Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 9
Litlibær í Skötufirði í ísafjarðardjúpi
Eigendur Litlabœjar í Skötufirði, hjónin Kristján Kristjánsson og Sigríður Hafliðadóttir á Hvítanesi.
Þjóðminjasafnið stefnir að
því að bjarga íbúðarhúsinu að
Litlabæ í Skötufirði undan
tönn tímans og gera það upp
eins og það var í upphafi. Hjör-
leifur Stefánsson, minjastjóri
Þjóðminjasafnsins, hefur
skoðað húsið og önnur mann-
virki á jörðinni. Hann segir
að íbúðarhúsið að Litlabæ, en
það var byggt árið 1894, sé í
betra ástandi en önnur hús
við ísafjarðardjúp frá þeim
tíma. Fyrr á öldum voru hús
við Djúp hlaðin úr grjóti að
stærri hluta en tíðkaðist annars
staðar á landinu og Litlibær
er hlaðinn með þeim hætti.
Hús af þessu tagi hefur ekki
áður verið tekið til varðveislu
hérlendis. Ajörðinni eru mörg
önnur mannvirki, svo sem
hringlaga fjárborg ævaforn,
hlaðnir túngarðar og hlaðnir
veggir bátaskýlis, auk útihúsa
og tveggja hjalla. Hjörleifur
segir að síðustu forvöð séu að
bjarga Litlabæ.
Litlibær er í eigu hjónanna
á Hvítanesi þar rétt hjá, Krist-
jáns Kristjánssonar og Sig-
ríðar Hafliðadóttur, og sjálfur
er Kristján frá Litlabæ. Þau
eru mjög áhugasöm um áform
Hjörleifs og vilja greiða götu
Þjóðminjasafnsins í þessu
máli á allan hátt.
Enda þótt húsið að Litlabæ
sé gamalt á íslenskan mæli-
kvarða á búskapur þar sér ekki
langa sögu, að minnsta kosti
ekki á seinni tímum. Abúð á
Litlabæ stóð aðeins í 75 ár,
eðafrá 1894 til 1969. Þarvar
upphaflega tvíbýli, enda þótt
íbúðarhúsið sé afar smátt á
mælikvarða nútímans, aðeins
um eða innan við 40 fermetrar.
Litlabæ byggðu á sínuin tíma
bændurnir Finnbogi Péturs-
son, afi Kristjáns á Hvítanesi,
ogGuðfmnur Einarsson, faðir
Einars Guðfmnssonar útgerð-
armanns í Bolungarvík, og f
þessu smáa húsi fæddist Einar
vorið 1898. ÞeirFinnbogi og
Guðfmnur bjuggu í tvíbýli að
Litlabæ fram til 1917, en þá
fluttist Guðfmnur ásamt fjöl-
skyldu sinni út í Fót. Hans
hluta í Litlabæ keypti þá Pétur
Finnbogason, sonur Finn-
boga, og bjó hann þar til 1930
er hann fluttist að Hjöllum
handan fjarðarins. Frá þeim
tíma var einbýli að Litlabæ.
Kristján Finnbogason tók við
jörðinni af föður sínum og
hafi verið talið að byrgið væri
frá því um landnám. Þegar
hann var ungur komu þar
gamlir menn sem höfðu skoð-
að byrgið þegar þeir sjálfír
voru ungir og virðist sem
hleðslan hafi ekkert haggast
fyrr en á síðari árum eftir að
akvegurinn var lagðurþar hjá.
Vegna titringsins frá umferð-
inni er hún aðeins farin að
láta á sjá.
Það er ánægjulegt hversu
mikinn áhuga bæði Þjóð-
minjasafnið og þau Hvítanes-
hjón sýna varðveislu hinna
merkilegu minja að Litlabæ.
Ekki hefur enn verið neitt
ákveðið um framkvæmdir þar,
en að mati Hjörleifs Stefáns-
sonar ætti að taka í mesta lagi
tvö sumur að koma Litlabæ í
gott horf.
ásamt fjölskyldu sinni
9, er hann fluttist að
ð að Litlabæ er nú
;a frábrugðið því sem
var í öndverðu. Árið 1930 var
byggt við það, en ef húsið
verður endurbyggt verða við-
bæturnar fjarlægðar og reynt
að koma því sem mest í upp-
haflegt horf. Eitt af mörgu sem
er sérkennilegt við Litlabæ,
er að vegna þrengslanna inni
voru byggð við húsið tvö lítil
útieldhús.
