Bæjarins besta - 18.08.1999, Blaðsíða 7
iiestii ináli
ínn langstærsti hluthafi í Básafelli hf.
Guðmundur Kristjánsson ásamt Sigurbirni Magnássyni, lögfrœðingi og stjórnarmanni í
Básafeili hf
Þingeyri
- Nú fórstu í kynnisferð til Flateyrar og Suðureyrar að
loknum hluthafafundinum á fimmtudag. En ertu eitthvað að
spá í Þingeyri?
„Nei. ég er ekkert að hugsa um Þingeyri.“
- Hvernig líst þér á það sem þar er á döfmni?
,.Ég er þeirrar skoðunar að það sé jákvætt fyrir Vestfirði að
fá inn nýtt fjármagn og ný fyrirtæki. En byggðakvóti af þessu
tagi er vandmeðfarinn, því að hann má ekki skekkja samkeppn-
isstöðu fyrirtækja á svæðinu. Ég tel að úthlutun byggðakvóta
sé röng stefna og muni alltaf skapa úlfúð, hvert sem hann fer.
Kvóti er einfaldlega ígildi peninga. Þarna er bara verið að taka
ákveðinn stað út úr og það er ekki gott.“
Gamla Sigurvonin gerö út frá Rifi
Skrifstofa Kristjáns Guðmundssonar hf. á Rifi er núna í
Reykjavík. Arið 1992 var fjárfest í tveimur stórum línubátum,
Tjaldi og Tjaldi II. Fyrirtækið á nú og gerir út annan þeirra. „í
dag erum við með saltfiskverkun og einn bát á Rifi. Það er
gamla Sigurvonin frá Suðureyri, sem er núna gerð út til
dagróðra frá Rifi. Þar er sérstakt félag og svo er sérstakt félag
um útgerðina á Tjaldinum. Hann landar mest í Reykjavík en
þegar við erum í ferska fiskinum fer hann oft á Rif.“
Eins og margir muna fór Tjaldur II á tilraunaveiðar við
Falklandseyjar á sínum tfma, en sú tilraun gekk ekki sem
skyldi. Skip fyrirtækisins hafa farið miklu víðar og prófað
margt og leitað að miðum allt suður til Azoreyja. Farnar hafa
verið margar hringferðir á djúpslóðinni hringinn í kringum
landið við misjafnan árangur. Meðal annars varð þokkalegur
árangur af tilraunaveiðum á grálúðu á djúpslóðinni út af
Reykjanesi, utan við 200 mílurnar.
„Ég mun vissu-
lega leita til heima-
manna sem áhuga
kunna að hafa að
starfa með okkur,
að minnsta kosti í
rækjunni."
„Það eru ákveðin
grundvallaratriði
sem hafa ekki verið
í lagi á Vestfjörð-
um, en maður sér
að það er komið í
lag t.d. á Patreks-
firði."
„Það er ekkert
launungarmál að í
Básafelli hafa verið
gerð stjórnunarleg
mistök. Þar eiga
eigendurnir vissu-
lega sinn þátt."
Starfið helsta áhugamálið
Guðmundur Kristjánsson mun eiga fáar tómstundir utan
vinnunnar og nann viðurkennir það fúslega. „Nei, ég er ekkert
í golfi! Konan mín segir að ég hugsi bara um vinnuna. Ég
hleyp mikið og reyni að hreyfa mig sem mest. En starfið er
mitt helsta áhugamál.“
Á yngri árum var Guðmundur mikið í íþróttum, bæði fótbolta
og frjálsum. En hann gerir afar lítið úr því. Rétt eins og öllu tali
um bjargvætti. Hann vonast aðeins til að geta lagt svolítið lóð
á vogarskálina til þess að Vestfirðingar segi við sjálfa sig: Við
getum þetta alveg sjálfir!
- Sú var tíðin að Vestfirðingar gátu bjargað sér sjálfir...
