Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.1999, Side 7

Bæjarins besta - 23.06.1999, Side 7
Fjölmenni var viðstatt opnun Þróunarseturs Vestfjarða. djarfmannleg. Það er hún, senr er uppspretta allra athafna, allra franrkvæmda.” Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða hf. og forstöðumaður Þróunarset- ursins sagði í ávarpi sínu að með opnun Þróunarsetursins væri stiginn mikilsverður áfangi fyrir þróun byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum. „Atburðir síðustu vikna hafa enn undirstrikað, að samhliða núverandi atvinnurekstri, verði byggt upp umhverfí fyrir nýsköpun í atvinnulífi, unt- hverfi sem getur unnið úrþeim verkefnum sem blasa við okkur í dag og umhverfi sem getur hjálpað nýjum aðilum með nýjar hugmyndir til að- komu í atvinnulíf á Vestfjörð- um,” sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagði að við- ræður væru þegar hafnar vð Náttúrustofu Vestfjarða um samstarf innan Þróunarseturs Vestfjarða. Þá væri Frarn- haldsskóli Vestfjarða einnig mikilvægur samstarfsaðili, sérstaklega varðandi samstarf um símenntunarmiðstöð sem stefnt er að setja á laggirnar á næstu vikurn. Þá væri horft til samstarfs við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri og fleiri menntastofnanir. Bein verkefni hafa ekki verið sett á laggirnar enn, en fyrst um sinn erhorft til verkefna innan nátt- úruvísinda s.s. rannsókna á rækju og botndýrum og snjó- flóðarannsókna. Önnur væn- leg svið væru rannsóknir á sviði samfélagsþróunar og Húsnœði Þróunarseturs Vestjjarða er allt hið gkesilegasta. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra flutti ávarp við opnun- ina. ferðamála. a um Síðan sagði Aðalsteinn: „Það er gott tilefni í dag að tilkynna að Atvinnuþróunar- félagið hefur unnið í sam- vinnu við aðila í viðskiptalífi hér á Vestfjörðum urn stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða, sem yrði í eigu Byggðastofn- unar, sveitarfélaga, fyrirtækja ogeinstaklinga. Sveitarfélög- um hefur verið sent bréf þar sem þetta verkefni er kynnt, en stefnt er að stofnun félags- ins um mánaðarmótin ágúst- september.” Framkvæmdir við húsnæði Þróunarseturs Vestfjarða hóf- ust í janúar á þessu ári og lauk nokkrum dögum fyrir opnun- ina. Húsnæðið er alls 785m2, sem skiptist í 95m2 á fyrstu hæð og 690m2 á annarri hæð. Önnur hæðin skiptist upp í átján skrifstofur, rannsóknar- rýrni, starfsmannaaðstöðu og fundarsal. Húsnæðið býður upp á verulega stækkunar- möguleika, jafnt á 2. hæð og rishæð, allt í allt l.lOOm2. Atján ntanns munu starfa á vegunt stofnananna fimm sem komið hafa sér fyrir í hinu nýja Þróunarsetri Vest- fjarða. Auk þess mun Skipa- afgreiðsla Gunnars Jónssonar áfrarn hafa aðsetur í húsnæð- Forstöðumenn þeirra stofn- ana sem hafa aðstöðu í Þró- unarsetrinu. BOKHLAÐAIff 3! ■ .JIBFJ v i */ Mikil rigning setti svip á hátiðarhöldin á ísafirði líkt og á nokkrum öðrum stöðum og voru því fœrri hátíðargestir á Silfurtorgi en ella, og margir með regnhlífar á lofti. 17. júní hátíöarhöldin á ísafirði Velheppnuð þrátt fyrir leiðinlegt veður Hátíðarhöld þjóðhátíðar- dagsins á Isafirði þóttu tak- ast hið besta þrátt fyrir frem- ur leiðinlegt veður, en mikil rigning einkenndi daginn og var því þátttaka í hátíðar- höldunum minni fyrir vikið. Hátíðarhöldin á ísafirði hófust 16. júní með tónleik- um Bergþórs Pálssonar í Isafjarðarkirkju.Að morgni 17. júní var farið í sögurölt um Eyrina auk þess sem efnt var til dorgveiðikeppni á Asgeirsbakka og 17. júní hlaups. Eftir hádegi var safnast saman á sjúkrahús- túninu og gengið í skrúð- göngu að Silfurtorgi þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Hátíðarræðu dagsins flutti Guðfinna Hreiðars- dóttir, eiginkona bæjar- stjóra Isafjarðarbæjar, þá söng Sunnukórinn og Fjall- konan ávarpaði viðstadda. Unglingakór tók nokkur lög, flutt voru söngatriði og efnt var til söngvarakeppni. Um kvöldið var síðan hald- inn útidansleikur á Silfur- Guðfinna Hreiðarsdóttir, betri helmingur bœjarstjóra Isa- fjarðarbœjar flutti hátíðarræðuna á Isafirði í ár... ... og Rannveig Halldórsdóttirflutti ávarp Fjallkonunnar. torgi. við hátíðarhöldin og tók þá Ljósmyndari blaðsins var meðfylgjandi myndir. Margar veiðistangir voru Þessar skrautlegu stúlkur Félagar í JC-ísafjörður á lofti ídorgveiðikeppninni máluðu sig sérstaklega í til- efndu til kaffisölu á Silfur- við Ásgeirsbakka. efni þjóðhátíðardagsins. torgi á 17. júní. MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999 7

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.