Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.1999, Síða 8

Bæjarins besta - 23.06.1999, Síða 8
Boltafélag ísafjaróar Öflugt sumar- starf Starfið hjá yngri flokk- um Boltafélags Isafjarðar erblómlegt í sumar. Fjöldi barna og unglinga æftr knattspyrnu hjá BI, allt frá 7. flokki stráka og stúlkna. Einnig er rekinn íþróttaskóli fyrir krakka á þeim aldri. Annar flokkur karla og kvenna æfir í sumar undir stjórn Hauks Benedikts- sonar. Þessir hópar keppa ekki á Islandsmóti. Þriðji flokkur karla hjá BI er í samstarfi við Bol- víkinga í sumar. Jón Steinar þjálfar sameigin- legt lið Isfirðinga og Bol- víkinga sem skráð er með 11 manna lið á Islands- mót. Æfingar fara fram ýmist á Isafirði eða í Bol- ungarvík. 3. og 4. flokkur kvenna eru ekki skráðir á Islands- mót en munu fara á Gull- og silfurmótið í Kópavogi og Pæjumótið á Siglufirði í ágúst. Fjórði flokkur karla er skráður með 11 manna lið á íslandsmót. Fimmti flokkurkvenna spilar á Hnátumóti KSI 10.-11. júlí og einnig á Gull- og silfurmótinu og Pæjumótinu á Siglufirði. Fimmti flokkurkarlaer Islandsmeistari innan- húss og spilar í úrslita- keppni Islandsmótsins í ágúst og sækir einnig Essó-mótið á Akureyri. Sjötti flokkur karla spil- ar á Islandsmóti í riðla- keppni á Pollamóti KSI 10.-11. júlf. 5., 6. og 7. flokkurkarla fara á Króksmótið á Sauð- árkróki í ágúst. Vestfiróir Sundnám- skeið fyrir börn Á næstu vikum verður íbyggðum ísafjarðarbæj- ar boðið upp á sundnám- skeið fyrir börn á aldrin- um 6-12 ára. Á Isafirði og Flateyri verða nám- skeið 21. júní-2. júlí og á Þingeyri og Suðureyri 5,- 16. júlí. Miðað er við að 10-12 börn verði í hverj- um hópi. Námskeiðin eru haldin í nafni Sundfélagsins Vestra og kennari er Mar- grét Halldórsdóttir. Nán- ari upplýsingar og skrán- ing eru hjá henni í síma 456 5082 eða 862 1855 milli kl. 20 og 21. Fimmtán aðiiar fengu máiningarstyrk frá Hörpu Aldamótahúsin á Hest- eyri meðal styrkþega Birna Hjaltalín Pálsdóttir í Bolungarvík var á meðal styrkþega er málningarstyrkir Hörpu voru afhentir fyrir skömmu. Birna Hjaltalín fékk máln- ingarstyrktil fegrunarátveim- ur aldamótahúsum á Hesteyri í Jökulfjörðum, en þar hefur hún rekið kaffisölu undanfarin sumur. Fimmtán aðilar fengu styrk að þessu sinni en alls fara um 2.500 lítraraf málningu íþessi verkefni og er verðmæti þeirra um ein milljón króna. Mikill fjöldi umsókna barst víðs vegar af landinu og átti dóm- nefnd erfitt með að velja úr, eins og segir í frétt frá fyrir- tækinu. Margrét Vagnsdóttir, dóttir fíirnu Hjaltalín, tekur við styrknum úr liendi Helga Magnússonar forstjóra Hörpu í hófi sem haldið var d Hótel Sögu. Með styrknum vill Harpa og fegra umhverfi sitt og um og samtök sem hafa forystu hvetja landsmenn til að mála leið styðja einstaklinga, félög um góð málefni af þessu tagi. Hnífsdalurá fógruni sumardegi. Fyrirmiðri mynd erfélags- Hver ú að hreinsa til við Smdrateig, þar sem húsið var fjar- heimilið, þar sem Þjóðleikhúsið var með leiksýningar fyrir lœgt ífyrra? skömmu. Hreint iand - fagurt iand? Draslaralegt í Hnífsdal íbúar í Hnífsdal komu að máli við blaðið og létu í ljós megna óánægju vegna drasl- araháttar í bænum. Meðal þess sem þeir nefndu, var að brak liggur um allt eftir snjóflóðið sem féll í vetur og tók með sér skúr og fleira. Einnig var bent á, að hús við Smárateig (eitt af uppkaupahúsunum) hefði verið flutt í burtu í fyrra en eftir séu grunnurinn og lóðin alþakin spýtnarusli og ýmsu öðru drasli. Þessu til viðbót- ar nefna íbúarnir blátt hús niður undir sjó, sem sé í al- gerri vanhirðu og orðið hrein slysagildra fyrir börn að leik. Myndirnar sem hér fylgja benda til þess, að umkvartanir íbúanna eigi við nokkur rök að styðjast, svo ekki sé meira sagt. Kraftur í Skíóaféiagi ísfirðinga á iiðnu starfsári Stella og Arnór ráðin yfirþjálfarar Sú stjórn Skíðafélags ísfirð- inga sem kjörin var í júní á síðasta ári tók við erfiðu búi. Á nýliðnu starfsári tókst nokk- uð vel að endurreisa félagið og bæta fjárhag þess. