Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 6
Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði,
verður sjötugur á morgun, fímmtudaginn 22. júlí.
Hann er löngu landskunnur fyrir skemmtileg og
sérkennileg tilsvör og jafnvel hálfgerðan gal-
gopaskap. Þeir sem þekkja hann betur meta hann
þó öllu frekar sem ræðumann einhvern bestan í
klerkastétt íslenskri. Orðafarið er meitlað, líkingar
óvæntar, myndmálið frumlegt og snjallt. Mað-
urinn er víölesinn og minnugur og* hefur rnark-
vissar tilvitnanir og tilvísanir jafnan á hraðbergi.
Stólræðumar hans eru oft fremur stuttar en standa
lengur við í huganum en margar orðfleiri. Þær eru
í raun engum öðrum líkar. Útfararræður séra Baid-
urs eru jafnan frábærlega vandaðar og vei samdar.
k Eftir áratuga þjónustu í fámennu prestakalli gjör-
I þekkir hann alla sem hann kveður hinstu kveðju
Þessi þáttur um séra Baldur
mætti vel hei ta Tveggja heitna
sýn ef ekki vildi svo óheppi-
lega til, að það er einmitt ís-
lenska nafnið á sjónvarps-
þáttaröðinni Millennium.
Baldurkom fVatnsfjörð ungur
maður, beint inn í veröld sem
var. Þegar hann vaknaði á
morgnana í kvistherbergi í
Vatnsfirði fyrsta sumarið
heyrði hann ekki gný dráttar-
véla heldur hvissið þegar
sláttumaðurinn skáraði með
orfi og ljá eins og tíðkast hafði
í þúsund ár. Skurðgrafan var
ekki byrjuð að þagga niður í
fuglunum í mýrinni.
Skýrslur til biskups
Nú er séra Baldur í Vatns-
firði að láta af embætti próf-
asts í Isafjarðarprófastsdæmi,
en því hefur hann gegnt í ára-
tug eða þar um bil. Undirrit-
aður hefur lesið í Árbókum
kirkjunnar skýrslur hans til
biskups, en þeim ber próföst-
um að skila á hverju ári.
Skýrslur séra Baldurs eru
engu líkar, frekar en ræðurnar
hans - stíltegundum ægir
saman líkt og hjá Þórbergi,
skil alvöru og alvöruleysis
óglögg; samanbarinn kansell-
ístíll ævagamall innan um
náttúrusýn Jónasar Hallgnms-
sonar; útsmoginn húmor og
háð í ætt við Guðberg Bergs-
son; sveitalífslýsingar í anda
Jóns Trausta og Guðrúnar frá
Lundi; símskeytastfll; Islend-
ingasögur. Segið svo að
skýrslur þurfi að vera leiðin-
legar. f einni skýrslu Baldurs
til biskups er tilvitnun í kveð-
skap. Ekki er það samt séra
Hallgrímur. Ekki séra Matt-
hías. Það er ekki einu sinni
sálmur. Ekki einu sinni eftir
mann kristinnar trúar, heldur
hinn heiðna vígamann og
skáld Egil Skallagrímsson
sem barðist einn við átta og
ellefu tvisvar en varð ellidauð-
ur og fór til Heljar og var
jarðsettur þrívegis í Mosfells-
sveitinni.
Hver tími hefur
sín einkenni
Þegar skáldið sem leysti
ljótt höfuð sitt á Englandi ber
á góma í tali okkar færist séra
Baldur í ham og þylur drótt-
kvæðar vísur bókarlaust
hverja af annarri og ekki allar
mjög kristilegar: Látum
blóðga búka / í borghliðum
sævask; sjá nánar Egils sögu.
