Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 22.09.1999, Blaðsíða 3
Gestir að vestan á Menningarnótt Reykjavíkur Sjálfum sér og heima- byggðum til mikils sóma Hlutur ísatjarðarbæjar á Menningarnótt Reykjavíkur þetta árið var stór enda var fulltrúum bæjarins boðið að koma suður og kynna menn- ingarlífið hér vestra. Framlag vestangesta var fjölbreytt og frammistaða listafólksins glæsileg. Troðfullt var á öllum atriðum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, sem var eins konarbækistöð Isafjarðarbæj- ar á Menningarnóttinni, og viðtökurnar afar ánægjulegar. Þáttur Isfirðinganna hófst með opnun listmunasýningar Dýrfinnu Torfadóttur gull- smiðs og Agnesar Aspelund myndlistarkonu. Jafnframtfór fram móttaka í boði Reykja- víkurborgar, þar sem Inga Olafsdóttir, formaður menn- ingarnefndar ísafjarðarbæjar, flutti ávarp og færði gestgjöf- unum fallegan grip að vestan. Við þetta tækifæri sungu þær Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Herdís Anna Jónasdóttir við undirleik Sigríðar Ragn- arsdóttur og Ingunn Sturlu- dóttir söng við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Tónlistin var að sjálfsögðu að vestan. Morrinn, atvinnuleikhópur ungs fólks í Isafjarðarbæ, var með tvær uppfærslur á Menn- ingarnótt undir stjórn Elvars Loga Hannessonar. Annars vegar trúðasýningu og hins vegar leikþáttinn Umhverfis Isafjörð, sem er eins konar heimsókn til ísafjarðar með leiðsögn, Iitskyggnum, leikat- riðum og tónlist. Hópurinn stóð sig með miklum sóma og allt gekk eins og best verður á kosið. Loks er að nefna tónleika sem báru heitið Vestfirskar söngperlur. Þar sungu þær Ingunn, Þórunn Arna og Her- dís Anna við undirleik Sigríð- ar og Hólmfríðar lög eftir tónskáld sem eiga sterk tengsl við Vestfirði. A efnisskránni voru m.a. lög eftir Jónas Tómasson (bæði eldri og yngri), Hjálmar H. Ragnars- son. Jón Laxdal og Sigvalda Kaldalóns. Troðfullt var út undir dyr og voru tónleikarnir í alla staði glæsilegir og listafólkinu og Isatjarðarbæ til mikils sóma, eins og allt sem héðan fór á Menningar- nótt. Verkefnisstjóri af hálfu Isfirðinga var Kristinn Jóhann Níelsson, tónlistarmaður og tónlistarskólastjóri á Flateyri. Húsfyllir var á öllum atriðum gestanna að vestan. Viðkomustaður á leiðinni umhverfis ísafjörð á sviðinu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Vikan frantundan 22. september Þennan dag árið 1992 lauk í Madrid á Spáni, ólympíuleikum þroska- heftra, þeim fyrstu. Islenskt sundfólk hlaut 21 verðlaun (10 gull, 6 silfur og 5 brons). Sigrún Huld Hrafns- dóttir hlaut flest verðlaun einstaklinga á leikunum. 23. september Þennan dag árið 1973 gekk fellibylurinn Ellen yfír landið suðvestanvert. Mest- ur vindhraði var um kvöldið og nóttina. Veðrið olli miklu tjóni á húsum, bátum og bif- reiðum. Vindhraði í Reykja- vík komst upp í 200 km á klukkustund. 24. september Þennan dag árið 1968 framkvæmdi Friðrik Einars- son yfirlæknir fyrstu skurð- aðgerðina á Borgarspítalan- um. Aldarfjórðungi síðar var þess minnst með þvf að taka í notkun nýja skurðstofu. Nýi tónleikasalurinn á ísafírði fullgerður þó að sitthvað vanti enn 25. september Stólarnir í salnum til sölu“ - vígsluhátið nk. sunnudag, réttu ári eftir fyrstu skóflustunguna Húis Tónlistarskóla ísajjarðar við Austurveg. Á sunnudaginn, 26. sept- ember, verður eitt ár liðið frá því að Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri tók fyrstu skóflu- stunguna að nýjum tónleika- sal á baklóð Tónlistarskóla Isafjarðar við Austurveg. Salurinn er nú fullgerður og hefst vígsluathöfn kl. 13.30 á sunnudag. Þar flytja ávörp einkum fulltrúar þeirra sem komið hafa að húsbygging- unni með einum eða öðrum hætti, en sr. Magnús Erlings- son mun blessa salinn og gefa honum nafn. Sunnukórinn og barnakór Tónlistarskólans syngja fáein lög undir stjórn Margrétar Geirsdóttur. Herdís Jónasdóttir og Þórunn Krist- jánsdóttir syngja ný lög eftir Jónas Tómasson og þau Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Peter Maté píanó- leikari flytja sönglagið Hjarð- meyna