Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 7
„Ég var í fæði eins og títt
var um presta sem komu ein-
hleypir út í héruðin, reyndar
læknar líka og fleiri embættis-
menn. Já, ég hafði fæði og
húsnæði hjá þeim hjónum
sem hér bjuggu, Þórði og
Salome. En síðan þegar líður
á haustið, eftir að ég er búinn
að flytja mínar fyrstu messur
hér á kirkjunum og kynnast
fólkinu örlítið, þá kemur til
mín Páll Aðalsteinsson skóla-
stjóri í Reykjanesi, líklega í
ágúst eða september, og spyr
hvort ég sé tilbúinn að kenna
í vetur. Það vantaði kennara.
Ég hugsaði mitt mál og spurði
hvort skólinn væri fjölmennur.
Ég hafði haft gaman af því að
kenna þennan eina vetur á
háskólaárum en það var nú
bara lítill barnaskóli með eitt-
hvað ellefu-tólf krökkum,
minnir mig. Nokkru áður
hafði ég fengið lánaðan hest
hjá Salvari bónda í Reykja-
firði, sem síðar varð tengda-
faðir minn. Ég fór á þessurn
hesti inn í Mjóafjörð, kom
þar á bæina og fór alla leið í
Botn. Síðan fór ég á hestinum
út í Reykjanes. Þar þótti mér
strax ákaflega fagurt. Mér
þótti einkennilegt að sjá hver-
ina alveg við sjóinn. Einnig
lagði gufur upp úr sjónum
þegar háfjara var, úr skeri
einu.“
Fimmtán heila vetur
í Reykjanesi
Séra Baldur ákveður að slá
til og kemur um haustið í
Reykjanes og sest þar að í
einu herbergi. Þetta var í
gömlu húsunum sem byggð
voru úr viðum úr húsi norskra
hvalveiðimanna á Langeyri í
Álftafirði. „Fram að jólum
voru krakkarnir úr héraðinu í
barnaskóla í Reykjanesi. Eftir
áramót var þriggja mánaða hlé
á barnaskólanum en þá var
það sem kallaðist framhalds-
skóli eða unglingaskóli. Það
var verklegt nám í aðalatriðum
en ég hafði bóklega kennslu.
Síðan varð þetta óvart heldur
meira en einn vetur. Næsta
haust kemur þetta sama upp
aftur. Ég hafði haft gaman af
kennslunni og dvölinni í
Rey kj anesi og veturnir þar við
kennslu urðu nú alls fimmtán
heilir, þó ekki í striklotu. Auk
þess leysti ég oft af í forföll-
um, bæði kennara og skóla-
stjóra."
Hjúskapur og fast embætti
- En svo kemur að því að
þú ert ekki lengur einn að
gaufa í herbergi...
„Þennan fyrsta vetur er
ráðskona í Reykjanesi Ólafía
Salvarsdóttir, dóttir Salvars
Ólafssonar bónda í Reykja-
firði og Ragnheiðar konu
hans, Hákonardóttur frá Reyk-
hólum. Með okkur tókust
þennan vetur þau kynni að
segja má að við höfum trúlof-
ast“, segir séra Baldur. Nú eru
hjúskaparárin þeirra Ólafíu
komin á fimmta tuginn.
Þegar Baldur kom fyrst í
Vatnsfjörð var hann settur í
embættið tímabundið eins og
þátíðkaðist þegarenginn sótti
um. „Síðan er Vatnsfjörður er
auglýstur laus að lögum. Ég
hikaði nú við að sækja og lét
það hjá líða tvisvar, held ég.
En fólk bæði hérna megin og
handan Djúps skoraði á mig
að sækja um embættið og loks
gerði ég það tveimur árum
eftir að ég kom fyrst. Ég hlaut
Iögmæta kosningu og tók síð-
an við staðarforráðum íVatns-
firði.
Við hjónin flytjum í Vatns-
fjörð vorið 1958 en þau Þórður
og Salome fara brott. Mér voru
afhent kúgildi staðarins, tólf
ær loðnar og lembdar í fardög-
um og bátur sem reyndar var
orðinn ónýtur en fylgdi hér
staðnum. Staðnum fylgdu
einnig tvö hundruð f amboð-
um og skápar einhverjir.