„Eigum við ekki að vona að sú tíð komi aftur!“, segir
Guðmundur Kristjánsson frá Rifi, nýr stjórnarformaður og
langstærsti hluthafi í Básafelli hf. í ísafjarðarbæ.
„Ef ísafjörður og
Vestfirðir í heild
eru ekki ákjós-
anlegt svæði fyrir
sjávarútveg, þá
verður þar enginn
sjávarútvegur."
„Sala á veiðirétti
er það síðasta sem
maður tekur ti!
bragðs."
Mat á starfi Fram-
haldsskóla VestQarða
Frá námskynningu í Framhaldsskólanum í niars sl.
Veturna 1997-99 fórfram
úttekt á skólastarfí í Fram-
haldsskóla Vestfjarða á Isa-
firði, oft nefnt „sjálfsmat”.
Á milli skólans og mennta-
málaráðuneytis var gerður
samningur um verkefnið.
Rétt þykir að skýra opin-
berlega frá ýmsum helstu
niðurstöðum þessa mats.
Úttektin átti að taka til
ýmissa atriði úr nemenda-
bókhaldi, þá skyldi leggja
mat á kennslu með spurn-
ingalistum til nemenda, og
loks skyldi kanna stjórnun
skólans og ýmsa þætti
tengda henni.
Stærðfræðieinkunnir
líkar í 10. bekk og á
1. ári framhaldsskóla
Smári Haraldsson athug-
aði frammistöðu í stærð-
fræði á 1. námsári og sýndi
fram á mikla jákvæða fylgni
stærðfræðieinkunna ein-
stakra nemenda á samræmd-
um prófum grunnskóla og á
prófurn á 1. ári í FVI. Þá
gerði Jón R. Sigurvinsson
rækilega könnun á brottfalli
nema í bóknámi í Fram-
haldsskólaVestfjarða 1989-
99. M.a. kom í ljós að haust-
in 1989-95 innrituðust að
meðaltali 53 nemendur í
áfangann ÍSL 103, sem þyk-
ir marktæk viðmiðun um
tjölda í almennu bóknámi
1. árs, en fjórum árum síðar
urðu stúdentar að meðaltali
aðeins 20. Sérstaklega
margir falla í stærðfræði á
1. ári, en slíkt er reyndar
alþekkt í öðrum skólum.
Kennurum kynnt
álit nemenda á
kennslu þeirra
Þrisvar voru lagðir ræki-
legir spurningalistar fyrir
alla viðstadda nemendur
skólans. Fyrsta könnunin,
úttekt á kennslu og kennslu-
greinum, var lögð fyrir nem-
endur í nóvember 1997. Sú
næsta, könnun á viðhorfi
nemenda til stjórnunar, að-
stöðu, félagslífs o.fl., var
lögð fyrir nemendur í mars-
lok 1998. Loks var fyrsta
könnunin endurtekin í styttri
útgáfu í mars 1999. Spurn-
ingar í þessum könnunum
voru að miklu leyti fengnar
úrspurningalista sem notað-
ur hafði verið í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Niður-
stöður varðandi einstaka
kennara og aðra starfsmenn
skólans hafa verið kynntar
fyrir þeim í starfsmanna-
viðtölum.
Svör nemenda hér lík
og í Kvennaskólanum
Niðurstöður úr könnun-
inni í nóv. 1997 voru í
ýmsum atriðum bornar sam-
an við niðurstöður líkrar
könnunar frá vori 1998 í
Kvennaskólanum í Reykja-
vík. í ljós kom að í Kvenna-
skólanum var 91% nemenda
annað hvort mjög ánægt eða
frekar ánægt með undirbúning
kennara fyrir tíma, í FVI var
sambærilega tala 89%. I
báðum skólunum voru 93%
mjög ánægð eða frekar ánægð
með áhuga kennara á kennslu-
greininni. I Kvennaskólanum
voru 76% rnjög ánægð eða
frekar ánægð með viðbrögð
kennarans við gagnrýni, í FVI
var hliðstæð tala 75%. í
Kvennaskólanum voru 79%
rnjög eða frekar ánægð með
það hvernig kennslustundir
nýttust til náms, í FVI var sú
tala 80%. Niðurstöður voru
þannig að ýmsu leyti furðu
líkar í báðum skólunum.
