Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 1
Myndarammar I gftSkiu úrvali BÓKHLAÐAN SÍMi 456 2(23 Stofnað 14. nivember 1884 • Sími 456 4588 • Fax 456 4584 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 288 m/vsk Hugarfarið skiptir mestu niáli - segir Guðmundur Kristjiinsson, útgerð- armaður frá Rifi, sem nú er orðinn lang- stærsti hluthafi í Básafelli hf. Sjá nánar viðtal í miðopnu. Frá stofnfundinum. F.v. Guðni Geir Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir, Egill Jónsson og Pétur H. Pálsson. Stofnfundur Fiskvinnslunnar Fjölnis hf. á Þingeyri Stofnfundur Fiskvinnsl- unnar Fjölnis hf. var haldinn á Þingeyri sl. laugardag. Har- aldur L. Haraldsson hagfræð- ingur hefur að undanförnu undirbúið stofnun þessa nýja fyrirtækis fyrir hönd Isafjarð- arbæjar og var rækilega greint frá öllum meginatriðum í for- sendum þess, skipulagi og markmiðum hér í blaðinu í síðustu viku. Megináhersla verður lögð á landvinnslu, sem veiti 25 til 30 manns vinnu fyrst um sinn. Síðan er gert ráð fyrir að manna þurfi tvo línubáta með samtals um 30 menn. Stefnt er að því að Fjölnir hf. stofni einkahlutafélag um rekstur fiskmarkaðar á Þing- eyri og veiti það fyrirtæki skipum og bátum ýmiskonar þjónustu, auk þess að vera uppboðsmarkaður, með svip- uðu fyrirkomulagi og nú er á Djúpavogi og greint var frá í samtali við Harald L. Haralds- son í BB í síðustu viku. Stofnfélagar í Fiskvinnsl- unni Fjölni eru sautján og hlutafé 400 milljónir króna. Stærstu hluthafareru Vísirhf. í Grindavík með 195 milljónir króna, Burðarás hf., eignar- haldsfélag Eimskipafélags Islands með 100 milljónir og Byggðastofnun með 100 milljónir. Aðrir eiga langtum minni hluti, en þeir eru Plast- verk ehf., ísafirði, Friðný Jó- hannesdóttir, ísafirði, Hákon Oddur Guðbjartsson, ísafirði, Guðni G. Jóhannesson, ísa- firði, Sigurður R. Olafsson, Isafirði, Sjómannafélag ís- firðinga, Jóhannes Þorsteins- son, Isafirði, Guðmundur Ing- varsson, Þingeyri, Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri, Gunnar Friðftnnsson, Þing- eyri, Halldór J. Egilsson, Þingeyri, Guðrún S. Bjarna- dóttir, Þingeyri, Birna Lárus- dóttir, Þingeyri, og Sævar Gunnarsson, Þingeyri. I þriggja manna stjórn fé- lagsins voru kjörnir Pétur Haf- steinn Pálsson, Grindavík, formaður (frá Vísi hf), Egill Tryggvason, Reykjavík (frá Burðarási hf.), og Stefán Guð- mundsson, Sauðárkróki (frá Byggðastofnun). í varastjórn eiga sæti Þorsteinn Jóhann- esson, Isafirði, og Bjarni Ein- arsson, Þingeyri. Eitt af fyrstu og brýnustu verkefnum stjórnarinnar er að útvega húsnæði fyrir fisk- vinnslu og koma þar fjórir kostir til greina. Sautján hluthafar, þar af fjórtán af heiiiiaslóðuin g/eti verið W lÉfi STÓRAÁSTINÍ . I l=g LÍFIPÍNU! pmruNvuupp LEIK... OGSNERU T (t ÍÞRÓTTAHEIMINUM Á HV0LF! HAMRABOI Simi: 456 3166 ORG

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.