Einnig fylgja hér staðnum eitt
eða tvö hross, ég man það
ekki. Uttektarmenn eða mats-
menn voru viðstaddirafhend-
inguna. Síðan settumst við í
búið.“
„Nú á dögum“
-Nú fylgja víst ekki lengur
staðarkúgildi þegar prestur
tekur við embætti. Það verður
fróðlegt að sjá hvort stifts-
yfirvöld (undirrituðum þykir
ekki óeðlilegt að nota þetta
gamla hugtak um biskup og
kirkjumálaráðuneyti sam-
eiginlega) munu krefja þig um
innistæðukúgildin, tólf ær
loðnar og Iembdar í fardögum
á næsta ári, ónýtan bát, tvö
hundruð í amboðum, skápa
einhvei ja og eitt eða tvö hross;
afhendist að viðstöddum út-
tektarmönnum...
„Ég á nú eftir að kanna
hvernig slíkir hlutir standa nú
á dögum“, segir séra Baldur.
Undirrituðum finnst orðalag-
inu „nú á dögum“ fylgja ein-
h ver sá blær, að sá ungi prestur
sem tók við Vatnsfjarðarstað
á sínum tíma og hér er til
umræðu hafi verið uppi á ein-
hverri horfinni öld.
Og það má víst til sanns
vegar færa.
- Eru amboðin eitthvað far-
in að lýjast með árunum?
Sr. Baldur hlær við. „Já,
heldurbetur. Það varalltannar
tími þegar ég byrjaði búskap.
Þá hafði ég þessar kindur og
heyjaði fyrir þær strax fyrsta
sumarið, en þá var slegið hér
með orfi og ljá, þó eitthvað
með dráttarvél sem einhver
nágranni minn sló fyrir mig.
Þá var gamli tíminn. Ég sá
þetta allt gerast. Túnkragar
voru kringum bæina, tiltölu-
lega litlir, alveg eins og hafði
verið lengi. Mér þótti dálítið
rómantískt að sjá þetta eða
„malerisk" eins og Danir
myndu kalla. Fyrir mér var
þessi gamli tími nýr. Þegar ég
var í sveit í Skagafirði var
nútíminn kominn þangað.
Djúpið var á eftir. Það sést
best á því, að gerð var sérstök
Inndjúpsáætlun til að rykkja
Djúpinu og landbúnaðinum
hér fram á við. En upp úr
þessu eða kringum 1960 hefst
vélaöld í landbúnaði við Djúp
og þessi sumur verður hið
mikla stökk, hér koma trakt-
orar með sláttuvélar, jarðýtur
ganga milli bæja og skurð-
gröfur og ræktun þenst út og
menn hyggja gott til glóðar-
innar. Ég sá áður hið kyrr-
stæða bændaþjóðfélag með
orfi, ljá og hrífu.
Ég skal ekki dæma hvernig
til tókst með Inndjúpsáætlun-
ina. En þegar þessi orð eru
sögð við þig árið 99, Hlynur
Þór sem ert úr Mosfellssveit-
inni og hefur séð stór tún syðra
og vélarnar snúast, þá er raun-
in sú að fólki hefur fækkað
hér. Bændabýlunum hefur
snarfækkað og því fólki sem
á þeim vinnur.
Ég á mynd sem tekin var
hér í Vatnsfirði árið 1906. Þá
var margt fólk á þeirri tíð eins
og löngum áður, og víða á
heimilum við Djúp, bæði
vinnumenn og vinnukonur og
niðursetningar og gamalt fólk
í skjóli húsráðenda. Þetta
breytist með vélaöldinni,
þannig að bóndinn ræður allt
í einu við heyskapinn með
einum vinnupilti eða með
börnunum. Þáþarf ekki lengur
aðkeypt vinnufólk og ungl-
ingarnir fara í framhaldsskóla
og koma ekki aftur. Þegar ég
lít yfir sveitirnar hérna við
Djúpið, þá blasir við að
ákaflega fáir bændasynir hafa
tekið við af feðrum sínum.“
Þeim Vatnsfjarðarhjónum
fæddist dóttir í september-
ntánuði árið 1957 og með ár-
unum urðu börnin sex.