„Þessar sögur eru mér og
öðrum hugleiknar og eiga að
vera það. En hver tími hefur
sín einkenni og auðvitað
hljóta að koma fram nýir
tónar.“ Og Baldur viðurkennir
að Ijá ekki einungis Agli
Skallagrímssyni og Páli post-
ula eyru, heldur einnig arftök-
um þeirra í nútímanum á borð
við Botnleðju og Skítamóral
og Quarashie í útvarpi og
myndvörpu. „Eg hef gaman
af sumu af þessu. Eg hef ekk-
ert vit á músík enda á maður
ekkert að hafa vit á henni
heldur að hlusta á hana.“
Hollar ábendinpar
Andlitsmyndir fylgja
skýrslum prófastanna í Ár-
bókunum; flestir eru þeir áber-
andi guðræknir og kristilegir
á svipinn (ætli Jón Aðalbjörn
ljósmyndari í Kópavogi sér-
hæfi sig f guðrækilegum
svip?) - nema Vatnsfjarðar-
prófastur. Að minnsta kosti í
Árbók kirkjunnar 1996 glottir
hann kvikindislega eins og
hæfír við hliðina á eftirfarandi
klausu í ársskýrslu sinni, þar
sem hann er að fjalla um bréf
frá Biskupsstofu: „...lxið
merkasta skrif ef grannt er
lesið; fullt hollra ábendinga,
svo sem að í hófi skal lengd
hins árlega pistils prófasts í
Árbók. Þá er oghollábending
að nýlegar myndir afoss skulu
sendar til birtingar og ber sú
vottfagurs hugar í vorn garð,
þeirra erfríkka með aldri, en
hin fyrrí rituð ífullvissu þess
að oft er í löngu máli lítið
sagt. Skilist í fyrstu viku
mars. “
Um þetta segir séra Baldur
aðinntur: „í þessari skýrslu-
gerð minni í Árbókinni, sem
þú vitnar til, hef ég kannski
brugðið frá því hefðbundna,
að telja einungis upp fjölda
funda, þó að það sé vissulega
nauðsynlegt líka. Eg hef hafl
gaman af því að skrifa þetta.
Ég hef haft gaman af því að
skrifa það litla sem ég hef
skrifað. Ég hef verið latur við
slíkt. Stundum hef ég verið
beðinn að taka eitthvað sam-
an. Reyndar á ég í fórum mín-
um eitthvað héðan úr Djúpinu,
um sögu Djúpsins og hvernig
þetta eyddist og hvenær.“
Gamlir höfundar op ynpri
Séra Baldur segir það styrk
fyrir prest að vera vel lesinn,
til þess að skilja mannlífíð
betur. Hann segist hafa
hneigst seinni árin til að lesa
eldri höfunda; hins vegarsíður
en áður yngri höfunda eins og
Snorra Sturluson - sem er nú
venjulega ekki talinn mjög
ungur höfundur, d. 1241.
„Sannleikurinn er sá, að
löngu, löngu á undan Snorra
skrifuðu menn ágætar bók-
menntir. Ég nefni nú bara það
sem fólk ætti að kannast við,
svo sem Pál postula og Gamalt
testamenti, sem kallað er. Og
eftir að ég fór að bæta við mig
í grísku, sem ég hafði nú lært
í guðfræðideildinni en þótti
fyrnast með árunum, þá hef
ég verið að glugga í þá gömlu,
Grikkina. Það er ágæt lesn-
ing.“
Séra Baldur er fæddur á
Hofsósi í Skagafirði 22. júlí
1929. Hann gekk þar í barna-
skóla en fór snemma í sveit á
sumrin, bæði að Skálá og síð-
an að Reynistað hjá frænd-
fólki, Jóni þingmanni og konu
hans, og var þar í fimm eða
sex sumur. Eftir unglingapróf
á Hofsósi fór hann í Mennta-
skólann áAkureyri og tók inn-
tökupróf árið 1944. MA var
þá sex vetra skóli sem hófst á
gagnfræðadeild. Baldur lauk
stúdentsprófi vorið 1950, fór
þá um haustið í guðfræðideild
Háskóla Islands og lauk
guðfræðiprófi vorið 1956.
Reyndar gerði hann hlé á nám-
inu einn vetur og kenndi þá í
Skagaskólahverfi í Húna-
vatnssýslu.
