Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Síða 3

Bæjarins besta - 08.12.1999, Síða 3
ísfirskir hluthafar í Básafelli hf. Vikan framundan Básafell hf. að leysast upp Komið að leiðarlokum? - ætlunin með sameiningu margra félaga var að mynda „öflugt fískvinnslu- og sjávarútvegs- fyrirtæki á Vestfjörðum“ og „auka arðsemi“ Básafell hf. var stofnað á Isafirði í febrúar 1992 og var upphaflega rekið sem rækjuvinnsla að Sindragötu 1. Rækjan var aðallega keypt af skipum í eigu Asa- fells hf. og Sandeyrar hf. en þau fyrirtæki voru að miklu leyti í eigu sömu aðila og áttu Básafell hf. Sumarið 1995 sameinuðust þau Básafelli hf. ásamt tveimur öðrum tengdum félögum, Kögurfelli hf. og Skipeyri hf. Frekari sameiningarurðu ári seinnaþegarBásafelI hf. og þrjú önnur sjávarútvegs- fyrirtæki ákváðu að samein- ast og mynda „eitt öflugt fiskvinnslu- og útgerðarfyr- irtæki áVestfjörðum". Sam- komulag náðist milli félag- anna í nóvember 1996 en að því stóðu, auk Básafells hf., Togaraútgerð Isafjarðar hf„ Útgerðarfélagið Slétta- nes hf. og Ritur hf. Fyrir- tækin voru síðan sameinuð undir nafni og kennitölu Básafells hf. miðað við 1. júní 1996 með það markmið „að samnýta framleiðslu- þætti, hagræða í rekstri, auka arðsemi og gefa möguleika til vaxtar“. Næsta skref var tekið þegarsameinað Básafell hf. keypti öll hlutabréf Hrað- frystihússins Norðurtanga hf. í desember 1996 og voru félögin síðan sameinuð 1. maí 1997. Með kaupunum á Norðurtanganum eignað- ist Básafell hf. umtalsverð- an hlut í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri og undanfarin ár hefur félagið verið með rekstur þar. Snemma árs 1997 var undirritað sam- komulag við alla hluthafa í Kanrbi hf. á Flateyri um sameiningu félaganna og var sameiningin miðuð við l.janúar 1997. Við samein- inguna lagði Kambur kvóta upp á 2.400 tonn inn í Bása- fell en nú er sá kvóti með öllu horfinn Flateyringum. Hinrik Kristjánsson, sem var framkvæmdastjóri Kambs, segir það mikil vonbrigði hvernig mál hafa þróast hjá Básafelli. Miklar sviptingar hafa orðið í eignarhaldi og yfir- stjórn Básafells á þessu ári. I sumar og haust keypti Guðmundur Kristjánsson frá Rifí um helmingshlut í félaginu og í haust tók hann framkvæmdastjórnina í sín- ar hendur. Fram hefur kom- ið hjá Guðmundi, að staða félagsins hafi reynst ennþá erfiðari en menn höfðu reiknað með. Heimildar- menn sem blaðið hefur rætt við eru á einu máli um það, að Guðmundur hafi lagt sig mjög fram um að bjarga því sem bjargað verður, með það að leiðarljósi að niður- staðan verði sem hagstæð- ust fyrir atvinnulíf hér á svæðinu. Frá slysstað 5. febrúar síðastliðinn. Ökumenn tveggja bifreiða Ákærðir fyrir manndráp af gáleysi Lögreglustjórinn á Isa- firði hefur höfðað opinbert mál á hendur tveimur Þing- eyringum fyrir umferðar- lagabrot og manndráp af gá- leysi. Akæran var þingfest fyrirHéraðsdómiVestljarða á mánudag. Ákærðu er gefið að sök að hafa hinn 5. febrúar sl., um kl. 16:30, ekið bifreið- um sínum inn á einbreiða brú á þjóðvegi nr. 60 yfir Vaðal í Önundarfirði, of hratt og án nægjanlegrar að- gæslu, á hálum vegi, með þeirn afleiðingum, að bif- reiðar þeirra skullu saman og farþegi í annarri bifreið- inni, kona fædd árið 1966, lést samstundis af miklum innvortis áverkunt sem og ófætt barn hennar. Samkvæmt ákærunni telst brotið varða við 1. mgr. og stafliði g. og h. