Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 2
Morrinn rífjar upp gamia daga tJtgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson n 456 4560 Ritstjóri: O 456 4564 SigurjónJ. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bh bb@snerpa.is Bæjarins besta er í samtöfcum'bæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hjjóðritun, notkun ljósmynða og annars efnis er óhelmil nema heimilda sé getlð. L. : a Vælukjóar „Það er talað um kvótasölu úr bænum, skipasölur og lokun frystihúsa, og gáma sem verið er að fylla af búslóðum til brottflutnings. Fólk virðist vera komið að taugaáfalli af spennu yfir því, hvað neikvætt gerist næst...Svo mikill er sortinn, að jafnvel þeir sem eru á kafi í verkefnum sjá ekki að hér er allt í bullandi framþróun og vexti og að það eina sem vantar er hugarfarsbreyting og einhver framsýni.” Þetta er upphaf hressilegs lesendabréfs í síðasta tölublaði BB frá Úlfari hafnarverði Agústssyni, bréfs, sem áreiðanlega hefur aukið blóðrennslið hjá lesendum. Skal þá ósagt hvort orsakavaldur roðans stafaði af jákvæðum viðbrögðum eða ekki. Og Úlfar spyr: Er vælið orðið lífstíll? og á þá við okkur Vestfirðinga. Áreiðanlega finnst mörgum snaggaralega að verki staðið hjá Úlfari við samantekt á sögu fiskveiða og fiskverkunar í hart nær heila öld. En eftir þessa stuttorðu sagnfræði um saltfiskinn og fyrstinguna heldur Úlfar áfram: „Hvernig sem horfír með alla kvóta mun mannafli í fískveiðum og vinnslu halda áfram að dragast saman, á sama tíma og fjöldi annara atvinnugreina er nú að hasla sér völl á íslandi.” Og nokkru síðar: „Það er ljóst að byggð mun halda áfram að dragast saman í þorpunum. Við því er ekkert að gera, enda er búið að tengja alla byggðakjarna bæjarins með jarðgöngum og vegakerfi, sem gerir fólki kleift að sækja vinnu þar sem það vill, án tillits til búsetu.” Við þessar fullyrðingar er rétt að staldra. Allir hljóta að fagna þeirri miklu nýsköpun sem átt hefur sér stað í atvinnulífi landsmanna. Og rétt er það að bæjaryfirvöld hefðu mátt vera opnari fyrir möguleikum sem víða leynast en eru ekki sjálfgefnir. Hins vegar skal spurt: Telja menn það óumflýjanlegt að æ færri hendur komi að veiðum og vinnslu? Og ef, hvers vegna? Er þá ekki tímabært að reikna það dæmi til enda á hvern hátt þjóðin öll fái notið afraksturs auðlindarinnar, sem ráðamennirnir segja að hún eigi þegar þeir stíga hvítflibbaklæddir í ræðustól á hátíðisdögum? Góðar samgöngur eru forsenda byggðar hvort heldur er milli landshluta eða einstakra byggðakjarna. Að íbúum lítilla sjávarplássa fækkar stöðugt og fólk hrekst á brott slyppt og snauðugt valda ólög sem misvitrir menn hafa náð sátt um. Þau ólög eru blettur á þjóðarsálinni. Grein Úlfars Ágústssonar er þörf og tímabær. Hún er þörf ábending um að hér um slóðir er margt jákvætt að gerast. Hún er tímabær áminning um að láta ekki deigan síga þótt á móti blási um sinn á sumum sviðum heldur taka til hendinni í eigin ranni. Og hún hlýtur að vekja viðbrögð vælukjóanna! s.h. OBD VIRUNNAD Kæfa/paté Hið foma orð kœfa merkir mauk úr kjötmeti, feiti og kryddi. Ýmsum finnst þetta kauðalegt orð og tala því frekar um paté upp á frönsku. f hádegisfréttum Ríkisútvarpsins fyrir nokkru var sagt var frá eldsvoða í kjötvinnslu, þar sem maður hafði verið aðgera pate. Á íslensku hét þetta áður aðsjóða kœfu, sbr. fræga ritsmíð Halldórs Kiljans um Ragnar í Smára. Fagnaberþessuframlagi RÚV til endurnýjunaríslenskrartungu. Vonandi verður þar á bæ einnig hætt að nota hin klunnalegu og menningarsnauðu orð soðning og mjólk, sem enginn ekta gúrmur getur tekið sér í munn, og farið að tala um púassonng og le í staðinn. Leik-ganga Morrinn, atvinnuleikhús og fluttir leikþættir og annað ungsfólksílsafjarðarbæ,efnir sem tengist hverjum stað. ánæstunnitil leik-gönguferða Lagt er af stað frá Vestur- um ísafjörð undir leikstjórn ferðum í Edinborgarhúsi og