Fjárbyrgið að Litlabæ vekur
athygli margra sem leið eiga
um Djúpið, enda er það rétt
við þjóðveginn. Það er hring-
laga, um 10-12 m í þvermál
og minnir afar mikið á hlaðnar
byggingar víða á Irlandi.
Kristján á Hvítanesi segir, að
þegar hann var að alast upp
Fjölþjóðlegur bragur í Minjasafninu á Flateyri
Nær hundrað brúð-
ur frá 23 löndum
þýsk hjón gefa afrakstur áratuga söfnunar víða um heim
Mikill fjöldi þjóðerna hef-
ur einkennt Vestfirði síðari
árin. Nú hefur þetta fjöl-
þjóðlega yfirbragð tekið á
sig nýja mynd, því að til
viðbótar fólki af eitthvað í
kringum 40 þjóðernum hafa
nær hundrað brúður frá 23
löndum sest hér að.
í síðustu viku var á Flateyri
opnað safn af brúðum, sem
þýsk hjón hafa gefið Minja-
sjóði Flateyrar, og komu þau
hingað í boði sjóðsins til að
setja upp safnið.
I snjóflóðinu árið 1995 eyði-
lagðist Minjasafn Flateyrar
og starfsemi þess lagðist þá
niður. Nú hefur Minjasjóður
Flateyrar fengið inni að
Hafnarstræti 4, þar sem
Sparisjóður Önundarfjarðar
var til skamms tíma.
Minjasjóðurinn er þar í
sambýli við Handverkshóp-
inn Purku á meðan hann
hefur ekki eignast sitt eigið
safnahús. Brúðusafnið er
einn af fyrstu vísunum að
nýju safni á Flateyri.
Gefandinn, dr. Senta Siller við brúðurnar sínar í Minjasafninu á Flateyri.
Minjasjóður Flateyrar hefur fengið nær hundrað brúður að gjöf frá þýskunt velunnurum.
Gefendur brúðusafnsins
eru hjónin dr. Senta Siller og
dr. Norbert Pintsch prófess-
or, en þau eru búsett í Ber-
lín. Þau hafa á undanförnum
árum að eigin frumkvæði
unnið að verkefnum í Pak-
istan, Kamerún og Kólum-
bíu í því skyni að efla at-
vinnu á landsbyggðinni þar.
Dr. Senta Siller er grafískur
hönnuður en nam síðan
listasögu og fleiri greinar.
Hún hefur unnið mikið með
konum í fátækum og af-
skekktum byggðum í fyrr-
greindum löndum og m.a.
kennt þeim handverk og að
búa til brúður til að selja
ferðamönnum. Fyrsta verk-
efnið fór af stað í þorpi í
Pakistan árið 1993. Þar
kenndi Senta konum að búa
til brúður sem tengdust
menningu svæðisins og nú
starfa þar um 120 manns við
brúðugerð. Verkefnin í
Kamerún og Kólumbíu eru
svipuð.
Dorothee Lubecki, ferða-
málafulltrúi á Vestfjörðum,
komst í kynni við hjónin og
í framhaldi af því kviknaði
sú hugmynd hjá þeim að
gefa brúðusafnið sitt til
Vestfjarða. Brúðunum hafa
þau safnað víða um lönd
áratugum saman og má
meðal þeirra nefna eina
rússneska sem þau keyptu í
Sovétríkjunum fyrirréttum
fjörutíu árum.
Að hluta til er safninu
ætlað að styðja við ferða-
þjónustu á Vestfjörðum en
öðrum þræði er það líka
tákn fyrir hinar fjölmörgu
þjóðir sem eiga fulltrúa sína
á Vestfjörðum. Brúðurnar
munu væntanlega eiga sinn
þátt í því að tengja saman
ólíka menningarheima og
stuðla að skilningi og
vináttu milli þjóða. Hug-
myndir eru um að nota
safnið m.a. í tengslum við
þemadaga, þar sem gerð
yrðu skil hefðum ólíkra
þjóða og þjóðabrota.
Brúðusafnið á Flateyri er
opið á sama tíma og hand-
verkshúsið Purka eða milli
kl. 13 og 18 alla daga.
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 9