Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.1999, Side 2

Bæjarins besta - 23.06.1999, Side 2
 Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísaflörður Halldór Sveinbjörnsson ■B 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hljmur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjómar: http://www.snerpa.is/bb bb@snerpa.is Bæjarins tiesta er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óhelmll nema heimllda sé getið. Rauðsíða Forstjóri Byggðastofnunar neitaði að afgreiða 100 millj- ónirað láni til Rauðsíðu á Þingeyri. Skilyrðin sem stjórnin setti fyrir lánveitingunni voru ekki uppfyllt að mati for- stjórans. Málið er þar með út af borði Byggðastofnunar. Framkvæmdastjóri Rauðsíðu er á öndverðum meiði og segist betur hefði fengið afsvar strax í stað langra fæðingar- hríða á synjun. Sókn Rauðahersins á Vestfjörðum hófst með miklum þunga. Ekki var annað vitað en að þar stæðu djarfir menn og framsæknir að baki, tilbúnir með fé og ómælda fyrir- höfn til að byggja upp traust fyrirtæki. Ekki var ætlunin að tjalda til fárra nátta. Eitthvað hefur ekki gengið eftir. „Við höfum ekki heyrt annað en að Rauðsíða hafi gengið vel” sagði Fllynur verkstjóri og bætti við, að vinnslustöðvunin hafi ekki legið í loftinu og komið mjög á óvart. Því miður er það nú svo með mál af þessu tagi að þau gera ekki boð á undan sér frekar en ýmsar náttúruham- farir, sem allajafnan eiga sérþó aðdraganda. En vissulega kemur þetta alltaf jafn óvænt og illa við fólk. Hér verður ekki kveðinn upp dómur um hvort Byggða- stofnun gerði rétt eða rangt. Hitt skal aftur á móti fullyrt að mál Rauðsíðu og annarra fiskvinnslufyrirtækja sem eiga í sömu glímunni verða ekki leyst til frambúðar með svo og svo miklum peningaaustri úr opinberum sjóðum, hverju nafni sem þeir nefnast. Þar þarf annað að koma til. Stjórn íbúasamtakanna Ataks á Þingeyri, bæjarstjórn Isafjarðarbæjar og þingmenn Vestfjarðakjördæmis þing- uðu kvöldið fyrir þjóðhátíð um það alvarlega ástand sem vissulega er á Þingeyri þegar á annað hundrað manns í ekki stærra samfélagi er í óvissu með vinnu sfna. Og á í sumum tilfellum vart til hnífs eða skeiðar. „Þetta varmjög málefnalegurfundurog mikilleinhugur allra sem hann sátu um að finna góða og varanlega lausn á þessum vanda sem er mjög alvarlegur. Við horfum til þess að hér hefjist að nýju öflug fiskvinnsla sem er auð- vitað undirstaða atvinnulífsins á svæðinu” sagði Einar Kristinn, fyrsti þingmaðurVestfirðinga, um fundinn. Engar heildarlausnir komu fram enda ekki við því að búast. Þingeyri og Þorlákshöfn. Fiskvinnsla á þessum stöðum stendur ekki eða fellur með því hvort Byggðastofnun lán- ar milljóninni meira eða minna til þessara staða heldur því, hvort breyting verður á þeirri stjórnarstefnu sem er að leggja vinnslu á fiski í landi í auðn. Jafnvel gild lán frá Byggðastofnun megna ekki að breyta þeirri helstefnu. Það geta þingmenn hins vegar. En, til þess þarf manndóm og kjark. -s.h. OÐÐ VIKUNNAÐ Bfll Orðið bíll er komið beint úr dönsku. Þetta stuttnefni er síðasta atkvæði orðsins auto- mobil, sem er myndað úr latneskum orðstofn- um og merkir fyrirbæri sem hreyfist af sjálfs- dáðum