„En þannig var, að ég var
enn beðinn að koma til
kennslu í Reykjanesi, þannig
að konan var heima í þessu
gamla húsi með börnin. Fyrsta
búskaparveturinn hafði ég
vetrarmann sem hirti féð, eitt-
hvað um fimmtíu-sextíu fjár.
Vetrarmaður hafði verið hjá
presti hér íVatnsfirði áður. Ég
kom aðeins heim um helgar,
en þá var kennt í Reykjanesi
til hádegis á laugardögum."
Samgðngumál
- Þá hefur verið kominn ak-
vegur á milli...
„Já, vegurinn opnaðist
1956. Ég man það gerla, því
að þegar ég var að skoða mig
hér um þá um sumarið, þá var
jarðýta hér niðurfrá og ég gekk
oft til ýtumannsins þegar hann
var í kaffi og spjallaði við
hann. Hermann hét hann og
hafði með sér á brúsa og mun
vera enn á Vestfjörðum. Þetta
er fímmtíu og sex og vegurinn
verður akfær um haustið. Ekki
út Djúp og til ísafjarðar, það
tók einhver ár til viðbótar,
heldur hér inn í Mjóafjörð og
út í Reykjanes. Ég keypti
síðan bifreið og fékk hana í
janúar 1957.“
- Hverneginn?
„Bifreiðin var Rússajeppi
svokallaður, en slík farartæki
voru þá mjög seld bændum.
Þetta voru ákaflega hreint
frumstæð tæki og grófgerð en
dugðu nú nokkuð; þessir bílar
voru til dæmis með afar öfl-
ugri miðstöð eins og gefur að
skilja; sjálfsagt notaðir á
sléttum Rússlands þar sem
frost eru mikil. En þeir höfðu
ekki yfírbyggingu í venjulegri
merkingu, heldur svonefndar
blæjur, þandar á grind, þykk
teppi ofin úr einhverjum
fjandanum. Þessi farartæki
dugðu vel á vetrum og það
var gott að flytja í þeim. Það
voru hliðarsæti að aftan sem
mátti setja upp og þetta rúm-
aði allmargar kindur á milli
bæja. Margir áttu þessar bif-
reiðir lengi en mín fór fljótlega
veg allrar veraldar. Sannleik-
urinn er sá, að vegir eins og
þeir voru hér þá fóru illa með
bifreiðir og skaflar voru miklir
á vegum á vetrum. Mér reikn-
aðist til að púströrið væri jafn-
an farið að halla sér útaf í
mars. Stundum fóru með mér
nemendur úr skólanum og
mokuðu skafla. Það gat verið
ansi gaman en þetta níddi bíl-
unum mikið. Ég ætla ekki að
segja að ég hafi farið vel með
slík tæki, öðru nær. Ég fór illa
og óvarlega með bifreiðir og
ók hratt og lét bílinn oft vaða
á það sem fyrir var, skafla og
klakabönd við ámar. Þær voru
þá tvær óbrúaðar á minni leið,
Hópið í Vatnsfirði og Reykja-
fjarðaráin. Menn fóru bara yfir
á vaði.
Fyrsta veturinn, áður en ég
fékk bílinn, fór ég á laugar-
dögum á báti skólans yfir á
eyrina á móti og gekk þaðan
yfir Reykjafjarðarhálsinn og
heim í Vatnsfjörð en á sunnu-
dagskvöldum gekk ég aftur
frá Vatnsfirði fram fyrir ofan
Sveinhús, þar er gömul
gönguleið, og var síðan sóttur
í eyrina. Það voru knálegir
strákar í skólanum, bænda-
synir og ýmsu vanir, og reru
með mig yfir. Á leiðinni yfir
hálsinn er kona dysjuð, segja
sagnir. Hún vildi láta dysja
sig þar sem hún sæi til fjögurra
kirkna. Þar sem þessi saga er
fest á prent er nefnd hærri tala
en það getur ekki borið sig.
Þetta eru kirkjur eða bænhús í
Vatnsfirði, á Nauteyri, á Mel-
graseyri og í Unaðsdal. Ögur
getur hún ekki hafa séð.“
Kirkjustaðir við
innanvert Ojúp
Kirkjustaðir í prestakalli
séra Baldurs eru þeir sömu
„nú á dögum“ og þegar hann
tók við brauðinu í fornöld.
