Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 5
Úttekt á netverslun á Vestfjörðum og viðhorfum til hennar Vestfirsk fyrírtækí nokk- uð vel með á nótunum að utan á sínum nýja grunni. Húsið, sem er um 160 fermetrar, var sagað í tvennt og hlutarnir fluttir hvor í sínu lagi. Sigurlaug- ur Baldursson sá um flutn- inginn en Jón Veturliðason lagði til vagninn. Ferða- lagið gekk mjög greiðlega og vel að öðru leyti en því, að einn ljósastaur rétt inn- an við Hnífsdal var lagður að velli. Byrjað var á flutningnum eftir hádegi og allt var komið á sinn stað fyrir kl.23. ísaQörður Námskeið fyiir þátt- takendur í sýningum Útflutningsráð Islands hefur ákveðið að efna til námskeiðs á ísafirði sem ætlað er þátttak- endum í vörusýningum. „Eitt af meginmarkmiðun- um með námskeiðinu er að dýpka skilning fólks á eðli vörusýninga, búa starfsmenn og stjórnendur sem best undir þátttöku í þeim og nýta þannig þá fjárfestingu sem lagt er í" segir í frétt frá Útflutningsráði. Leiðbeinandi á námskeið- inu er Jón Þorvaldsson, ráð- gjafi og framkvæmdastjóri kynningarfyrirtækisins Eflis. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði og hef- ur veitt fjölda fyrirtækja ráð- gjöf um skipulagningu sýn- ingarbása og framgöngu starfsfólks á sýningum erlend- is sem hér heima. Námskeiðið á ísafirði verð- ur haldið fimmtudaginn 19. ágúst og þurfa þátttökutil- kynningar að berast til Aðal- steins Oskarssonar, hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450 3000. Auglýsingar og áskrift sími 4564560 í sumar hefur Björn Garð- arsson unnið að verkefni um verslun á Netinu og viðhorf kaupmanna og annarra sem stunda þjónustu áVestfjörðum til þess. Verkefni þetta var unnið fyrir Starfsmenntasjóð verzlunarmanna í ísafjarðar- bæ, Kaupmannafélag Vest- fjarða og Atvinnuþróunarfé- lag Vestfjarða. Viðfangsefnið var að líta á þá þróun sem átt hefur sér stað í verslun og viðskiptum á Netinu og hvað þar býr að baki. Einnig að kanna viðhorf stjórnenda og forsvarsmanna Á hluthafafundi í Bása- felli hf. sem haldinn var á Hótel ísafirði á fimmtudag í síðustu viku, voru kosnir fjórir nýir stjórnarmenn. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, náði þá meirihluta í stjórninni í kjölfar þess að hann hefur keypt um það bil 40% hlut í fyrirtækinu. I ljósi hlutafjárkaupaGuð- mundar Kristjánssonar á hlutabréfum Arnars Krist- inssonar og Olíufélagsins hf. var ljóst að mannabreytingar myndu verða á stjórn fyrir- tækisins. Sú varð raunin og tryggði Guðmundur sér meirihluta með þrjá af fimm stjórnarmönnum. Ásamt Guðmundi sjálf- um, sem kjörinn var stjórnar- formaður, eru í stjórninni þeir Hjálmar Þór Kristjáns- son,bróðirGuðmundar, Sig- urbjörn Magnússon, lög- fræðingur, Gunnar Hjaltalín, löggiltur endurskoðandi, vestfirskra verslunar- og þjón- ustufyrirtækja til Netsins og hvort og þá hvernig þeir hyggjast bregðast við hinni öru þróun sem á sér stað í viðskiptum á Netinu. I niðurstöðum Björns kem- ur fram, að vestfirsk fyrirtæki virðast vera nokkuð vel með á nótunum og gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem Netið býður upp á. Þannig eru yfir 60% þeirra fyrirtækja, sem tóku þátt í könnun sem gerð var, ýmist komin með heimasíðu á Netinu eða gera ráð fyrir að vera komin með sem situr í stjórninni í krafti hlutafjáreigenda á Flateyri og Pétur Sigurðsson, forseti AS V, sem situr í stjórninni fyrir hönd verkalýðsfélagsins heimasíðu fyrir lok ársins 2000. Einnig kemur fram, að nærri 40% þeirra sem svara hafa keypt vöru eða þjónustu yfir Netið. Það er talsvert hærra hlutfall en fram kom í könnun sem Gallup gerði og sagt var frá í Morgunblaðinu 26. júlí sl. Almennt eru stjórnendur og forsvarsmenn vestfirskra fyr- irtækja á því, að netverslun eigi eftir að aukast, en vara- samt er að fullyrða að hún leysi vanda vestfirskrar versl- unar eða ógni henni frekar en annar verslunarmáti. Þó er Baldurs og LífeyrissjóðsVest- firðinga. