Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.09.1999, Page 7

Bæjarins besta - 22.09.1999, Page 7
Magnús Reynir Guðmundsson um kvótakerfíð og afleiðingar þess „Hámark niðurlægingarinnar44 - glefsur úr samtali við Finnboga Hermannsson útvarpsmann í Laufskála á Rás 1 Magnús Reynir Guð- mundsson hefur með ýmsum hætti verið í nánum tengslum við atvinnulífið og mannlífið á ísafirði alla starfsævi sína að heita má. Hann varbæjarri- tari ísafjarðarkaupstaðar í tvo áratugi eða fram til 1992, þegar hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar hf. Það fyrirtæki gerði út togarann Skutul og gekk útgerðin mjög vel. Tog- araútgerðin hvarf síðan inn í Básafell við samrunafjögurra fyrirtækja og Olíufélagið hf. varð þar ráðandi aðili. Magn- ús Reynir var andvígur þeirri sameiningu, taldi þar byggt á brauðfótum og fékk ekkert hlutverk í hinu nýja fyrirtæki. Eftirþað varhann um allnokk- urt skeið stjórnarformaður íshúsfélags ísfirðinga hf. og Gunnvarar hf. á Isafirði. I mjög umtöluðum þætti Finnboga Hermannssonar útvarpsmanns á Isafirði í Laufskála á Rás 1 í síðustu viku lét Magnús Reynir ýmis athyglisverð orð falla og sum þung. Vegna geysimikillar reynslu hans og þekkingar á rekstri sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtækja hér vestra hafa orð hans og skoðanir sérstakt vægi. Hér fara á eftir glefsur úr ummælum Magn- úsar Reynis í umræddum viðtalsþætti Finnboga Her- mannssonar. Tilræði við ísfirskt atvinnulíf Magnús Reynir ræddi m.a. um hina geysilegu gerjun sem eigi sér stað í íslenskri fyrir- tækjaflóru, gerjun sem hann heldur að enginn hafi séð fyrir. Breytingar í fyrirtækjarekstri á íslandi séu svo hraðar að í raun geti enginn fylgst með þeim frá degi til dags, þegar bankar og önnur stórfyrirtækis séu að kaupa upp fyrirtæki „og ráðstafa þeim út og suður“, eins og hann orðaði það. íslandsbanki hafi keypt meirihlutann í Gunnvöru og ákveðið að sameina fyrirtækið Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. „Ég er ekki með í þeim leik og allra síst í þeirri ákvörðun lánastofnunarinnar að leggja niður starfsemi í íshúsfélagi ísfírðinga með þeim skelfi- legu afleiðingum sem það hefur fyrir hinn vinnandi mann. Þetta fyrirtæki var stofnað 1912 og hefur verið einn af máttarstólpum í at- vinnulífi áísafirði meginhluta tímans og nú hefur verið ákveðið að loka því. Þar missa tugir manna vinnuna, margir góðir starfsmenn sem eiga kannski ekki í önnur hús að venda. Ég tel að þetta sé tilræði viðísfirskt atvinnulíf." Beita þarf balabrögðum Finnbogi nefndi að í fyrsta sinn í nokkrar aldir sé nú svo komið, að á Eyri við Skutuls- fjörð sé vinnsla á bolfiski að heita má aflögð. Magnús Reynir: „Það er mín persónu- lega skoðun að mönnum sé ekki sjálfrátt. Hér eru öfl í þessu þjóðfélagi sem hafa markað stefnuna í fyrirtækja- rekstrinum. Arðsemiskröf- urnar eru orðnar það miklar að venjulegur atvinnurekstur stendur ekki undir því. þar með landvinnslan, að mínum dómi. Ishúsfélag fsfírðinga, svo ég taki dæmi, var rekið áfram þrátt fyrir fyrirsjáan- legan samdrátt í þorskafla. Við vissum það, stjórnendurfyrir- tækisins, að þar yrði enginn dans á rósum að þreyja þorr- ann þessi ár þegar þorskafíinn væri í lágmarki en núna þegar betri tími fer í hönd, þá vitum við að landvinnslan getur gefið góðan arð, og menn geta haldið störfum sínum þess vegna. En kröfurnar til þessar- ar starfsemi eru það miklar, að það þarf að beita ýmsum bolabrögðum í fyrirtækja- rekstri í dag til þess að standa undir þeim kröfum.Við heyrð- um að nýr stjórnarformaður Sölumiðstöðvarinnarsagði að arðsemiskrafan hjá Sölumið- stöðinni væri 15%. Það eru miklar kröfur. Sum fyrirtæki gera ennþá meiri kröfur og gefa út jöfnunarbréf og stjórn- endur fyrirtækjanna eru ekki ánægðir nema svo og svo miklarhækkanirverði áhluta- brét'amarkaðinum frá ári til árs. Að mínum dómi eru þetta alltofmiklarkröfurtil íslensks samfélags. Það er líka mín skoðun að gengi þessara fyrirtækja á almennum hluta- bréfamarkaði sé allt of hátt, það sé hreinlega ekki inni- stæða fyrir þessu háa gengi hlulabréfanna í fjölmörgum fyrirtækjum. Ef eitthvað kæmi nú upp á í þjóðfélaginu, minnkandi afli eða einhver áföll í þjóðarbúskapnum, þá gæti hrikt í mörgum stoðum þessara fyrirtækja sem hafa metið sig svona hátt. Við vitum náttúrlega að í sjávarút- veginum er það fyrst og fremst kvótinn sem er þarna metinn til tjár. Um það höfum við sláandi dæmi, nýleg dæmi héðan úr bænum.