Hann telur upp: „Unaðsdalur,
þar er vegleg kirkja - Unaðs-
dalssókn fyrir norðan Kalda-
lón er nú í eyði gengin, illu
heilli, nema hvað fólkið er í
Æðey á sumrin. Bænhús hafði
verið reist á Melgraseyri, þar
sem langt þótti að sækja inn
að Nauteyri. Bænhúsið var
skemmtilegt; það fauk. Eftir
það varð samkomulag um að
skipta Nauteyrarsókn í tvennt
og stofna Melgraseyrarsókn.
Ég fékk eitthvert orð í eyra
fyrir það á sínum tíma en það
jafnaðist allt, og þar var reist
ákaflega fallegt og vandað
guðshús og gert að kirkju en
ekki bænhúsi. Á Nauteyri er
vegleg kirkja, rétt eins og í
Unaðsdal, og reist af miklum
stórhug. Báðar þær kirkjur
voru nýlega gerðar upp, mjög
vel og snyrtilega. Á Kirkjubóli
í Langadal var kirkja um aldir
en hún var löngu horfín þegar
ég kom og var reyndar Ilutt að
Nauteyri; þó er kirkjugarður
á Kirkjubóli. Síðan eru kirkju-
staðirnir Vatnsfjörður og Ög-
ur. Þetta er því óbreytt frá því
ég kom. nema hvað nú er kom-
in kirkjaí stað bænhúss á Mel-
graseyri og Unaðsdalssókn
komin í eyði. Hinar sóknirnar
eru enn uppistandandi; heim-
ilin eru þetta þrjú og fjögur í
sumum."
Ræöur og fleira
Séra Baldur segir að ekki
fylgi veruleg skriffinnska
prestsstarfínu. „Það er inn-
færsla í embættisbækur, því
að sum verk presta hafa lög-
formlegt gildi, eins og hjóna-
vígsla, þar sem vottar eru tekn-
ir að verkinu. Skírnir eru auð-
vitað færðar inn vegna fæð-
ingarvottorðanna sem alltaf er
verið að biðja um. Síðan eru
færðir fermdir og dánir og
þetta verður að vera nákvæmt.
Mánaðarlega skilar maður svo
Hagstofunni yfirliti um skírnir
o.s.frv. Að öðru leyti er skrif-
finnska ekki mikil. I stórum
prestaköllum er talsvert verk
að semja líkræður svo vel
fari.“
- Nú var stundum sagt á
fyrri tíð, að ungir prestar
keyptu ræður uppgjafapresta,
sbr. séra Sigvalda í Manni og
konu. Varla hefur þú gert slíkt
- þú ert engum líkur í ræðu-
stól...
„Neinei, blessaður minn.
Það er dálítið gaman að þessu.
Og jyrir þetta gaf ég svo og
svo marga þorskhausa, segir
séra Sigvaldi, en hertir þorsk-
hausar voru gjaldmiðill hér
áður fyrr. Þetta er nú sjálfsagt
orðum aukið. Þó má vel vera
að einhverjir prestar hafi farið
út í að kaupa ræður eða fá
lánaðar, ef þeir hafa átt erfitt
með að semja. Ég persónulega
þekki það ekki. Ég hef alltaf
samið mínar ræður sjálfur,
bæði almennar prédikanir út
af texta dagsins og auðvitað
líkræður einnig. Það hefur
aldrei komið neitt annað til
greina. Prestar verða að bj arga
sér sjálfir og fá upplýsingar
hjá aðstandendum, fyrir utan
að þegar prestur hefur verið í
litlu prestakalli í tíu fimmtán
ár eða jafnvel skemur, þá
þekkir hann hvert mannsbarn.
En þetta er komið inn í bók-
menntir okkar eins og fleira
sem klerkastéttin hefur lagt
þeim til, bæði skemmtilegt og
miður skemmtilegt. Þar er
þáttur kirkjunnar manna ekki
lítill.“
Tveir prestar
á sjö áratugum
Þegar séra Baldur kom í
Vatnsfjörð var prestlaust og
hafði verið um tíma. Áður var
prestur í Vatnsfirði og próf-
astur séra Þorsteinn Jóhann-
esson, afi og alnafni Þorsteins
læknis á ísafirði. Hann er nú
liðlega tíræður. Séra Þorsteini
var veittur Vatnsfjörður árið
1928 en áður var hann prestur
á Stað í Steingrímsfirði. Þann-
ig hafa aðeins tveir prestar
setið Vatnsfjörð síðustu sjö
áratugina.
