Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 3
t. Hann segir Fjölnisnafnið flölskyldunni afar kært
andi
duna
fellið og var meðal eigenda
Fáfnis hf. fram að þeim tíma
þegar ráðist var í togaraútgerð.
Nú er Vísir hf. fjölskyldufyr-
irtæki. Kristmundur var fljót-
lega keyptur út en Asgeir hætti
fyrir um tíu árum og var þá
keyptur út. Vísir hf. ásamt fé-
lögum sem fyrirtækið á veru-
legan hlut í gerir út línuskip
og rekur saltfiskverkun og
verður nú á þremur stöðum á
landinu, í Grindavík, á Djúpa-
vogi og á Þingeyri.
Vildum ekki keppa
við heimamenn
Að sögn Péturs H. Pálsson-
ar hefur Haraldur L. Haralds-
son staðið sig afar vel við und-
irbúning hins nýja fyrirtækis.
„Og ekki bara hann. Við sögð-
um alltaf þegar verið var að
ræða undirbúning þessa fé-
lags, að ef það væri eitthvert
ósamkomulag hjá þeim sem
kæmu að málinu og upp
kæmu einhverjir valmögu-
leikar sem menn væru að
keppa við, þá hefðum við ekki
mikinn áhuga á þessu. Við
vildum ekki standa í því að
keppa við heimamenn ef þeir
Pétur H. Pálsson, stjórnarformaður Fjölnis hf, nýstofnaðs fiskvinnslufyrirtœkis á Þingeyri.
hefðu eitthvað að bjóða sem
væri sambærilegt við það sem
við værum að gera. Þetta yrðu
þeir að meta sem málinu
stýrðu. Svona gengur aldrei
nema sátt náist. Auðvitað geta
verið skiptar skoðanir meðan
á því stendur, en ef menn fá
ekki fólk með sér, þá þarf ekk-
ert að fara af stað. Samstaða
hjá bæjaryfirvöldum Isafjarð-
arbæjar er grunnurinn að
stofnun þessafyrirtækis“, seg-
ir Pétur.
Fjölnir hf. fær kvotann
en ekki Vísir hf.
Pétur óskaði eftir því að fá
að koma á framfæri hér í blað-
inu leiðréttingu á því sem fram
hafi komið í umræðunni og í
sumum fjölmiðlum að undan-
förnu, að það sé Vísir hf. sem
sé að fá byggðakvóta eða
hlutafé frá Byggðastofnun.
„Þetta virðist vera ríkur mis-
skilningur sem hefur einkennt
umræðuna í fjölmiðlum. Mál-
ið er það, að það er hið nýja
félag sem fær hlutaféð frá
Byggðastofnun og nýtir
byggðakvótann. Við lögðum
aldrei áherslu á að eiga svo og
svo mikið í þessu félagi.
Okkur var al veg sama hvort
við ættum mikið eða lítið í
því. Hvað okkur snertir er
tvennt sem skiptir máli í þessu
efni: Annars vegar að við erum
að styrkja útgerðina hjá okkur
og hins vegar eru persónuleg
tengsl okkar við staðinn, sem
okkur þykir mjög vænt um.
Þar sem þetta fór saman, þá
vorum við til.“
Ekki fjárfest í skipi
Ekki er gert ráð fyrir, að
Fiskvinnslan Fjölnir hf. fjár-
festi í skipi til útgerðar, heldur
verði gerður samningur við
Vísi hf. um að landa a.m.k.
2000 tonnum hjá hinu nýja
félagi gegn því að veiða kvóta
þess. Þannig verði lögð meg-
ináhersla á að kaupa kvóta í
stað þess að fjárfesta í skipi
til útgerðar. Þannig verði
meira fjármagn til kvótakaupa
og einnig opnist möguleikar
á að auka með kvótaviðskipt-
um það magn, sem kemur til
vinnslu hjá fyrirtækinu.
Byggðakvútinn
fimmfaldaður
Stefnt er að því, að Fisk-
vinnslan Fjölnir hf. verði
byggð upp í anda þeirrar
stefnu, sem stjórn Byggða-
stofnunar hefur lagt áherslu á
við úthlutun byggðakvótans,
þ.e. að hann nýtist til frekari
kaupa á veiðiheimildum. Gert
er ráð fyrir við stofnun fé-
lagsins, að 387 tonna byggða-
kvótinn. sem úthlutað var til
Isafjarðarbæjar og samþykkt
hefur verið að fyrirtækið fái
til afnota næstu fimm árin,
verði liðlega fimmfaldaður,
þannig að til verkunar komi
a.m.k. 2000 tonn á ári, þar af
auk byggðakvótans 1600 t.
hrein viðbót inn á svæðið.
Súðavíkur-
hreppur
Súðavíkurskóla
vantargrunnskóla
kennara tilstarfa
Súðavíkurskóli er í nýju og glæsilegu hús-
næði, sem samanstendur af grunnskóla,
leikskóla og tónlistarskóla, ásamt íþrótta-
húsi, bókasafni og mötuneyti.