Niðurstöður spurninga voru
annars einkum bornar saman
innbyrðis, þ.e. mat nemenda
á einstökum kennurum við
FVÍ var borið saman við
meðaltal mats á öllum, spurn-
ingu fyrir spurningu. Sumar
spurningar gáfu miklu meiri
mun á milli kennara en aðrar.
T.d. er áberandi hve misjafnt
mat nemenda var á því hvern-
ig kennurum gengi að hafa
stjórn á truflandi nemendum,
hve þolinmóðir kennarar
væru, hvernig kennarar bregð-
ast við gagnrýni og hvert við-
mót þeirra væri almennt.
Mjög mismikið
lært heima
I nóvember 1997 var m.a.
spurt um undirbúning nem-
enda fyrir tíma, og kom í ljós
að 66,5% svarenda notuðu 1 -
7 klst. alls í viku til heima-
náms, en aðeins fjórðungur
lærði í meira en 7 klst. á viku,
og aðeins um 10% lærði í
meira en 10 klst. Um 8%
sögðust ekkert heimanám
stunda.
Námskröfur
taldar hæfilegar
Könnunin í marslok 1998
leiddi ýmislegt í ljós, en 163
nemendur tóku þátt í henni.
Um 70% nemenda töldu
námskröfur hæfilegar og um
72% töldu vinnuálag á nem-
endur hæfilegt. Upplýsinga-
streymi frá skólanefnd og
skólaráði svo og miðlun upp-
íýsinga almennt fengu fremur
lélega einkunn. Aðeins um
51% voru mjög eða frekar
ánægðir með almenna
stjórnun skólans, en ein-
stakir stjórnendur fengu allir
nokkru betri einkunnir en
nam þessari tölu og er því
óljóst hvað hún gefur til
kynna.
Húsgögn slæm en að-
gengi að tölvum gott
Handbók skólans og önn-
ur útgáfu- og kynningar-
starfsemi fengu góða eink-
unn. Húsgögn í skólastofum
fengu slæma dóma, en að-
gengi að tölvum og vinnu-
aðstaða almennt í skólanum
góða dóma. Almennt við-
mót starfsmanna hlaut góða
einkunn. Spurt var um mik-
ilvægi samstarfs foreldra og
framhaldsskóla og var rúm-
ur helmingur þeirra, sem
veittu efnisleg svör, á því að
samstarfið væri léttvægt eða
mjög léttvægt. Aðeins um
55% voru mjög eða frekar
ánægðir með félagslíf skól-
ans í heild. Skólaleikritið
fékk þó háa einkunn, því að
85% voru mjög eða fremur
ánægðir með það.
Sjálfsmatið hvetur
til umhugsunar
Verkefnið á að halda
áfram. Erm.a. meiningin að
bera niðurstöður kannana og
athugana hér saman við nið-
urstöður frá öðrum skólum,
frekar en gefist hefur tími
til fram að þessu. Þá á að
rey na að fá fulltrúa nemenda
til að koma meira en verið
hefur að úrvinnslu og um-
ræðu um niðurstöður.
Kennararnir hafa tekið
könnununum vel og fúslega
viðurkennt nauðsyn þess að
skólastarfið þyrfti að vera
til sífelldrar umræðu og end-
urskoðunar. Það eitt að nem-
endur og kennarar verða
varir við að mat af þessu
tagi fer fram hefur örugglega
nokkur áhrif, hvetur til um-
hugsunar og minnir á nauð-
syn þess að haldið sé uppi
metnaðarfullu skólastarfi.
Við það verðuröllum ljósara
en áður, að alltaf er hægt að
bæta sig.
- Björn Teitsson, skóla-
meistari Framhaldsskólans.
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 7