ElfarsLogaHannessonar. Hér fyrst staðnæmst hjá gamla er um að ræða skoðunarferð barnaskólanum við Aðal- um ísafjörð, þar sem komið stræti. Þar rak Jónas Tómas- verður við á ýmsum stöðum son tónskáld fyrsta tónlistar- Starfsmenn óskast sem fyrst! Starfsmenn óskast í gæðaeftirlit í rækju- vinnslu Bakka. Um er að ræða starf við afurðaskoðun á rækju. Viðkomandi þarf að vera ábyrgur og hafa áhuga á velgengni fyrirtækisins. Þetta er spennandi framtíðarstarf hjá vaxandi fyrirtæki. Hafið samband í síma 456 7500. Bakki hf. Bolungarvík. Hús óskast á leigu Einbýlishús eða raðhús óskast á leigu á ísafirði sem allra fyrst. Tryggar greiðslur. Fyrirframgreiðsla sé þess óskað. Upplýsingar í síma 456 3516. Orkubú Vest- fjarða auglýsir! Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða starfsmann við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Óskað er eftir rafiðnfræðingi eða vél- fræðingi. Starfið felst í alhliða umsjón með rekstri virkjunarinnar og gæslu á eignum Orku- búsins í norðanverðum Arnarfirði. Umsóknir um starfið sendist Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fyrir 4. ágúst nk. Upplýsingarum starfiðgefaJakob Ólafsson og Kristján Haraldsson í síma 456 3211. Upplýsingar um Orkubú Vestfjarða má finna á vefsíðum fyrirtækisins, http://www.ov.is/ A&, ORKUBÚ VESTFJARÐA - beislað náttúruafl! skólaáíslandi áárunum 1911- 18 og verða þar sungin tvö lög eftir hann. Þaðan er farið í Hæstakaupstað og slegið upp jólaballi, en Sophus Nielsen verslunarstjóri þar mun hafa innleitt slíka dansleiki á ísafirði. Þar verður einnig gefið límonaði í minningu límonaðiverksmiðjunnar sem þar var. Við verslunarhúsið í Hæsta- lýsing hans í sendibréfi á kvenpeningnum á ísafirði (hann var nokkuð við skál þegar hann skrifaði bréfið). Við Fischershús (Mánagötu 1) verður lesið úr aldamóta- ljóðum HannesarHafstein, en hann bjó þar þá. Við Glasgow kemur framliðin kona til sögunnar en þar sem Templ- arahúsið var við Hrannargötu verður leikið brot úr Gullna kaupstað verður lesið kvæði eftir Sigurð Breiðfjörð, en hann bjó á ísafirði í nokkur ár um 1820, orti, drakk og iðkaði kvennafar og smíðaði tunnur. í Pólgötu þar sem tugthúsið var verður leikið brot úr Uppreisnáísaftrði eftirRagn- ar Arnalds, þar sem Skúli Thoroddsen sýslumaður yfír- heyrir Sigurð skurð. Við hús Skúla í Mjallargötu verður síðan rifjuð upp allsérstæð hliðinu. Lokasenan verður á Eyrartúni, þar sem séra Jón þumlungur yfirheyrir þá Kirkjubólsfeðga Jóna Jóns- syni. Fyrsta leikferðin verður á morgun, fimmtudag, en síðan verður farið á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Alltaf er lagt af stað frá Vesturferðum kl. 16 og kostar leiðsögn þessi 500 krónur. Hollustuvernd ríkisins Starfsleyfistillögur fyrír brennslu úrgangs í Funa hf., á ísafiröi og urðun úrgangs við Klofning á Flateyri, ísafjarðarbæ í samræmi við 6. gr. í 1. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunar- varnir, liggja frammi til kynningar starfs- leyfistillögur fyrirbrennslu úrgangs í Funa hf., á ísafirði og urðun úrgangs við Klofn• ing á Flateyri í ísafjarðarbæ, á afgreiðslu- tíma á bæjarskrifstofum ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, ísafirði, til kynningar frá 2. júlí 1999 til 30. ágúst 1999. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfis- tillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins í síðasta lagi 30. ágúst 1999. Rétt til að gera athugasemdir við starfs- leyfistillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúarþess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrír óþægindum vegna mengunar. 3. Oþinberir aðilar, félögogaðrirþeir, sem málið varðar. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins http:// www.hollver.is/mengun/mengun.html. Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir, Ármúla la, Reykjavík. 2 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.