Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 6
H ugarfarið skiptír n
segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, sem nú er orð
Guðmundur Kristjánsson, sem á nú
✓
rétt um helming í Básafelli hf. í Isa-
fjarðarbæ, er 38 ára að aldri. Hann er
fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfells-
nesi en er nú búsettur í Hafnarfirði
ásamt eiginkonu og börnum. Guð-
mundur er útgerðartæknir og með
viðskiptafræðimenntun frá Banda-
ríkjunum. Hann hefur alla tíð starfað
við fjölskyldufyrirtækið á Rifi, sem
er áratugagamalt, rótgróið og traust
og hefur á sér gott orð. Fyrirtækið
ber nafn stofnandans, Kristjáns Guð-
mundssonar á Rifi, en stjórn þess er
seinni árin að mestu í höndum sona
hans. Hjálmar Þór sér um reksturinn
á Rifi, sem er útgerð og saltfiskverk-
un, en Guðmundur stjórnar skrifstofu
fyrirtækisins, sem er nú í Reykjavík,
og annast einkum fjármál og útgerð
línubátsins Tjalds.
Ekki fer hjá því, að heimamenn fyrir vestan taki Guðmundi
Kristjánssyni með nokkuð blendnum tilfinningum. Þartogast
á vonin um kraftaverkamanninn, sem loks muni snúa hlutunum
til betri vegar, og óttinn við aðkomumanninn sem muni fara í
burtu með það sem eftir er af kvótanum.
Heimamenn verði ábyrgari
Þegar BB ræddi við hinn nýja stjómarformann og langstærsta
eignaraðila Básafells, var ekki á honum að heyra að hann
hygðist fara með eitt eða neitt í burtu. Hins vegar virðist hann
ekki líta á sjálfan sig sem neinn tilvonandi kraftaverkamann
hér vestra. „Nei, og ég held að það verði enginn einn bjarg-
vættur. Hins vegar get ég kannski lagt mitt lóð á vogarskálina
til að telja fólki trú um að þetta sé bara ágætur staður og fólk
hér hafi alla möguleika til að bjarga sér. En fólk verður
náttúrlega að trúa því sjálft. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér
sjálfir.“ Guðmundur segir hugarfarið heima fyrir skipta mestu
máli fyrir framtíð útgerðar og fískvinnslu á Vestfjörðum. „Eg
mun vissulega leita til heimamanna sem áhuga kunna að hafa
að starfa með okkur, að minnsta kosti í rækjunni. Á því sviði
fískvinnslu erum við vissulega ekki sérfræðingar. Eg sé ekkert
því til fyrirstöðu að hægt sé að reka á Isafirði arðbært fyrirtæki
í rækjuiðnaði, en þá þarf að vera til staðar bæði gott fólk og rétt
hugarfar. Mér finnst að heimamenn verði að vera ábyrgari um
reksturinn en verið hefur. Eg held líka að þeir hafi alla burði til
þess. Við höfum gaman af því að vera í saltfiskverkun og
teljum okkur geta komið með ákveðna þekkingu á því sviði
hér inn á svæðið. Það er afar mikilvægt að draga úr þeirri
tortryggni sem ég hef fundið fyrir hér fyrir vestan og ná sátt
við heimamenn. Við viljum reka arðbært fyrirtæki og leggjum
ekkert endilega upp úr því að fyrirtæki séu sem allra stærst,
heldur að þau séu vel rekin og kjölfesta hvert í sínu byggðarlagi.
Það er mín skoðun að farsælast sé að fólkið á staðnum sé
þáttakendur í fyrirtækjunum.“
Pétur Sigurðsson bjargvættur?
- Þú nefndir hugarfarið. Hefurðu trú á hugarfarinu hér?
„Eg held að hugarfarið eigi að geta verið í lagi. Það eru
ákveðin grundvallaratriði sem hafa ekki verið í lagi á Vest-
fjörðum, en maður sér að það er komið í lag t.d. á Patreksfirði.
Á Isafirði og í Bolungarvík hafa átt sér stað miklar hræringar.
Ég held að ástæðan sé sú, að þegar kvótakerfmu var komið á
hafi menn ekki gert sér grein fyrir því hvað var verið að
innleiða. Það er lykilatriði að staðirnir verða að eiga veiðirétt.
Hann er grunnurinn. Síðan verða að vera heilbrigð fyrirtæki.
Það er ekkert launungarmál að í Básafelli hafa verið gerð
stjórnunarleg mistök. Þar eiga eigendurnir vissulega sinn þátt.
Eigendur fyrirtækja verða líka að bera ábyrgð. I rauninni hefur
engin stjórnun verið á Básafelli og mér skilst að
allir ísfirðingar hafí vitað það lengi. Olíufélagið
virðist ekki hafa viljað taka neitt á því og
bæjaryfirvöld virðast hafa verið máttlaus. Ég
er alinn upp á Rifi, þar sem menn eru vanir
að taka á málum. Ég vona að það verði
styrkur fyrir félagið að Pétur Sigurðsson
kemur inn í stjórn. Hver veit nema hann
verði bjargvætturinn!"
- Hvernig mætti það vera?
„Pétur er heimamaður og áhugasamur um
rekstur fyrirtækisins. Og hann hefur aðgang
að miklu fjármagni."