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins sem hald- inn var 9. júní sl. Starf Skíðafélags Isfirðinga var öllugt á liðnu ári. í lok janúar stóð félagið fyrir kynn- ingu á skíðaíþróttinni í flest- um grunnskólum Isafjarðar- bæjar. Landsliðsfólkið Sigríð- ur B. Þorláksdóttir og Arnór Gunnarsson komu heim frá Noregi til að taka þátt í kynn- ingunni. I vetur gerði félagið tilraun með skíðabrettaæfingar fyrir krakka. Hún gekk ekki sem skyldi og var henni hætt á miðjum vetri. Ákveðið hefur verið að gera aðra tilraun á komandi vetri og sjá hvort ekki takist betur til. Félagið sá um framkvæmd Skíðamóts Islands, sem hald- ið var á Isafirði. Mótið var nefnt Shell-Skíðamót Islands, þar sem Skíðafélagið gerði samning við Skeljung hf. um verulegan styrk lil félagsins í tvö ár. Samningurinn breytti miklu fyrir fjárhag félagsins. Mótið tókst mjög vel og var félaginu og ísafjarðarbæ til sóma. Einnig annaðist félagið framkvæmd Skíðaviku og tókst hún með sérstökum ágætum eins og fólki er í fersku minni. Keppendur frá Skíðafélagi Isfirðinga tóku þátt í mörgum bikarmótum SKI á liðnum vetri og var árangur misjafn. I göngu var hann góður í öllum flokkum karla og kvenna en í alpagreinum var hann með lakara móti. Mörg heimamót voru haldin á vegum félagsins og var þar góð þátttaka og góður árangur náðist. Á uppskeruhátíð félagsins í byrjun maí var vetrarstarfið gert upp, verðlaun veitt fyrir mót vetrarins og viðurkenn- ingar fyrir ástundun og fram- farir. Um 250 manns komu á hátíðina. Sá mikli fjöldi er nokkur vísbending um aukinn slagkraft félagsins. Búið er að ráða yfirþjálfara fyrir næsta tímabil, Stellu Hjaltadóttur í göngu og Arnór Gunnarsson í alpagreinum. Félagið væntir mikils af starfi þeirra. Gunnar Þórðarson var end- urkjörinn formaður Skíðafé- lags ísfirðinga á aðalfundin- um um daginn. Stjórn og vara- stjórn er að öðru leyti lítt breytt en þar eiga sæti (í stafrófsröð) EinarSnorri Magnússon, Geir Sigurðsson, Gísli Jón Hjalta- son, Jóhann Torfason, Jónas Gunnlaugsson og Katrín Skúladóttir. Lifandi gínur Morrinn, atvinnuleik- hús ungs fólks í Isafjarð- arbæ, hefur ýmislegt fyrir stafni. Þar á ineðal tekur mann- skapurinn að sér að vera í gluggum verslana sem parturaf útstillingum — lif- andi gínur. Það er ekki laust við að vegfarendur hrökkvi við þegar gína í sýningarglugga fer allt í einu að hnerra eða klóra sér. Á myndinni eru tveir af liðsmönnum Morrans eins og beinfrosnir (eða því sem næst) í glugga Fata- búðarinnar við Silfurtorg á Isaftrði. r Aning á langri leið Þessi flutningabíll lagð- ist til hvíldar í vegkantin- um og fékk sér að drekka á leiðinni yfir Dynjandis- heiði fyrir skömmu. Farmurinn var græð- lingar og mun tjón ekki hafa orðið verulegt. Hlutavelta til styrktar Rauða krossinum Þessir duglegu krakkar héldu fyrirskömmu hluta- veltu til styrktar Rauða krossi Islands. Afrakstur- inn varkr. 1.072 sem Bryn- dís Friðgeirsdóllir hjá Rauða krossinum veitti viðtöku. Á myndinni eru Elísabet Bjarnadóttir, Ástrún Þórð- ardóttirog Eysteinn Þórð- arson. 8 MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.