eða fyrir eigin krafti (auto: sjálfur; mobilis: hreyfanlegur). Sumar aðrar þjóðir hafa á hinn bóginn tekið fyrsta atkvæði þessa orðs til sömu nota, sbr. þýska orðiðAuto: bíll. Varnarskurðir fyrir ofan Hjaiiaveg og Uróarveg Engin vinnutæki hafa sést á svæðinu í tíu daga Framkvæmdir eru enn ekki hafnar við breikkun og dýpk- un varnarskurða fyrir ofan Hjallaveg og Urðarveg á Isa- firði þrátt fyrir að loforð hafi verið gefm þar um af bæjar- stjóra ísafjarðarbæjar, Hall- dóri Halldórssyni. I síðasta tölublaði BB sagði bæjarstjór- inn: „Það verður byrjað á því að flytja efnið úr skurðunum frá svæðinu. Síðan munum við breikka og dýpka skurðina og gera þá þannig úr garði að þeir geti tekið við meira efni en þeir hafa gert til þessa. Grafan er á staðnum og því verður þetta verk unnið næstu daga." Nú tíu dögum síðar situr allt við það sama. Engin vinnutæki hafa sést á svæðinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki íHalldórHalldórs- son bæjarstjóra í gær en hann var staddur í Reykjavík. Ár- mann Jóhannesson, bæjar- verkfræðingurísafjarðarbæjar sagðist lítið geta tjáð sig um málið við blaðið þar sem hon- um hefði ekki tekist að ræða það við bæjarstjórann vegna anna. Hann sagði þó að fram til þessa hefði ekki verið hægt að fara með stórvirk tæki inn á svæðið vegna mikillar bleytu í jarðveginum. „Það verður að gera þetta við fyrsta hentugleika," sagði Ármann. I síðasta BB var einnig haft eftir bæjarstjóranum að næsta skref yrði að hafa samband við Ofanflóðasjóð og Viðlaga- tryggingu, bæði hvað varðar það tjón sem orðið hefur, og hins vegar vegna áframhald- andi framkvæmda. Ármann hafði enga vitneskju um hvernig það mál stæði. Mesta váin í hlíðinni fyrir ofan Hjallaveg og Urðarveg er hrun stórgrýtis, eins og berlega kom í ljós þegar 12- 15 tonna bjarg stöðvaðist rétt fyrir ofan byggðina við Urð- arveg. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins eru nokkur stór og hættuleg björg í hlíð- inni sem hugsanlega gætu farið af stað í næstu leysing- um. Hugmyndir hafa komið fram um að sprengja hættu- legustu björgin líkt og gert var árið 1983 eða 1984. í samtali við blaðið í síð- ustu viku sagði bæjarstjór- inn að þau mál yrðu skoðuð. „Það verður dustað rykið af gamalli skýrslu þar sem gert er ráð fyrir slíkum sprenging- um á tveggja ára fresti... við munum fara í allar þær að- gerðir sem þarf til að tryggja öryggi fólks á svæðinu," sagði Halldór. Enn sem komið er hefur ekkert frést af málinu en Ármann sagðist í samtali við blaðið telja að bæjarstjór- inn hefði þegar hafið athug- anir á þessu. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu íslands fór við þriðja mann til að skoða aðstæður í Eyrarhlíð í síðustu viku. Ekkert hefur verið látið uppi um niðurstöð- ur þeirrar vettvangskönnunar. Kynningarfundur um snjófióðavarnir í Boiungarvfk Skiptar skoðanir með- al íbúa um tillögurnar Á mánudag var haldinn al- mennur borgarafundur í Bol- ungarvfk þar sem nýjar til- lögurað snjóflóðavörnum fyr- ir bæjarfélagið voru kynntar. Á annað hundrað manns mættu til fundarins og voru skiptar skoðanir meðal þeirra um þær tillögur sem lagðar voru fram. Það voru fulltrúar frá