Menn verða að laga
sig að leikreglunum
- Þegar aðkomumaður eins
og þú kemur til áhrifa í sjávar-
útvegsfyrirtæki hér vestra,
spyrja margir þeirrar áleitnu
spurningar, hvort hann muni
fara með allt í burtu...
„Ég held að ótti af því tagi
sé alveg skiljanlegur. Sagan
sýnir að menn hafa komið
og farið með allar veiðiheim-
ildir. En mergurinn málsins
er þessi: Ef Isafjörður og
Vestfirðir í heild eru ekki
ákjósanlegt svæði fyrir
sjávarútveg, þá verður þar
enginn sjávarútvegur.
Margt þarf að hjálpast að
og ekki síst er það spurn-
ingin um hugarfarið og
jarðveginn. Vilja menn
hafa hér sjávarútvegs-
fyrirtæki? Ef svo er, þá
verða menn að sætta sig við
að það eru ákveðin lög og
leikreglur ílandinu og laga
sig að þeim. Ég sé engan
mun á Vestfjörðum og
norðanverðu Snæfells-
nesi hvað sjávarútveg
snertir. I Ólafsvík hefur
t.d. mikill kvóti farið í
burtu en á Rifi hefur
kvótinn aukist. Við
veiðum á sömu miðum,
veiðum sömu fiskteg-
undir og seljum fiskinn
á sama verði. Eini mun-
urinn er hugarfarið."
Lausaskuldirnar
ævintýralegar
- Nú ert þú væntanlega ekki að fjár-
festa í Básafelli til að tapa peningum.
Ertu búinn að móta hvað verður gert hér
á hverjum stað? Nú var það gefið út í vor
að fyrirtækið myndi setja kraft í bolfisk-
vinnslu á ísafirði á ný...
„Nei, viðerum ekki búnir að fullmóta
þetta ennþá. Félagið er gríðarlega
skuldugt. Lausaskuldirnar eru
hreint ævintýralega miklar. Það
verður að gera nánari úttekt á
því hvaða forsendur eru fyrir reksír-
inum og hvernig samskiptin verða við verka
lýðshreyfinguna og bæjaryfírvöld. Mér sýnist að það sé verið
að gera ágæta hluti bæði á Flateyri og Suðureyri. Þetta var
ákveðin stefna að selja Sléttanesið með eins miklum afla-
heimildum og raun bar vitni. Það var ekki gert í samráði við
mig.“
Um sölu á veiðiheimildum
- Þú ert ekki sáttur við þá ákvörðun...
„Ég vil orða það þannig, að veiðirétturinn er
grundvöllurinn."
- Undir þínum yfirráðum verður ekki haldið
áfram að selja veiðiheimildir...
„Við munum reyna að selja sem minnst. Miðað
við skuldirnar getur vel verið að við verðum að selja
eitthvað, eða þá að við verðum að finna aðrar leiðir.
Sala á veiðirétti er það síðasta sem maður tekur
til bragðs. Hjá Básafelli hefur reksturinn
verið fjármagnaður á síðustu árum
með sölu á varanlegum veiðiheim-
ildum. Mér þykir rétt að fólk viti
hvernig þetta hefur verið. Það er
alveg klárt, að fyrirtækið verður
að hafa veiðirétt."
Fyrstu kynni ekki góð
- Þú nefndir samskipti
við verkalýðshreyfingu og
bæjaryfírvöld. Hvernig leggj-
ast þau í þig eftir fyrstu kynni?
„Fyrstu kynni í vor voru
ekki góð. Því er ekki að
neita.“
- Við bæjaryfirvöld?
„Við bæinn, verkalýðs-
félagið og lífeyrissjóðinn. Það
á náttúrlega eftir að fara ofan í
kaup lífeyrissjóðsins á eigin
bréfum félagsins. Það er allt í lagi
ef menn ætla að kaupa hlut í félagi
til að gera það betra, en það er ekki
rétt stefna að kaupa í félagi bara til
þess að einhver annar komist ekki að,
og það þegar félagið er að hrynja. Það
finnst mér mikill ábyrgðarhluti. Fyrir-
tæki eins og Básafell verður ekki til
eftir eitt ár ef við stöðvum ekki þennan
taprekstur. Þá verður það bara sell í bútum.
Básafell verður að búa við sömu rekstrar-
aðstæður og önnur sjávarútvegsfyrirtæki á
landinu - gagnvart verkalýðshreyfmgunni,
gagnvart bænum og gagnvart öðrum. Við
förum ekki fram á nein sérréttindi en við
förum fram á það sama og aðrir.“
Hækkun á hlutabréfum
- Gengið á bréfunum í Básafelli
hefur hækkað verulega að undanförnu.
Nú er það 2,0 en í mars var það 1,4 og
í maí 1,5...
„Þetta gerist gjama þegar ein-
hverjir nýir eru að kaupa sig inn. Við
höfum verið að kaupa okkur inn á
fullu, kannski við misjafnan fögnuð."
- Nú ert þú stjórnarmaður í Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna en Bása-
fell selur í gegnum Islenskar sjávar-
afurðir. Er ákveðið að jafnframt rót-
tækum breytingum á stjórn verði
gerðar breytingar á sölumálunum?
„Nei, það er ekkert farið að ræða
það. Við munum bara selja þar sem
við teljum best. Við stefnum ein-
faldlega að því að rekstur Básafeils
verði arðbær. Það er grundvöllur-
inn.“
6
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999