Bæjarins besta - 22.09.1999, Síða 9
Uppskeruhátíð hjá stjórn, leikmönnum og stuðningsmönnum KÍB eftir vel heppnað fyrsta sumar
Leika í 2. deild á næsta árí
- mínútur og jafnvel sekúndur skildu milli lífs og dauða í úrslitaleikjunum
Eins og vænta mátti var
glatt á hjalla á „uppskeru-
hátíð“ KÍB þar sem fagnað
var uppstigningu iiðsins í 2.
deild. Skammstöfunin KÍB
stendur fyrir „Knattspyrnu-
bandalag ísfirðinga og Bol-
víkinga“ eða því sem næst,
en sameiginlegur meistara-
flokkur karla úr þessum
byggðarlögum á nú að baki
eina leiktíð á íslandsmótinu.
Lögum samkvæmt var byrj-
að á byrjunarreit og keppti
liðið í sumar í 3. deild en
vann sig umsvifalaust upp í
2. deild þar sent það mun
spila á næsta ári.
Ekki verður annað sagt
en mjótt hafi verið á munum
í lokin að KIB kæmist upp
um deild. Liðið varð í 2.
sæti í sínum riðli en síðan
var tveggja hópa útsláttar-
keppni liðanna átta sem voru
í tveimur efstu sætum í
riðlunum fjórum. I undan-
úrslitum gerði liðið 2-2
jafntefli við Hvöt á Blöndu-
ósi á útivelli og var síðan
undir 0-1 á heimavelli í
Bolungarvík þangað til fáar
mínútur voru til leiksloka.
Jöfnunarmark á elleftu
stundu varð til þess að liðið
komst í úrslitin með fleiri
mörkum skoruðum á úti-
velli.
Spennan var þó enn meiri
í sjálfum úrslitunum, þar
Súðavík
Kirkjan
100 ára
- kom frá Hesteyri
Þess var minnst um síðustu
helgi, að kirkjan í Súðavík er
aldargömul um þessar mundir.
Hún hefur þó ekki verið í
Súðavík nema tæpa fjóra
áratugi, því að hún var upphaf-
lega reist á Hesteyri í Jökul-
fjörðum árið 1899. Þá var Bull
hvalveiðiforstjóri með bæki-
stöð sína við Hesteyrarfjörð
og gaf hann Hesteyringum
kirkjuna sem var flutt til-
höggvin til íslands frá Noregi.
Um 1960 ákváðu íslensk
kirkjuyfírvöld að taka Hest-
eyrarkirkju ofan og flytja hana
til Súðavíkur og mæltist sú
ákvörðun misjafnlegafyrir, að
ekki sé meira sagt. Hvað sem
því líður hefur kirkjan gegnt
sínu hlutverki í Súðavík með
ágætum í senn fjörutíu ár og
var stækkuð og endurbætt fym
á þessum áratug.
sem andstæðingurinn var lið
Njarðvíkinga. Þar var fyrri
leikurinn líka á útivelli og
lauk honum með jafntefli,
0-0. Þegar fáar mínútur voru
til loka seinni leiksins í Bol-
ungarvík höfðu gestirnir
yfir, 2-3, og ljóst að KÍB
nægði ekki jafntefli vegna
reglunnar um fleiri mörk
skoruð á útivelli. Nokkrum
mínútum fyrir leikslok kom
jöfnunarmarkið og dómar-
inn mun einmitt hafa verið
að draga djúpt að sér ferskt
sjávarloftið utan af Djúpi til
að flauta leikinn af þegar
boltinn rataði aftur í markið
hjá Njarðvíkingum. Niður-
staðan því 4-3 og réttur til
að leika í 2. deild að ári.
Tuttugu og fjögur lið
kepptu í 3. deildinni í fjórurn
riðlum en átta fóru í úrslita-
keppnina og aðeins tvö
komust upp, eins og áður
segir, Afturelding í Mos-
fellsbæ og KÍB, en þau léku
í santa riðlinum sem sam-
kvæmt þessu virðist hafa
verið sterkastur. KIB hlaut
28 stig úr 12 leikjum í sínum
riðli, vann 9 leiki, gerði eitt
jafntefli og tapaði tveimur
leikjum. Markatalan var 48
gegn 10. Björn Vilhelmsson
þjálfaði lið KÍB og lék jafn-
framt með liðinu.
Þrír af stjórnarmönnum KIB ásamt þremur leikmönnum sem fengu sérstakar viðurkenningar fyrir frammistöðuna í
sumar. I fremri röð eru (f.v.) þeir Pétur Runólfsson, sem útnefndur var efnilegasti leikmaðurinn, Haukur Benediktsson,
sem útnefndur var knattspyrnumaður ársins, og Guðbjartur „gullfótur“ Flosason, markakóngur KIB ísumar. Baklijarlar
þeirra eru (f.v.) Agúst Gíslason, ritari KIB, Guðjón Brjánsson, gjaldkeri, og Elías Jónatansson, formaður.
Kvenþjóðin lœtur sig ekki vanta þegar strákarnir í KIB eru annars vegar og alls ekki á uppskeruhátíðum.
Viú vgíúuiíi iBonusi
r1 J “Sk1
-J .4jSlP '
^^
í
I 1
1 Ly _
28.29. oö ao.septGmbGr
UmgjafOií og glorðaOoins
I
J
l
l/
í
GLERAUGNAVERSLUN
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 9