„Séra Þorsteinn fékk lausn
árið 1955 en eftir það bjuggu
hér Þórður og Salome þangað
til ég tók við staðnum. Séra
Þorsteinn er síðasti prestur í
Vatnsfirði sem segja má að
hafi búið hefðbundnu búi og
hélt vinnumenn og vinnukon-
ur og stórt heimili. Ég kem
einmitt á þeim tímum þegar
hlutirnir eru í þann veginn að
breytast."
Samferðamenn
Séra Baldur verður nokkuð
hugsi þegar hann er spurður
um samferðamennina fyrsta
spölinn á lífsleiðinni við Djúp.
„Já, samferðamennirnir.
Þegar ég kom á bryggju í
Vatnsfirði var þar fyrir Páll í
Þúfum, sonur Páls sem á sín-
um tíma var prófastur í Vatns-
firði. Hann var hjá mér með-
hjálpari í kirkjunni í mörg ár
og við höfðum margt saman
að sælda. Hann er mér ákaf-
lega minnisstæður maður.
Hann var annálaður fyrir að
halda þétt utan um sveitar-
sjóðinn. Það líkaði mér vel.
Æðeyjarbræðurnir, sem kall-
aðir voru, eru mér einnig ríkir
í minni. Það voru þrjú systkini
í Æðey og ég kom þar nokkuð
oft. Þá eins og nú var Æðey
alveg sérstakur punktur í
tilverunni, náttúrufegurð og
iðandi fuglalíf og gaman þar
að koma, bæði þá og síðar.
Síðan kemur yngri kynslóðin
fram á sjónarsviðið við Djúp,
Kjartan í Unaðsdai og Engil-
bert á Tirðilmýri og fleiri og
fleiri. Fyrir innan Kaldalónið
bjó Þórður Halldórsson, sam-
starfsmaður minn í mörg ár,
meðhjálpari fyrstíbænhúsinu
á Melgraseyri og síðan í
kirkjunni. Þórður sagði mér
ákaflega margt frá liðinni tíð
við Djúp. Nú, síðan var
Sigurður á Laugabóli og kona
hans. Sigurður var skemmti-
legur maður og minnisstæður
fleirum en mér. í Ögursveit er
Hafliði bóndi í Ögri þegar ég
kem, Ólafsson, og kona hans
Líneik. Hún lék á orgelið við
kirkjulegar athafnir. Þar tók
síðan við búi Halldór sonur
þeirra. Ég man Bjarna í Vigur
mjög vel og konu hans, systur
Haraldar Björnssonar leikara.
Síðan er mér afar minnis-
stæður Baldur svili minn sem
ernýlegadáinn og égjarðsöng
í Ögri. Margir fleiri eru mér
minnisstæðir, sem voru mér
samtíða og störfuðu á ýmsan
hátt við kirkjurnar, svo sem
Páll Jóhannesson í Bæjum í
Unaðsdalssókn, sem síðastur
bænda hætti þar búskap fyrir
nokkrum árum. Einnig Ása
Ketilsdóttir á Laugalandi, er
verið hefur safnaðarformaður
í Melgraseyrarsókn árum
saman.
Eins og ég sagði við útför
svila míns og nafna, þá andar
í Vigur gömul saga úr veggj-
um. Æðey og Vigur standa
alltaf fyrir sínu. Þó að Djúpið
fari nú í eyði, eins og menn
segja og vel má vera, þá finnst
mér með ólíkindum ef þessar
eyjar fara í eyði. Miklu fleiri
mætti nefna af þeim sem ég
kynntist fyrstu árin. Það yrði
að vísu heldur langt mál.
Heppinn með granna
Ég var heppinn að eiga
snemma góða nágranna. Þar
nefni ég fyrst hjónin í Mið-
húsum, Hans og Stefaníu.
Hans tók við meðhjálpara-
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 7