Skólinn er einsetinn, vel búinn tækjum og
er vinnuaðstaða góð.
Meðal kennslugreina er almenn bekkjar-
kennsla, valgreinar, íþróttir og tónmennt.
Súðavíkurhreppurgreiðirlauneftirsér-
kjarasamningi. Nýtt húsnæði til staðar.
Súðavík er góður kostur.
UpplýsingarveitaAnna Lind Ragnarsdóttir,
skólastjóri, íheimasíma 456 4985, vs. 456
4924 og sveitarstjóri, Ágúst Kr. Björnsson,
í síma 456 4912, heimasími 456 5901.
Munið áskriftarsímann 456 4560
ísafjörður
Drauma-
höggið
Þrjátíu og fimm kylfing-
um hefur tekist að fara
holu í höggi á þessu ári
samkvæmt lista Einherja-
klúbbsins svonefnda.
I þeim hópi er einn Is-
firðingur, Gunnar P. Ola-
son, sem fór holu í höggi
fyrr í sumar og greint var
frá hér í blaðinu.
Einn kylfmganna náði
„draumahögginu" tvisvar
á árinu, en það var Sigurð-
ur Pétursson, golfkennari.
Fjölnir hf.
Kostar
samning
Fjölnir hf., hið nýstofn-
aða fyrirtæki á Þingeyri
kostar sérstakan skóla-
samning milli grunnskól-
ans á Þingeyri og Tölvu-
skólans Framtíðarbarna
næstu þrjú skólaár.
Frá þessu var gengið á
stofnfundi félagsins um
helgina. Samningur inni-
felur aðgang að námsefni
Futurekids International
sem hefur verið þýtt á ís-
lensku og staðfært.
ísajjörður
Verslun
á Netinu
Kynningarfundurá verk-
efninu „Verslun á Vest-
fjörðum við upphaf nýrrar
aldar. Um verslun á Netinu
og viðhorf vestfirskra"
verður haldinn á vegu m At-
vinnuþróunarfélags Vest-
fjarða og Kaupmannafé-
la^ Vestfjarða á morgun
kl. 8 í Þróunarsetri Vest-
fjarða.
A fundinum mun Björn
Garðarsson gera grein fyrir
niðurstöðum verkefnisins.
Vesturfrakt
Sjálfstæöir
Ves tfiröingar
flytja meö okkur!
Afgreiösla á ísafiröi: )
Ásgeirsgata 3 (viö hliöina á Vestra-húsinu)
Vikan
framundan
Miðvikudagur 18. ágúst
Þennan dag árið 1992 slas-
aðist lögreglumaður alvar-
lega þegar maður sem grun-
aður var um fíkniefnasölu
lenti í árekstri við lögreglu-
bíl í Mosfellsbæ. í bíl hins
grunaða fundust 1,2 kg af
kókaíni, sem var langmesta
magn þess efnis sem lagt
hafði verið hald á hér á
landi.
Fimmtudagur 19. ágúst
Þennan dag árið 1964 sló
kvikmyndin A Hard Days
Night með The Beatles öll
sýningarmet er hún var
frumsýnd í Tónabíói.
Föstudagur 20. ágúst
Þennan dag árið 1982 komu
á milli tvö og þrjú hundruð
marsvín að landi á Rifí á
Snæfellsnesi og voru lang-
flest þeirra rekin á haf út.
Hafði ekki áður tekist að
bjarga svo mörgum marsvín-
um.
Laugardagur 21. ágúst
Þennan dag árið 1973 lék
Asgeir Sigurvinsson sinn
fyrsta leik sem atvinnumað-
ur í knattspyrnu en skömmu
áður hafði hann skrifað und-
ir samning við belgíska fé-
lagið Standard Liege. Ásgeir
var þá 18 ára en hann hætti
atvinnumennsku árið 1990.
Sunnudagur 22. ágúst
Þennan dag árið 1993 varð
Kristján Helgason, 19 ára,
heimsmeistari í snóker í
flokki 21 árs og yngri á móti
í Reykjavík.
Mánudagur 23. ágúst
Þennan dag árið 1967 töp-
uðu Islendingar fyrir Dönum
í landsleik í knattspyrnu á
Idrætsparken í Kaupmanna-
höfn með fjórtán mörkum
gegn tveimur. Mörk íslend-
inga gerðu Helgi Númason
og Hermann Gunnarsson.
Þriðjudagur 24. ágúst
Þennan dag árið 1968 var
Norræna húsið í Reykjavík
vígt. Það var byggt eftir
teikningum Finnans Alvars
Aalto. Fyrsti forstöðumaður
hússins var Norðmaðurinn
Ivar Eskeland.
r
Askrifendur
athugið!
Enn eiga fjölmargir
áskrifendur eftir að gera skil
á áskriftargjöldum BB fyrir
maí-júní og nokkrir vegna
fyrri mánaða. Það eru
vinsamlegt tilmæli til
áskrifenda að þeir geri skil
hið fyrsta svo komist verði
hjá innheimtuaðgerðum.
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 3