eftir Ragnar H. Ragnar. Síðan gefst gestum kostur á að skoða hin nýju húsakynni Tónlistarskólans og þiggja kaffiveitingar. Trúðasýning og nemendatúnleikar Um kl. 15.15 verður í salnum trúðasýning fyrir börn, sem leikhópurinn Morr- inn annast. Kl. 16, 17 og 18 verða síðan þrennir mismun- andi nemendatónleikar í saln- um, þar sem boðið verður upp á ýmiskonar söng og hljóð- færaleik. Hljómsveit skólans og lúðrasveit skólanna á Isafirði og í Bolungarvík leika, söngnemendur flytja dúetta úr óperum, eldri píanó- nemendur og harmónikunem- endur koma fram og ungli nga- kórinn syngur, auk fleiri atriða. Minningartúnleikar um Sigríði og Ragnar H. Um kvöldið kl. 21 hefjast í salnum hinir árlegu minn- ingartónleikar um hjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar. Þar leikur einn fremsti kammertónlistarhópur lands- ins, Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanóleikara. Aðgangur er ókeypis en vegna sætafjölda er hann takmarkað- ur. Þeir sem vilja komast á tónleikana þurfa að vita miða á skrifstofu Tónlistarskóla Isafjarðar sem fyrst. Sitthvað vantar enn Endurbygging skólahúss- ins og bygging hins nýja salar hafa kostað mikið fé. Fram- kvæmdirnar hafa verið kost- aðar að jöfnu af bæjarsjóði og Tónlistarfélagi Isafjarðar, með dyggum stuðningi Styrktarsjóðs um byggingu tónlistarskóla og annarra velunnara. Þótt salurinn sé nú frá- genginn er enn sitthvað eftir. Gott hljóðfæri vantaren unnið er að því að gera skólanum fært að kaupa sem fyrst verulega góðan flygil, sem hæfi honum sjálfum og nýja salnum. Einnig vantar enn góða stóla í salinn. Þeir hafa að vísu verið pantaðir en eru hvorki fullsmíðaðir né greidd- ir. Til að flýta fyrir stólakaup- unum hefur stjórn Tónlistar- félagsins ákveðið að bjóða vinum og velunnurum Tón- listarskólans að „kaupa“ sér stóla. Verðið er um 20 þúsund krónur og mætti greiða það í einu lagi eða eftir ástæðum, jafnvel með raðgreiðslum. Slík kaup yrðu skólanum mikill stuðningur. Þeir sem hefðu hug á stólakaupu m geta fengið nánari upplýsingar á skrifstofu Tónlistarskólans. Þar fást einnig raðgreiðslu- seðlar í þessu skyni, svo og í Landsbankanum á ísal'irði. Þess má geta til hagræðis fyrir þá sem vilja nota heima- eða hraðbanka, að reikningsnúm- er Tónlistarfélagsins er 2626, höfuðbókarnúmer 26 og bankanúmer 0156. Að sjálfsögðu eru allir unnendur tónlistar velkomnir á vígsluhátíðina á sunnudag, sem og á aðra viðburði sem eiga eftir að verða í nýja salnum. Það gæti verið sérleg viðbótaránægja að geta setið þar á sínum „eigin‘" stól. Þegar vígsluhátíðin hefst vantar enn fáeinar klukku- stundir upp á rétt ár frá fyrstu skóflustungunni. Hún var tekin í bland við ræðuhöld og söng að loknum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í íþróttahúsinu á Torfnesi og var menntamálaráðherra með- al gesta. Tónleikarnir voru haldnir í minningu þess að 28. september í fyrra voru 100 ár frá því að tónlistarfrömuð- urinnRagnarH. Ragnarfædd- ist.Við það tækifæri var haldin samkoma á lóðinni með ræð- um og söng og var ráðherra menntamála meðal gesta. Þennan dag árið 1958 var fyrsti breski togarinn tekinn innan nýju 12 mílna land- helginnar. Það voru varð- skipin Oðinn og María Júlía sem tóku Paynter en slepplu honum síðar samkvæmt ákvörðun dómsmálaráð- herra. 26. september Þennan dag árið 1970 fórst Fokker Friendship flugvél frá Flugfélagi Is- lands á Mykinesi í Færeyj- um. Þrjátíu farþegar voru með vélinni og fjögurra manna áhöfn. Átta manns létust, þar af einn Islending- ur. 27. september Þennan dag árið 1966 lagði rússneska skemmti- ferðaskipið Baltika af stað frá Reykjavík áleiðis til Miðjarðahafs og Svartahafs með 421 íslenskan farþega. Ferðin var umtöluð, m.a. vegna áfengisneyslu. 28. september Þennan dag árið 1988 var afhjúpaður minnisvarði um Ragnar H. Ragnar (f. 1898, d. 1987) á ísafirði, en þenn- an dag hefði Ragnar H. orð- ið níræður. Ragnar H. var skóiastjóri Tónlistarskóla Isafjarðar í 36 ár. Auglýsingar og áskrift ^sími 456 4560 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.