Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.09.1999, Page 5

Bæjarins besta - 22.09.1999, Page 5
ísafjarðarkirkja Vetrarstarfíð að heQast Um þessar mundir er vetr- arstarfið í ísafjarðarkirkju að fara af stað. Messur eru alla jafna á sunnudögum kl. ellefu. Auk þess eru helgi- stundir á Fjórðungssjúkra- húsinu á hverjum þriðjudegi kl. fjögur. Barnaguðsþjónustur eru á laugardögum kl. ellefu. Boð- ið er upp á rútuferðir frá Holtahverfi og leggur rútan af stað stundarfjórðungi fyrr. Ekin er venjubundin leið strætisvagna. Efni vetrarins er að þessu sinni helgað þúsund ára afmæli kristni á íslandi. Við fylgjumst með Snorra, nútímadreng á Is- landi, og Eddu, stúlku sem átti hér heima fyrir þúsund árum. Saman ferðast þau um tímann og lifa ýmsa atburði Islandssögunnar. Einnig má minna á brúðuna Fróða, sem verður með fasta þætti í kirkjuskólanum. Samverurn- ar eru ætlaðar börnum á aldrinum tveggja til níu ára. Nauðsynlegt er að eldri syst- kini eða foreldrar komi með yngstu börnunum. Sérstakar foreldrasamver- ur verða í Safnaðarheimilinu á mánudögum milli kl. tíu og tólf. Þar hittast foreldrar með ung börn og verður fyrsta samveran nk. mánudag, 27. september. Fermingarstarfið hefsl um næstu helgi. Á föstudaginn verður haustferð fermingar- barna í Unaðsdal og verður sofið eina nótt í félagsheimil- inu Dalbæ. Farið verður í náttúruskoðun og gengið til kirkju. Foreldrar og ferm- ingarbörn eru svo hvött til að koma til messu á sunnudag- inn kl. ellefu í Isafjarðar- kirkju eða kl. tvö íHnífsdals- kapellu og láta skrá sig í fermingarfræðslu vetrarins, en hún hefst strax í næstu viku. Annað starf kirkjunnar, svo sem fræðsla, námskeið og unglingaklúbbar, verður kynnt í safnaðarblaðinu Akr- inum, sem kemur bráðlega út og verður dreift í hvert hús. Oski fólk eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við prestana í síma 456 3171. Viðtalstími sr. Magnúsar Erlingssonar er þriðjudaga til fimmtudaga kl. 11 -12 og sr. Skúla Olafssonar miðvikudaga til föstudaga kl. 13-14. ÍSAFJARÐARBÆR HAFNARSTRÆTI 9 TIL LEIGU ísafjarðarbær auglýsir laust til leigu húsnæðið Hafnarstræti 9, ísafirði, utan þess hluta sem nú er leigður Snyrti- stofu Sóleyjar. I húsnæðinu var áður verslunin Þjótur og er húsnæðið alls um 235 ferm. Húsnæðiðverðurleigt aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum um leigutíma vegna skipulagsástæðna. Allarfrekari upplýsingar eru veittar á Iskrifstofu ísatjarðarbæjar að Hafnar- stræti 1, ísafirði. Bœjarstjóri. ÚTVEGSMANNAFÉLAG VESTFJARÐA Aðalfundur Útvegsmannafélags Vestfjarða verðurhaldinn fimmtudaginn 30. september nk. kl. 13.00 á Hótel ísafirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á aðalfund L.Í.Ú. sem haldinn verður 5. nóvember nk. Gestirfundarins verða Kristján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. og Friðrik J. Arngrímsson verðandi framkvæmdastjóri L.Í.Ú. Stjórnin. Tónlistarskóli Isafjarðar Tónlistarfélag Isajjarðar Austurvegi II • 400 Isafjörður • Sími 3926 yíáííx) í £ce jfóníistarnemencfur^ j-oreícfrar ocj aórir ueíunnarar irmÍisíarmennincjar a TJestjj'örÓum eru fooónir /jjarianíecja ue/Áomnir i fJóníistarsÁóía ÁJsajj'arÓar sunnucfacjinn 26. septemfer nÁ. Kl. 13.30 Nýi tónleikasalurinn vígður Ávörp og tónlistarflutningur Að lokinni uígsluathöfn uerður skólinn til sýnis og gestum boðið upp á kaffi, en í salnum uerður samfelld dagskrá til kuölds: Barnaskemmtun í salnum Trúðasýning í umsjón MORRANS Nemendatónleikar I Nemendatónleikar II Nemendatónleikar III Minningartónleikar um hjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar Tríó Reykjavíkur leikur Kl. 15.15 Kl. 16.00 Kl. 17.00 Kl. 18.00 Kl. 2 1.00 AÐGANGUR ER ÓKEYPIS AÐ ÖLLUM DAGSKRÁRATRIÐUM S3 SÚÐAVÍKURHREPPUR IJF AUGL ÝS/fí II II STARFSMAÐUR ÓSKAST í TÍMABUNDIÐ HLUTASTARF Á LEIKSKÓLA • Oskað er eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda. Um er að ræða tímabundið starf til loka febrúar 2000. Vinnutími er frá 8.00 til 14.00. • Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Súðavíkurhrepps í síma 456 4912, eða á leikskól- anum hjá Önnu Sigurðardóttur í síma 456 4906. • Skriflegri umsókn skal skila á skrifstofu hreppsins eigi síðar en 30. september. nk. STARFSMENN OSKAST I FORFALLA- KENNSLU VIÐ SÚÐAVÍKURSKÓLA • Óskað er eftir kennara, leik- skólakennara eða leiðbeinanda til að annast forfallakennslu við grunn- og/eða leikskólann. • Frekari upplýsingar veita skólastjóri í síma 456 4924, leikskólastjóri í síma 456 4906, eða á skrifstofu Súðavíkur- hrepps í síma 456 4912. • Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Súðavíkur- hrepps eigi síðar en 30. sept- ember nk. Bændaglíma og árshátíð Golfklúbbs ísafjarðar verður á Tungudalsvelli laugardaginn 25. september nk. Bændaglíman hefst kl. 14.00, en árshátíðin kl. 20.00. Matur og aðrar veitingar á vægu verði. Félagar í G.í. og námskeiðsfólk frá því ísumarer velkomið bæði á bændaglímu og árshátíð. Árshátíðargestir þurfa að láta skrá sig í golfskála eða Bókhlöðunni í síðasta iagi á fimmtudag. * GOLFKLÚBBUR ÍSAFJARÐAR Heilbrigðisstdfnunin ISAFJARÐARBÆ Súöavík - heilsugæsla Laust er starf móttökuritara á heilsu- gæslunni í Súðavík. Starfinu fylgirjafnframt ræsting á húsnæðinu. Um er að ræða 20% starf. Umsóknarfrestur er til 28. september nk. Nánari upplýsingar veitir Guðjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri í sima 450 4500. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 5

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.