Orion ráðgjöf ehf. og Verkfræðistofu Austurlands sem kynntu hugmyndirnar ásamt stjórn Ofanflóðasjóðs, fulltrúum frá Veðurstofu Is- lands og Framkvæmdasýslu ríkisins. Þær tillögur sem helst eru taldarkomatil greinaeru sam- bland varnargarða og rýminga Framhaidsskóiinn Opnar 0-deild á Patreksfírði Skólameistari Fram- haldsskólaVestfjarða, Björn Teitsson, hefur ákveðið að opna 0-deild á Patreksfirði næsta vetur vegna útkom- unnar á samræmdu prófun- um þar í vor, en eins og kunnugt er náði aðeins einn nemandi prófi af þeim 23 sem þreyttu það. Utstöð hefur verið á Pat- reksfirði á vegum Fram- haldsskóla Vestfjarða í nokkur ár með hléum en þetta er í fyrsta skipti sem 0-deild er sett á laggirnar á staðnum. Afleitur námsárangur hjá grunnskólanemendum í 10. bekk á Patreksfirði hefur dregið meðaltal einkunna samræmdu prófanna áVest- fjöðrum verulega niður. Skólastjóra Grunnskóla Patreksfjarðar, Guðbrandi Stíg Ágústssyni, mun hafa verið sagt upp störfum vegna þessa máls. And- stæðingar Guðbrands, sem jafnframt er bæjarfulltrúi. hafa að hans sögn, ítrekað reynt að finna á honum höggstað. Hann hefur verið sakaður um að hafa farið út fyrir verksvið sitt í stjórn skólans og að kennsla hjá honum hafi verið í molum vegna anna hans í sveitarstjórnar- pólitíkinni. Guðbrandur vakti athygli fyrir fáum árum fyrir sér- stæða auglýsingahert'erð í því skyni að ráða réttinda- kennaratil starfaástaðnum. Hann segir í DV að vitræn umræða hafi ekki náðst um skólamálin á staðnum. auk uppkaupa á einhverjum húsum. Auk þess gerir ein hugmy ndin ráð fyrir rás af því tagi sem kynnt var í febrúar sl„ einungis miklu styttri. Kostnaður við gerð hennar er talinn um 520 milljónir króna en kostnaður við gerð varnar- garða auk uppkaupa nokkru minni eða allt niður í 300 milljónir króna eftir útfærslu. „Fyrirspurnir fundarmanna voru margvíslegar og gagn- legarog bæjarstjórn mun taka þær til umfjöllunar og um- ræðu í þessum mánuði þegar tillögur verðagerðar til stjórn- ar Ofanflóðasjóðs um leiðir til frekari skoðunar," sagði Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík í samtali við blaðið. Hann sagði vissulega skipt- ar skoðanir um snjóflóðavarn- irnar og að það væri alveg sama hvaða leið yrði valin, alltaf yrði einhver skoðana- munur á milli manna. „Eg vonast til þess að bæjarstjórn- in nái innbyrðis sátt um málið því það hlýtur að auka traust bæjarbúa á frekari aðgerð- Aðalfundur AðalfundurKarladeildarSVFÍ (Bjsv. Skutull) verðurhaldinn í Sigurðarbúð miðvikudaginn 30.júníkl. 19:00 á undan aðalfundi Björg- unarfélags ísafjarðar. Sjá einnig auglýsingu á bls. 6. Stjórnin. Ólafur Kristjánsson, bœjar- stjóri í Bolungarvik. um." Samkvæmt framkvæmda- röð er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir geti hafist árið 2001. „Nokkur önnur sveitarfélög sem eru framar í fram- kvæmdaröð en við, eru í bið- stöðu með sín mál, og ef ákvörðun hjá okkur getur leg- ið fljótlega fyrir sem og um- hverfismat og hönnun og ef Ofanflóðasjóður hefur yfír fjármunum að ráða, þá standa vonir okkar til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári," sagði Ólafur. 2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.