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga og 215. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 sbr. 108. gr. laga nr. 82/1998. Stefiia að stofiiun eignarhaldsfélags til kvótakaupa Svo virðist sem Guðmund- ur Kristjánsson, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Bása- fells hf„ eigi ekki annan kost vegna gríðarlegra skulda fé- lagsins en að hluta það í sund- ur og selja umtalsverðan hluta af eignum þess, þar á meðal aflaheimildir. Isafjarðarbærer annar stærsti hluthafinn í Básafelli með um 10% hluta- fjár. Fyrir tæpum tveiniur vikurn réð Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Isafjarðarbæjar, Har- ald Líndal Haraldsson hag- fræðing sem ráðgjafa bæjarins í málefnum Básafells hf. Har- aldur, sem á sínum tíma var bæjarstjóri á Isafirði, hefur mikla reynslu í endurskipu- lagningu rekstrar og fyrir- tækja og skemmst er að minnast starfa hans við undir- búning og stofnun Fiskvinnsl- unnar Fjölnis á Þingeyri í haust. Markmiðið var að kanna möguleika á því að ísfirskir hluthafar í Básafelli sameinist Halldór Halldórsson. um að kaupa aflaheimildir af fyrirtækinu, nú þegar fyrir liggur að það verði limað sundur, og halda þeim þannig íbyggðarlaginu. ÞeirHalldór, Haraldur og Andri Árnason, lögmaður Isafjarðarbæjar, hafa rætt við fulltrúa helstu hluthafa hér vestra, svo sem fulltrúa Isafjarðarbæjar, Verkalýðsfélagsins Baldurs, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, hluthafa á Flateyri og Suður- eyri og fleiri. „Hlutirnir hafa gerst hratt“, sagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri í samtali við blað- ið. „Á fimmtudag í síðustu viku var haldinn fjarfundur með fulltrúum hluthafa þar sem sumir málsaðilar voru í Reykjavfk en aðrir í Þróunar- setrinu á Isafirði. Þar var ákveðið að halda þessu starfi áfram og Haraldur var beðinn um að aflafrekari upplýsinga. Við hittumst aftur á fjarfundi á laugardagsmorgun og þar var ákveðið að ganga til samn- ingaviðræðna við Guðmund Kristjánsson um kaup á sem mestum aflaheimildum af Básafelli hf. og nota til þess andvirði hlutabréfa í fyrir- tækinu. Síðan stefnum við að því að safna sem mestu hluta- fé frá fjárfestum til viðbótar. Samkvæmt þessurn hug- myndum yrði til mjög áhuga- verður fjárfestingarkostur, eins og hefur t.d. sýnt sig með dæmið sem sett var upp á Þingeyri með stofnun Fjöl- nis“, sagði Halldór. Nýr Kambur stofnaður á Flateyri Starfseinin áfram með sama hættí - Flateyringar hyggjast láta reyna á réttarstöðu sína varðandi byggðakvótann Stjórn Básafells hf. ákvað í síðustu viku að hætta starf- semi á Flateyri um áramótin. I framhaldi af því var fyrir- tækið Kambur ehf. stofnað á Flateyri og sl. fimmtudag var gengið frá kaupum þess á fast- eignurn, vélum og öðrum bún- aði Básafells á Flateyri. Hins vegar eru engar aflaheimildir með í kaupunum. Framkvæmdastjóri Kambs ehf. er Hinrik Kristjánsson sem verið hefur vinnslustjóri hjá Básafelli á Flateyri. Stær- stu hluthafar eru Hinrik og Ingibjörg Kristjánsdóttir, eig- inkonahans, semerverkstjóri í vinnslunni á Flateyri, og eignarhaldsfélagið Hjálniur á Flateyri, og aðrirhluthafareru að mestu leyti Flateyringar. Karnbur hf. sem á sínurn tíma starfaði á Flateyri var innlim- aður í Básafell fyrir nokkrum árum en Kambur ehf. er al veg nýtt fyrirtæki. I samtali við blaðið sagði Hinrik að stefnt væri að því að halda áfram vinnslu á Flat- eyri með sama hætti og verið hefur. „Þessa dagana er verið að tryggja samninga að niiklu leyti við þá báta sem hafa lagt hér upp og að tryggja enn frek- ari viðskipti. Starfsmanna- fjöldinn hlýtur síðan að rnark- ast af því úr hverju er að vinna hverju sinni.