Eftir guðfræðipróf lá leiðin
vestur að Djúpi. „Ég kom hér
4. júní 1956 og hafði tekið
vígslu daginn áður. Þegar ég
fór vestur var allt orðið grænt
í görðum fyrir sunnan. Ég
sigldi inn Djúpið með Fagra-
nesinu og mér er minnisstætt
að þá var allmikil snjóræma
með Snæfjallaströndinni og
jafnvel skaflar á túnum og yfir-
bragð allt annað en syðra.“
Til Vatnsfjarðar
Baldur hafði aldrei áður á
Vestfirði komið. Hann er
spurður um myndina þegar
hann kemur með bátnum inn
Djúpið og lítur Vatnsfjörð í
fyrsta sinn.
„Myndin er töfrandi. Það
var logn og blíða og sólskin
og Djúpið spegilslétt þegar
við sigldum inn, fuglalíf í al-
gleymingi bæði á sjó og landi,
selur í sjónum og allt yndis-
legt. Ég var spurður um borð,
mig minnir að það hafi verið
skipstjórinn, Gfsli heitinn,
tengdafaðir hans Gunnlaugs
Jónassonar: Ertu nýi prestur-
inn? Ég kvað svo vera og hann
bauð mig velkominn og ósk-
aði mér til hamingju. Síðar
kynntist ég þessum manni all-
vel og fór með honum margar
ferðir, tneðal annars eina sem
var mikil svaðilför, en slíkar
fór ég nokkrar hér um Djúp.
Á bryggjunni í Vatnsfirði var
mættur Páll Pálsson, bóndi í
Þúfum, oddviti og sóknar-
nefndarformaður, og tók á
móti mérog við gengum sam-
an heim á staðinn.“
- Umgjörðin þegar þú
komst í fyrsta sinn á Vatns-
fjarðarstað var fögur og frið-
sæl - en hvað bærðist innra
með þér?
„Ég var búinn að hanga í
skóla í mörg ár og þetta var
mér allt eins og nokkurs konar
opinberun, töfraheimur sem
ég hafði ekki kynnst þó að ég
hefði verið í sveit. Þó að mig
hati stundum langað til að lýsa
þessari tilfmningu, þá er ekki
hlaupið að því. En eitthvað
þessu líkt hafa ýmsir fundið.
Þegar ég kom í Vatnsfjörð var
hér bóndi með fjölskyldu sinni
og ég var fyrst í einu herbergi
í gríðarlega stóru timburhúsi
sem hafði verið reist rétt eftir
aldamótin, skammt frá kirkj-
unni. Ég bjó á kvisti sem sneri
hér f austurátt, út að sjónum.
Fyrsta morguninn vaknaði ég
í sólskini og logni og gekk
hér um og var að átta mig á
umhverfinu, kynnast fjörunni
og fuglalífinu. Á morgnana
eldsnemma var oft einstaklega
fagurt að sjá út á Djúpið þegar
sól var skammt farin himins
yfir austurfjöllunum.“
Með kerru op hest
Það voru kallaðir bátsdagar
þegar Fagranesið kom, tvisvar
í viku á þessum árum. „Þegar
ég gekk niður á bryggju næsta
bátsdag eftir að ég kom hing-
að, þá kemur þar gamall mað-
ur með kerru og hest, Jó-
hannes Dósótheusson á
Sveinhúsunt. Hann mun hafa
verið síðasti maður hér um
slóðir með kerru og hest. Mig
minnir að Hans Valdimarsson
í Miðhúsum, nágranni minn
til margra áratuga, hafi komið
með sínar vörur á klakk, og
eins þeir í Þúfum. Þetta var
áður en bfll kemur hér í sveit-
ina. Þetta gaf mér innsýn í
gamlan tíma. Ekki man ég
hvenær Hans í Miðhúsum
kom síðast á bryggjuna með
klyfjahest."
- Ungur maður á ókunnum
stað, einn í kvistherbergi...
6
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999