Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 21.07.1999, Blaðsíða 12
20-30% AFSIÁTTUR AF FILA FATNAÐI OG SKÓM vesturÝspori AÐALSTRÆTI 27 J/ SÍMI 456 3602 Golf Auðunn ineistari Meistaramótum ís- lenskra golfklúbba lauk á sunnudag, en þetta eru fjögurra daga mót frá fimmtudegi til sunnu- dags. Hjá Golfklúbbi fsa- fjarðar voru leiknar 72 holur í karlaflokkum en 18 holur í flokkum kvenna og unglinga. Ur- slit urðu þessi (innan sviga er höggafjöldi án forgjafar og síðan forgjöf í karlaflokkum): í 1. fl. karla kepptu aðeins tveir. Auðunn Einarsson sigraði (303- 2) en í öðru sæti varð Kristinn Þ. Kristjánsson (338-10). I 2. flokki karla sigraði Björn Helgason (351- 18), annar varð Halldór Bjarkason (352-17) og þriðji Ingi Magnfreðsson (359-17). í 3. fl. karla sigraði Magnús Gíslason (369- 23), annar varð Ólafur ÞórGunnarsson (381-23) og þriðji Vilhjálmur Antonsson (390-27). í unglingaflokki kepptu tveir. Gunnlaugur Jónasson sigraði (98) en í öðru sæti varð Gunnar Ingi Elvarsson (125). í drengjaflokki sigraði Sigurður F. Grétarsson (95), annarvarðBirkirH. S verrisson (103) og þriðji Loftur Gfsli Jóhannsson (129). I kvennaflokki sigraði Anna Ragnheiður Grét- arsdóttir (111), önnur varð Guðríður Sigurðar- dóttir (116) og þriðja Kristín Karlsdóttir (119). í stúlknaflokki sigraði Aðalbjörg Sigurjónsdótt- ir (129), önnur varð Haf- dís Sunna Hermannsdótt- ir (179) og þriðja Arna Grétarsdóttir (192). í telpnaflokki var Ás- rún Sigurjónsdóttir eini keppandinn (170). Skemmtiferðaskipið Victoria, sem siglir undir breskum fána, kom til Isafjarðar á laugardaginn með liðlega 700farþega. Victoria er stœrst skipanna sem hingað koma í sumar, eða um 29.000 tonn, og með flesta farþegana. I áhöfninni eru 417 manns. A annarri myndinni er Victoria á legunni út af Norðurtanganum en á hinni eru farþegar að fara um borð í einn af skipsbátunum að loknum kynnisferðum í landi. Að fanga fegurð himinsins OPHD /isrka daga kl. 09-23 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-23 Kjoriisbjftðj OPIÐ: i .... Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Myndlistarsýning í Edin- borgarhúsinu á ísafirði á Iaugardag varendapunkturinn á hálfs mánaðar myndlistar- námskeiði fyrir börn og ungl- inga. Námskeið þetta var haldið á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar að frumkvæði Elísabetar Maríu Ástvaldsdóttur, leikskóla- kennara á Sólborg á Isafirði, en hún er með framhalds- menntun f listuppeldi barna. Kennari auk hennar var Andr- ína Guðrún Jónsdóttir, grafík- er í Reykjavík, sem einnig á RudolfSteineruppeldisfræði- nám að baki, en hún kom vestur í þessu skyni. Mannskapurinn var að störfum kl. tíu til fjögur á daginn og snæddi hádegisverð saman. Vinnan byggðist á því að skoða nánasta umhverfi sitt og opna hugann fyrir fegurð þess. Krakkamir fóru niður í Neðsta, horfðu á fjöllin og sjóinn, sáu fegurð himinsins speglast í haffletinum, gaum- gæfðu litbrigði náttúrunnarog höfðu með sér skissubækur. Þegar inn var komið var farið að vinna úr þeim drögum og áhrifum sem safnað hafði verið. „Tilgangurinn með nám- skeiði sem þessu er að rækta það myndmál sem allir búa yfir og hjálpa börnunum að uppgötva hjá sjálfum sér : ,Hn|jrí nx. Em eiginleika sem þau hafa ekki haft tækifæri til að rækta - og jafnframt að njóta þeirrar gleði sem felst í því að uppgötva eitthvað nýtt“, sagði Elísabet. Hún hefur starfað á Sólborg frá því í fyrrahaust, þegar hún kom aftur heim til Isafjarðar eftir tíu ára fjarveru. Nú var hún að láta þann draum rætast, að halda námskeið af þessu tagi með fulltingi menntaðs myndlistarmanns. Á annarri myndinni eru nokkriraf krökkunum ánám- skeiðinu ásamtAndrínu (t.v.) og Elísabetu (t.h.). Á hinni myndinni er Jón Kolbeinn Guðmundsson og gefur sér varla tíma til að líta upp frá vinnu sinni á námskeiðinu. Sunnudaga kl. 12 - 18 (/ír/J AUSTURVECiI 2 • SÍMI 456 5460

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.