“ Fram hefur kornið, að Flat- eyringar hyggist láta reyna á réttarstöðu sína varðandi út- hlutun byggðakvótans svon- efnda til Isafjarðarbæjar, sem nam samtals 387 tonnum. í afgreiðslu Byggðastofnunar voru 115 tonn ætluð Flateyri, 102 tonn ætluð Suðureyri og 170 tonn ætluð Þingeyri. Nið- urstaðan varð hins vegar sú, að allur byggðakvótinn fór til Þingeyrar. Hinrik Kristjánsson leggur á það megináherslu, að al- hugasemdir Flateyringa varð- andi úthlutunina beinist „á engan hátt gegn nágrönnum okkar og vinum á Þingeyri, það er af og frá. En ég varaði við því á sínum tírna að þessi lilhögun myndi skapa meiri vandamál en hún leysti, enda var sett fram vinnuregla um að leita uppruna kvótans og það hlýtur einhver jafnræðis- regla að gilda um slíkt. Ákveðinn kvóti var eyrna- merktur bæði Flateyri og Suð- ureyri og við hljótum að láta á það reyna hvort þessi byggð hér geti ekki líka fengið afla- heimildir. Kvóti er forsenda þess að mega sækja í þessa auðlind hér við bæjardyrnar, án þess þó að þurfa að vera á biðilsbuxum eftir einhverjum aumingjakvóta. Til þess að hafa tilverugrundvöll í ftsk- vinnslu verður hráefni að vera til staðar.“ Varðandi undirbúning að stofnun eignarhaldsfélags um kaup á aflaheimildum af Básafelli, seni greint er frá hér í annarri frétt, segir Hinrik: „Við höfum tekið þátt í þeim fundum og fylgst með því máli. Þessi leið er kannski sú sem við eigum helst færa til að geta varið kvótann í bæjar- félaginu. Mér finnst hún at- hyglisverð og ástæða til að skoða hana rnjög alvarlega." 8. desember Þennan dag árið 1971 var samkomulag undirritað milli Islands og Kína uni stjórn- málasamband ríkjanna. Kín- verjar opnuðu sendiráð í Reykjavík árið eftir. 9. desember Þennan dag árið 1956 kom Hamrafell til landsins, en það var þá stærsta skip sem Islendingar höfðu eignast. Það var 167 metra langt og gat aðeins lagst að bryggju á einurn stað á landinu, í Hafnarfírði. Skipið var selt til Indlands árið 1966. 10. desember Þennan dag árið 1907 var bifreið ekið í fyrsta sinn norðanlands, frá Akureyri að Grund í Eyjafirði. Þetta var vörubifreið og önnur bif- reiðin sem flutt hafði verið til landsins. 11. desember Þennan dag árið 1975 sigldi breski dráttarbáturinn Lloydsmann tvívegis á varð- skipið Þór í mynni Seyðis- fjarðar, innan við tvær sjó- mflur frá landi. Þetta voru alvarlegustu átökin í land- helgisdeilunni og kærðu Islendingar Breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. desember Þennan dag árið 1904 voru rafljós kveikt á íslandi í fyrsta sinn. Rafmagnið var frá vatnsaflsstöð Jóhannesar Reykdals við Lækinn í Hafnarfírði. 13. desember Þennan dag árið 1947 varð björgunarafrekið mikla við Látrabjarg. Tólf mönnum var bjargað við mjög erfiðar aðstæður af breska togaran- um Dhoon sem strandaði við bjargið. Björgunarmenn- irnir hlutu æðstu heiðurs- merki Slysavarnafélags ís- lands og Bretakonungs. Um þennan atburð var síðar gerð kvikmynd. 14. desember Þennan dag árið 1935 var ofviðri uni mest allt land. Tuttugu og fimm manns fórust, flestir drukknuðu. 1 Reykjavík slitnuðu símalín- ur og reykháfar fuku af húsum. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.