Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Page 2

Bæjarins besta - 08.12.1999, Page 2
pjPlaiinij Útgefandl: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísaflörður Halldór Sveinbjörnsson ■s 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaðnr: hprent@snerpa.is Hfynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bb bb@snerpa.is Bæjarins besta er í samtökum bæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftlrprentim, hjjóðritun, notkun jjósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Flökurleiki Hafi örlað á glætu er benti til að umræðan um lands- byggðavandann svokallaða yrði eilítið vitrænni og menn færu smátt og smátt að átta sig á því að fólksstreymið til þéttbýliskjarnans viðFaxaflóaervandamál þjóðarheildar- innar, er hætt við að sá neisti slökkni. Þessa ályktun má draga af viðbrögðum stjórnarfor- manns Byggðastofnunar. Egils Jónssonar, fyrrv. alþingis- manns, í grein í Mbl. í nýliðinni viku, sem hann nefnir „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús“, en þar segir hann í upphafi: „Sáttmáli núverandi ríkisstjórnar talar skýru máli um til hvaða horfs eigi að færa skipulag byggðamála. Þar segir: „Fyrsta verkefnið á þessu sviði er að færa Byggðastofnun undir Iðnaðarráðuneytið og sam- eina atvinnuþróunarstarfsemi á þess vegum." Hér er talað tæpitungulaust," segir Egill, ,,um þann ásetning að færa atvinnuþróunarstarfsemina úti á landi undir Iðn- tæknistofnun íslandsog treysta þannig hlut stofnanaveld- isins í Reykjavík.“ [Lbr.BB] Þótt margt og misjafnt megi eflaust segja um störf Byggðastofnunar á liðnum árum er því ekki að leyna að rnargir óttast þá fyrirætlan stjórnvalda „að færa stjórn byggðamála og stefnumótun undir pólitískt forræði iðnað- arráðherra" eins og Egill Jónsson orðar það. Agli Jónssyni er óglatt við tilhugsunina urn örlög Byggðastofnunar í höndum iðnaðarráðherra [og skal heilsufar hans almennt ekki metið út frá því]. Og honum verður tíðrætt um ráðherravandamál Framsóknarflokks- ins, sem ráðgert hafði verið að leysa innan Byggðastofnun- ar [og allir vita nú hvernig fór um þann útreiðartúr]: „Innanflokksmálefni Framsóknarflokksins eru gjörsam- lega óháð byggðamálum. Þau mál verður flokkurinn að leysa af eigin rammleik, til þess hefur hann góða reynslu (!!?) og umfram allt verða málefni dreifðra byggða á Islandi að vera í friði fyrir innbyrðis vanda Framsóknar- flokksins." Þeir þekkjast vel yfír girðinguna, þingmennir- nir. Nú loks telja stjórnvöld sér fært að auglýsa stöðu þriðja bankastjóra Seðlabankans, enda búið að koma þessu vandræðabarni Framsóknarflokksins til þessa, í friðar- höfn; stöðu, sem virðist hafa þann tilgang helstan að viðhaldapólitískujafnvægi milli núverandi stjórnarflokka. Það eitt er vitað um framgang málsins, að bankastjórinn verður úr „réttum flokki" eins og bankamálaráðherra mun hafa komist svo hnyttilega að orði. Fleirum er bumbult en stjórnarformanni Byggðastofn- unar. Pólitísk hrossakaup leysa ekki vanda landsbyggðar- innar nú frekar en fyrri daginn. Og að fjölga bankastjórum Seðlabankans í pólitískum hagsmunatilgangi einum sam- an er sóun á fjármunum og ekkert annað. s.h. ORÐ VIRUNNAÐ Falsvinur Fcilsvinir nefnast þau orð, sem eru svipuð orðum á öðrum tung- um en hafa ólíka merkingu. Dæmi sem snerta íslensku: Danska orðið pande í merkingunni enni, þýska orðið Kind (barn), ítalska orðið caldo (heitur) og enska orðið another í merkingunni enn einn. I textaþýðingum í sjónvarpi eranotherjafmn þýtt semannar, einnig þegar slfkt er víðs fjarri lagi, sbr. another thunder í merk- ingunni enn ein þruman (þegar margar eru komnar á undan). Þekkt er þýðing dönskunema á málsgreininni Hun blev rpd i hovedet og var lige ved at grœde: Hún fékk rör í höfuðið og varð að liggja þangað til það greri. Boð íslandsbanka til allra landsmanna um ókeypis áskrift að Netinu Baukinn mun tapa við- skiptavinnni og veltu - og gaman að vera orðinn þjáningarbróðir Landssímans, segir Björn Davíðsson hjá Snerpu „Þetta kemur alls ekki til með að kippa stoðunum und- an rekstrinum hjá okkur, jafn- vel þó að allt gangi frarn sem íslandsbanki og Islandssími hafa lýst yfir í þessunt efnum. En vissulega er þetta slæmt fyrir okkur og hlýtur að hafa áhrif á þjónustustigið um alit land", segir Björn Davíðsson hjá tölvuþjónustunni Snerpu á ísaftrði í samtali við blaðið. íslandsbanki og Islandssími hafa gert samning þess efnis að bankinn býður öllum lands- mönnum ókeypis tengingu við Netið en Islandssími mun sjá urn rekstur kerfisins. I framhaldi af fréttum af þeim samningi tilkynntu Lands- banki íslands og Landssíminn að fyrirtækin hygðust hefja samstarf um rekstur netþjón- ustu með nýju sniði, m.a. urn notkun GSM-síma í