipaður sendiherra Danmerkur er í heimsókn á Isafirði bæði á Dönsku sendiherrahjónin, Flemming og Hanne Morch ásamt Kutli Tryggvason,fyrrverandi rœðismanni Dana á Isajirði. þjóðhátíðardegi Dana og sjó- mannadegi Islendinga. Blás- arasveitin lék á hafnarsvæð- inu á laugardaginn og í ísa- fjarðarkirkju fyrir messu á Frá veislunni í Turnhásinu. Hér skála sendiherrahjónin við þau Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann, Halldór Halldórsson, bœjarstjóra og Birnu Lárusdóttur, forseta bœjarstjórnar. sunnudagsmorgun. Á laugardag fóru sendiherr- ann og föruneyti til Flateyrar, þar sem m.a. voru skoðuð um- merki snjóflóðsins og varnar- garðarnir miklu. Einnig var farið til Bolungarvíkur. Síð- degis var móttaka í Turnhús- inu í Neðstakaupstað, en auk forystufólks í bæjarmálum og atvinnulífi hafði sendiherrann óskað sérstaklega eftir því að hitta skólamenn á svæðinu, einkum dönskukennara. Sendiherrann og föruneyti hans snæddu síðan þjóðhátíð- arkvöldverð heima hjá Fylki Ágústssyni ræðismanni og eiginkonu hans. Eftir messa í Isafjarðar- kirkju á sunnudag var farið í sjóferð með Kiddý og Haf- steini Ingólfssyni, enda þótti við hæfi að kontóristar og aðr- ir landkrabbar færu af stað þegar sjómenn voru í fríi. Fyrst var dreginn þorskur eins og hæfilegt þótti í matinn en síðan var haldið inn í Súðavík og skoðað af sjó hvernig heilt þorp hefur flutt sig um set. Sendiherrahjónin létu mjög vel af móttökum öllum hér vestra. Ekki spillti veðrið, því að hér var blíðuveður allan tímann sem þau stóðu við. Fylkir Ágústsson hefur gegnt starfi ræðismanns Dana á ísafirði jafnlengi upp á dag og Davíð Oddsson hefur verið forsætisráðherra, en það var 30. apríl árið 1991 sem hann tók við embættinu af Ruth Tryggvason. Heimsókn dönsku sendiherrahj Ársreikningur ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1998 Erfiður rekstur bæjarfélagsins - útgjöld aukast hraðar en tekjur og allmikil frávik frá Qárhagsáætlun Rekstur ísafjarðarbæjar og stofnana hans var erfiður á síðasta ári. Frávik voru all- mikil frá fjárhagsáætlun, út- gjöldin jukust hraðar en tekj- urnarogheildarskuldirjukust. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið I988, sem lagður var fram til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans námu 2.476 milljónumkrónaíárslok 1988 og höfðu aukist um 877 millj- ónir milli ára. Ný uppgjörs- aðferð á reikningum húsnæð- isnefndar á stærstan þátt í þeirri aukningu. Peningalegar eignir á móti þessum skuldum námu 388 milljónum en voru 397 millj- óniríárslok 1997. Peningaleg staða bæjarfélagsins var því neikvæð í árslok 1998 um 2.087 milljónir króna en var neikvæð um l .202 milljónir í árslok I997. Á móti peningalegri stöðu standa fastafjármunir að frá- dregnu eigin fé. Fastafjármun- ir námu kr. 2.797 milljónum í árslok 1998 en voru 1.996 milljóniríárslok l997.Aukn- ing fastafjármuna skýrist að mestu vegna nýrrar uppgjörs- aðferðar á reikningum hús- næðisnefndar. Eigið fé bæjarsjóðs og stofnana hans var kr. 400 milljónir í árslok 1998 á móti kr. 540 milljónum í árslok 1997. Heildarrekstrartekjur árið I998 voru I.343 milljónir króna en heildarrekstrargjöld l .324 milljónir. Framlag úr rekstri varð því 19 milljónir á móti 35 milljónum árið 1997. Utgjöld til framkvæmda vegna ýmissa verkefna á vegum bæjarsjóðs og stofnana hans námu 415 milljónum en tekjur á móti 136 milljónum. Rekstrartekjur urðu 59 milljónum króna hærri en tjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir en rekstrargjöld urðu 157 millj- ónum króna hærri. Þar af námu reiknaðar áfallnar líf- eyrisskuldbindingar 55 millj- ónum. Afborganir langtímalána námu 169 milljónum króna en ný langtímalán sem tekin voru námu 430 milljónum. Skatttekjur á árinu 1998 voru 784 milljónir króna eða 36 milljónum hærri en áætlað var. Launakostnaður var 572 milljónireða I4milljónirum- fram áætlun án reiknaðra líf- eyrisskuldbindinga. Að þeim meðtöldum nam frávik launa- kostnaðar 70 milljónum. Fjármagnskostnaður var 126 milljónir króna eða 35 milljónir umfram áætlun. Helstu framkvæmdir sveit- arfélagsins á árinu 1998 voru við Grunnskóla ísafjarðar, leikskólann Sólborg á Torf- nesi, hús Tónlistarskóla Isa- fjarðar, Safnahúsið á Isafirði og gerð snjóflóðavarnargarða á Flateyri, auk ýmissa fram- kvæmda vegna viðhalds gatna og fasteigna. ¥ur Ita dðga Laygardaga @g syynudaga kl. I0-23 iíjiinisbúAl Es^msEamiammilaiimk'úlHtkiím OPIÐ: Mirka daga kl. 09 ■ 21 Laugardaga kl. 10 -18 l/en'J iheMomin/ AUSTURVECiI 2 • SÍMI 456 5460 Þú færð innanlands■ mióana hjá okkuri n. m| Samvinrtuferðir Landsýn Söluskrifstota • Hafnarstræti 7 isafiröi • Simi 456 5390 'AGUST & FLOSI ehf BYGGINGAVERKTAKAR Árnagata 3 «(safirði • Sími 456 5500 SÓLPALLAEFNI, INNVEGGJAEFN/ og plastparket á mjög HAGSTÆÐU VERÐI! LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐI

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.