Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 1
Verð 2.480 m/afslættí! íslenska vegahandbókln Ný og endurbætt útgáfa Komdu meó gömlu vega- handbókina og þú færð 10OO kr. afslátt af þeirri nýju BOKHLA^AN SÍMI456 3123 Stofnað 14. nívember 1984 • Sími 459 4599 • Fax 458 4584 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 299 m/vsk Þátttakendur í mansa- keppninni á Sæluhelgi á Suðureyri um síðustu helgi voru flestir í yngri kantinum. Reyndar er Omar Þórðarson kominn af æskuskeiði en virðist þó harla glaður yfir veið- inni á meðfylgjandi mynd. Hins vegar er eins og Omar Orn Reynisson sé dálítið á báðum áttum og ekki allt of hrifinn - skyldi ég fá þennan ófrýnilega fisk á diskinn minn í kvöld? Sjá meirafrá Sœluhelgi á Suðureyri á bls. 9. Þokkalega gott ferðamannasumar „Við erum í ágætri sam- vinnu við Vesturferðir, sem skipuleggja rútuferðirnar. Öllum sem fara í slíkar ferðir er boðið að fara úr ofarlega í bænum þegar komið er til baka og ganga í gegnum miðbæinn. Meira gera skipu- leggjendurnir ekki gert", segir Jónas Gunnlaugsson í Bók- hlöðunni á Isafirði. Borið hefur á óánægju þeirra sem reka verslanir á Akureyri og í Reykjavík, vegna þess að farþegum á erlendum skemmtiferðaskipum gefist ekkert ráðrúm til að fara í búðir. Jónas segir að það eigi ekki við hér. „Við búum í minna samfélagi og hér virð- ast menn hafa meiri skilning á þjónustu hvers annars." Jónas lætur nokkuð vel af ferðamannastraumi í sumar. „Þetta er búið að vera mjög gott allra síðustu vikur. Júní var frekar rólegur en þó var salan betri en í fyrra, enda höfum við verið að auka úrvalið og verið með með lengri afgreiðslutíma." I sum- ar er opið í Bókhlöðunni til kl. 21 á kvöldin virka daga og kl. 10-13 álaugardögum.Auk þess er verslunin opnuð hve- nær sem skip koma. Jónas kveðst bjartsýnn á næstu fjórar vikurnar. Hann segir að í sumar hafi borið hlutfallslega meira á útlend- ingum en áður og á þar við aðra en þá sem konra með skipunum. „Bæði í fyrra og núna hefur fjölgað útlend- ingum sem eru árólegri ferð á eigin vegum, oft á bílaleigu- bílum. Það eru bestu kúnn- arnir." - sjá frásögn og myndir af ættarmóti afkomenda Önnu Bjarnadóttur og Ólafs Jakobssonar á bls. 4 Bæjar- fulltríiar vid hreinsun í Hnífsdal Bæjarfulltrúar og vara- bæjarfulltrúar í Isafjarðarbæ brugðu undir sig skárri löpp- inni sl. laugardag og fetuðu í spor Græna hersins. Mann- skapurinn tók sig til og hreinsaði til í Hnífsdal, sbr. frásögn og myndir af drasli þar hér í BB um daginn. Líklega var það í þeim tilgangi að óvönum gengi verkið sem greiðast sem bæjarverkfræðingurinn var hafður með í liðinu. Ekki var annað að sjá en bæjarfulltrúar nytu vel úti- verunnar og hefðu gaman af vinnunni. A myndinni er Lárus G. Valdimarsson niðursokkinn í slátt á lóð eins af uppkaupahúsunum við Fitjateig. Að verki loknu var minna af fíflum í Hnífs- dal en áður. HAMRABORG Sími: 456 3166 SEÍ'ífiöfefH VAML'fí. svpuntumin * stumumtíi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.