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Isafjarðarbæjar sat í fráfarandi aðalstjórn félagsins mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast og virkja Netið í þjónustu fyrirtækja, ef tækifæri gefast. Það er mat Björns Garðars- sonar, að enn sem komið er felist helsti hagur af vefvæð- ingu íbættri ímynd fyrirtækis, þar sem hún gefi því nútíma- legt og framsækið yfirbragð. Einnig að vera tæki til sam- skipta við viðskiptavini og aðra, svo og tæki til að safna upplýsingum. Verkefnið er aðgengilegt í heild á heimasíðu Atvinnu- þróunarfélagsins á Netinu. frá bæjarfélaginu. Andri Árnason, lögfræðingur er hins vegar í varastjórn fyrir hönd Isafjarðarbæjar. Ný stjórn kjörin á hluthafafundi í sjáyarútvegsfyrirtækinu Básafelli Guðmundur Krístjánsson kjörínn formaður stjórnar Að afloknum hluthafafundi íBásafelli hf seni haldinn var á Hótel Isafirði. F.v. Kristinn Jónasson, bœjarstjóri í Snœfellsbœ, Hjálmar Þór Kristjánsson, Guðmundur Kristjánsson og Sigurbjörn Magnússon. Þeirþrír síðastnefndu eiga allir sæti í nýrri stjórn Básafells. en þar er ekki lengur fulltrúi Knattspyrna sjö manna liða r Bolvíkingar Islands- meistarar í 4. flokki Strákarnir í 4. flokki UMFB í fótbolta (13-14 ára) eru ís- landsmeistarar í keppni sjö manna liða. Úrslitakeppnin fór fram í Grundarfirði um helgina og kepptu þar þau fimm lið sem sigruðu í undan- farandi riðlakeppni, en allt tóku þátt í henni milli 20 og 30 lið af öllu landinu I sjö manna fótbolta er spil- að á þveran völl. Auk þeirra sjö sem eru inni á vellinum í hvoru liði er heimilt að hafa fimmtil viðbótaráleikskýrslu íhverjum leik. I úrslitakeppn- inni léku allir við alla. Bol- víkingarnir unnu alla sína leiki og heildarmarkatalan var 31:5. Síðasti leikurinn var á móti Sindra frá Höfn í Horna- firði. Það var hreinn úrslita- leikur og vannst 2:1. Drýgstir í markaskorun í liði Bolvíkinga voru þeir Sig- urjón Rögnvaldsson og Guð- íslandsmeistarar Bolungarvíkur í 4. jiokki í knattspyrnu 7 manna liða 1999. mundurJónssonenannars var Þetta var þriðji sigur bol- semkepptuliðfrásmærribæj- skorunin töluvert dreil’ð. Fyr- vísku strákanna í 4. flokki á arfélögum. Síðan sigruðu A- irliði var Stefán Karlsson en móti í sumar. Fyrstu helgina í og B-lið Bolvíkingaí4. flokki þjálfararþeirGuðmundurSig- júlí sigruðu þeir á Búnaðar- áShell-mótinu semhaldið var urðsson og Rúnar Arnarson. bankamótinu í Borgarnesi, þar í Bolungarvík. Núpskirkja Afmælis minnst Þess verður minnst í Núpskirkju á sunnudag að 60 ár eru liðin frá því kirkj - an var vígð. Við athöfnina mun sr. Lár- us Þ. Guðmundsson, fyrrum sóknarprestur í Holti pre- dika. Allir Vestfirðingar eru vel- komnir í vígsluafmælið. Vestfirðir Mikill skortur á vinnuafli Eins og löngum áður er mikill skortur á vinnuafli á norðanverðum Vestfjörðum og horfir jafnvel til vand- ræða þegar skólar hefjast og skólafólk hverfur úr vinnu. Á síðasta vori auglýsti Bakki hf. í Bolungarvík hvað eftir annað eftir starfs- fólki án nokkurs árangurs. Tugi starfsfólks vantar nú á Flateyri, bæði í vinnsluna hjá Skelfiski hf. og í bolfisk- vinnslu hjá Básafelli hf. Átta auglýsingar birtust í BB í síðustu viku þar sem auglýst var eftir samtals tug- um fólks í vinnu og fleiri hafa birst í Morgunblaðinu. Enginn hefur auglýst eftir vinnu hér í blaðinu í manna minnum. I mörg ár hefur atvinnu- ástandið á Vestfjörðum verið betra en í öðrum landshlut- um eins og jafnan kemur fram í opinberum tölum. Að líkindum væri lítið unnið af sjávarfangi hér um slóðir ef ekki hefði komið til stór- felldur innflutningur á er- lendu vinnuafli. Skíðaganga Æfingabúð- ir á ísafirði Landslið Islands í skíða- göngu er nú saman í viku- tíma við æfingar á ísafirði. í aðalliðinu eru fjórir skfða- menn, þar af einn frá Isa- firði. Olafur Thorlacius. Landsliðið í göngu er mjög ungt og raunar er að- eins einn af fjórum í aðal- liðinu kominn á fyrsta árið í fullorðinsflokki. í snjóleys- inu um hásumarið stunda nienn einkum hjólaskíði og hlaup en æfingabúðunum stjórnar Þorsteinn Hymer í Holti í Önundarfirði. „Við leggjum mikið á okkur við æfingar og það er mjög gott að koma saman til æfinga í staðinn fyrir að vera alltaf hver í sínu horni. Við hvetj- um hvert annað áfram“, sögðu skíðamennirnir í samtali við BB. MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.