banka- viðskiptum. Hins vegar hefur ekki komið fram að í því sam- starfi verði þjónustan ókeypis. „Ef við horfum á þetta frá sjónarmiði hins almenna not- anda frekar en frá okkar sjón- armiði, þá er spurningin hvernig hans hag sé borgið í framtíðinni. Islandsbanki virðist vera að bjóða þjónustu sem hann segist gefa núna en um framtíðina er ekkert tryggt. Bankinn getur þess vegna tekið það upp hjá sér eftir einhvern tíma að segja: Þetta er nú búið að vera ágætt en héðan í frá kostar áskriftin svo og svo mikið. Mér sýnist að ekkert banni þessum aðil- um að hegða sér með þessum hætti en hins vegar gæti það verið spurning um siðferði í viðskiptum. Mér virðist að Islandsbanki sé potturinn og pannan í þessu en Íslandssími fyrst og fremst í aukahlutverki sem fram- kvæmdaraðili. Ég velti því fyrir mér hvort Islandsbanki hafi hugsað það til enda hvort þetta borgar sig fyrir hann, en ValurValsson bankastjóri hélt því frarn í viðtali, að bankinn væri að þessu til að græða á því. El' það yfirlýsta takmark næst að fá 40 þúsund áskrif- endur með þessum hætti, þá er þar með verið að glata að minnsta kosti 50 milljón króna mánaðarveltu út úr bankan- um. Reikna má með að hver við- skiptavinur greiði a.m.k. kr. 1.400 í áskrift á mánuði og níu af hverjum tíu netþjón- ustufyrirtækjum eru í við- skiptum við Islandsbanka. Þannig mun bankinn tapa um 90% af 56 milljón króna veltu á mánuði, þ.e. ef „vel“ gengur og. En ef illa gengur og þessi tilraun mistekst, þá tapar bankinn líka þessari veltu, því að netþjónustufyrirtækin segja sig auðvitað úr viðskipt- um við bankann. Island er einfaldlega of lítill markaður til þess að menn selji hver öðrum auglýsingar til þess að greiða hver öðrum fyrir notkun á þjónustu, sem klárt mál er að þarf að greiða háar fjárhæðir fyrir. En ljósi punkturinn í þessu máli er sá, að það er gaman að vera loks- ins orðinn þjáningarbróðir Landssímans!“, sagði Björn. Hlutafé Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. aukið um allt að 50 milljónir Kaupir kvóta af Bása- felli fyrir 600 milljónir - grundvöllur byggðar að fyrirtækin skili arði, segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. (HG) í Hnífsdal hefur gert samning við Básafell hf. um kaup á aflaheimildum fyrir 600 milljónir króna. I samtali við blaðið sagðist Einar Valur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri HG, reikna með því að yfirfærsla kvótans frá Bása- felli ætti sér stað í þessum mánuði.TiI þess að fjármagna kaupin að hluta hefur verið ákveðið nýta heimild til að auka hlutafé HG urn allt að 50 milljónir króna að nafn- virði, en fyrir aukningu er hlutafé HG rétt tæpar 600 milljónir króna að nafnvirði. { hinu nýja hlutafjárútboði er eingöngu um að ræða sölu til forkaupsréttarhafa á geng- inu 6,25 þannig að söluverðið á 50 milljón króna hlut er sam- tals 312,5 milljónir króna. Nú- verandi hluthafar eiga for- kaupsrétt í hlutfalli við hluta- fjáreign sína fram til 22. des- emberen getajafnframt fram- selt hann að hluta eða öllu leyti. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. varð til í haust við samein- ingu Hraðfrystihússins hf. Hnffsdal og Gunnvarar hf. á ísafírði. Fyrir u.þ.b. rnánuði var samþykkt að Mjölvinnsl- an hf., íshúsfélag Isfírðinga hf„ Harðfískstöðin hf„ Tog hf. og Fiskiðjan ehf„ öll í meirihlutaeigu HG, yrðu sam- einuð HG. í fyrstu reiknings- skilum hins nýja fyrirtækis sem birt voru í síðasta mánuði, þar sem saman er tekin af- koma allra framangreindra fé- laga nerna Mjölvinnslunnar hf„ kernur fram að hagnaður samstæðunnar var 157 millj- ónir króna fyrstu átta mánuði þessa árs. Þegar EinarValur Kristjáns- son framkvæmdastjóri var spurður um ástæður góðrar afkomu, þegar rekstur sumra hliðstæðra fyrirtækja gengur illa, svaraði hann: „Ef við ætl- um að lifa, þá verðum við að græða. Það leggur enginn pen- inga í fyrirtæki sem er að tapa. Hlutaféð í fyrirtækinu er spari- fé fólks og við verðum að ávaxta þetta fé betur en fólkið getur annars staðar. Það er einfaldlega grundvöllur byggðar hér að fy rirtæki n skili arði“, sagði Einar Valur. Börn á aldrinum þriggja til átta ára höfðu margt til að una sér við á skemmtistund í Edinborgarhúsinu á ísafirði sl. laugardag, meðan foreldrarnir voru að útrétta í bœnum. Jólalög voru sungin, jólasaga lesin, jólamyndir teiknaðar og sittlivað fleira gert til gam- ans. Dagskrá þessi verður á ný í Edinborgarhúsinu nœsta laugardag, 11. desember, frá kl. 15 til kl. 16.30 og skal tekiðfram, að það kostar ekkert að eiga þessa skemmtistund í glöðum hópi. Er föndrari í fjölskyldunní? Erum með gjafakort og ýmislegt fleira til jólagjafa. Komdu og skoóaðu í kistuna! Föndurkistan, Fagraholti 1 2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.