“ Sjúmenn og verkafúlk fá ekkert „Ég er nú ekki sósíalisti, en ég verð að segja það, að þegar hlutir gerast eins og þeir sem núna hafa gerst hér á Isafírði, þegar viðskiptabanki Gunn- vararog íshúsfélagsins ákveð- ur að kaupa tvo þriðju hluta í félaginu fyrireinn milljarð um það bil, þá tel ég að þeir sem þann milljarð fá, sem eru fyrst og fremst tvær fjölskyldur hér á ísafirði, afkomendur stofn- enda félagsins Gunnvarar, þá tel ég að það sé afskaplega rangt gefið. Það fer ekkert af þessu fé til sjómannana, það fer ekkert af þessu fé til hins almenna verkamanns, sem hefur skapað þessi verðmæti, sem hefur skapað þau skilyrði að núna sé hægt að losa um einn milljarð út úr fyrirtækinu fyrir tilstuðlan viðskiptabank- ans til þessara tveggja fjöl- skyldna. Þetta er svo mikið óréttlæti, að það er ekki hægt að búa við það. Það er ekki hægt að búa við svona órétt- læti í landinu. Ég hef lengi óttast það að hér yrði uppreisn, hér yrði hreinlega uppreisn þar sem hinn almenni borgari segði hingað og ekki lengra við þá sem hafa sett þessar leikreglur sem menn fara eftir þegar svona hlutir gerast.“ Stjúrnvöld geta ekki fríað sig Varðandi skattalega með- ferð söluandvirðis fiskveiði- heimilda sagði Magnús Reyn- ir: „Þann geysilega gróða sem hefur orðið til vegna þessarar mjög miklu eignatifærslu í landinu í sambandi við kvót- ann hefði náttúrlega átt að skattleggja á sérstakan hátt. Stjórnvöld geta ekki fríað sig því að hafa ekki sett undir þann leka.“ Langlundargeð þjúðarinnar Varðandi fiskveiðistjórnun- arkerfið: „Við erum að tala um kvótakerfið í sinni skelfi- legustu mynd. Kvótakerfið var sett á til þess að friða fiskistofna, til að sjá til þess að ekki yrði gengið of nærri þeim. Það eru allir sammála um að það sé nauðsynlegt að tryggja að það verði ekki gengið of nærri fiskistofnun- um. En framsalsrétturinn á kvóta er að mínu mati alveg óháður kerfmu að öðru leyti. Það er atriði sem hefði náttúr- lega þurft að taka upp fyrir löngu síðan í fiskveiðistjórn- unarkerfinu, það er þessi l'ramsalsréttur. Hann hefur kontið fram í skelfilegum myndum sem held ég lang- flestir íslendingar þekkja, hver úr sinni heimabyggð þar sem litvegur er stundaður á annað borð. Ég skil ekki langlundargeð þjóðarinnar að hafa ekki risið upp gegn þessu óréttlæti." Hámark niður- lægingarinnar Varðandi úthlutun byggða- kvótans sagði Magnús m.a.: „Það sýnir náttúrlega bara í hvaða ógöngur við erum komnir með okkar fiskveiði- stjórnunarkerfi, þegar þarf að grípa til slíkra aðgerða, að fara að úthluta einhverri hungur- lús, 1500 tonnum af þorski á allt landið til þess að reyna að klóra í bakkann, til þess að rétta við byggðir eins og t.d. Þingeyri sem hafa séð á bak sínum fiskveiðiheimildum. Það eru mörg slík dæmi, t.d. með Bolungarvík, þar sem viðskipti hafa átt sér stað sem hafa rænt nánast öllum kvóta Bolvíkinga frá þeim, með þeim aðgerðum t.d. sem urðu þegar Þorbjörn keypti þarna hlut, fyrirtæki í Grindavík, sem núna hefur nánast tekið allan kvótann þangað... Það er hámark niðurlægingar- innar, að mínum dómi, þcgar þarf að fá menn sunnan af landi til þess að veiða þessa hungurlús sem verið er að skila til baka til okkar Vest- firðinga.“ Vestfirðingar hættir að vinna fisk ng farnir að svara í síma Varðandi starfsemi Is- lenskrar miðlunar áVestfjörð- um: „Ég ætla nú ekki að gera lítið úr slíkri nýrri starfsemi. Fjölbreytni atvinnulífsins er afskaplega mikilvæg og þeir eiga lof skilið sem hafa fært okkurþessi störf. En það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar ef Isfirðingar og Vestfirðingar almennt væru hættir að hafa aðgang að fiskimiðunum og hættir að vinna hér fisk á svæðinu og farnir upp til hópa að svara í síma.“ Að rekafúlk út á kaldan klaka Finnbogi Hermannson varpaði fram þeirri spurningu, hvort Vestfirðingar gætu ekki sjálfum sér um kennt. Magnús Reynir: „Jú. Sumirhafa verið auðtrúa, þar á meðal ég, látið glepjast af fagurgala margra forráðamanna fyrirtækja, eig- um við að segja fyrir sunnan, olíufélaga og annarra slíkra, og aðrir hafa talið að það væri rétt að fylgja þeirri hörðu stefnu sem margir hafa farið eftir í þjóðfélaginu í fyrir- tækjarekstri og atvinnumál- um. Það eru sumir sem halda að þeir fái bara prik fyrir að rekafólk úr starfi, stjórnendur fyrirtækjanna fái prik frá bönkunum og þeim aðilum sem þeir hafa eitthvað undir að sækja fyrir að sýna harða stefnu, vera vægðarlausir, reka fólk jafnvel út á kaldan klakann þótt það hafi ekki í önnur hús að venda. Ég hef ekki trú á að það sé rétt að haga sér þannig, allra síst í litlum samfélögum þar sem allir þekkja alla, eins og hér á Vestfjörðum.“ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.