Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Síða 10

Bæjarins besta - 08.12.1999, Síða 10
Jónas Þorgeirsson við klettana skammt frá þeim stað þar sem Effie koin að landi. Lidiu van Berkum fannst hún hafa verið óratíma í sjón- um. Vélinni var nauðlent rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið — nú var hún farin að ganga níu: „Eg var farin að bíða. Eftir þyrlu. Mér var orðið hræði- lega kalt. En það kom enginn. „Hvar er björgunarfólkið á þyrlunni," hugsaði ég. Ég var orðin leið á tilbreytingarleys- inu og baráttunni við hafið. Aldrei áðurhafði ég upplif- að annan eins einmanaleika. „Þeir finna þig,“ sagði ég aftur við sjálfa mig. Öðru hverju sá ég kletta. En var nokkur möguleiki fyrir mig að synda þangað? Þetta voru stórir klettar. „Nei, þá eyði ég kröftun- um.“ Ég var stöðugt að hugsa um hvað ég ætti að gera: „Hve langan tíma á ég eftir? Hvenær missi ég meðvitund? Hvenær verður þetta búið spil fyrir mig?“ Mér kólnaði og kólnaði. Nú var ég farin að skjálfa. Mér brá við þessa tilfinningu. Þetta var eins og mátt- og meðvit- undarleysi væri að gera boð á undan sér. „Ó, nei! Nú mun ég ekki komast af. Nei, jú — slakaðu á.“ Mávarnir voru farnir að fljúga ískyggilega nálægt mér. Þeir horfðu nístandi augnaráði á mig. Nú, já! Er ég þá orðin bráð? Eða fer ég að verða bráð ef ég missi meðvitund? „Já, já, reynið þið bara að ná mér!“ Ég hugsaði þessum stóru fuglum þegjandi þörfina. Aður en ég vissi af settust tveir mávar þarna rétt við hlið- ina á mér í sjónum. Mjög ná- lægt. Eins og þeir væru að fylgjast með væntanlegri bráð. Ég forðaðist að horfa í augun á þeim. „Nei, nei, ég er ákveðin í að berjast við þessa fugla ef á þarf að halda. Þeir ná mér ekki.“ Ég hugsaði til föður míns.“ Eftir að Effie komst upp í fjöruna kom hún auga á bygg- ingar sem hún vissi ekki hvort voru yfirgefnar eða ekki: „Ég hugsaði: „Farðu nú þangað til að reyna að finna fólk — bara einhvern. Það er í lagi með þig en nú ríður á að finna Lidiu.“ Ég nánast skreið upp úr fjörunni og reyndi að staulast á fætur. Brátt sá ég moldarveg. Ég skimaði eftir einhverju sem gæti veitt mér skjól en sagði við sjálfa mig að ég yrði að komast áfram hvað sem það kostaði. Nú kom ég auga á byggingu í talsverðri fjarlægð. Á henni var Ijós. „Ef það er Ijós á hús- inu eru einhverjar líkur á að þar sé fólk. Rafmagn þýðir að líklegt er að sími sé í húsinu og jafnvel einhverjar manna- ferðir. Ef enginn er þarna tek ég stein og brýt rúðu til að kannahvortég komist í síma.“ Ég brölti þarna áfram og reyndi að hraða mér. Þegar ég nam staðar kallaði ég ef vera skyldi að einhver heyrði í mér.“ Klukkan var að verða hálf- níu. Rétt tæp ein og hálf klukkustund var liðin frá því að flugvél hollensku kvenn- anna fór í sjóinn. Jónas á Ratsjárstöðinni var búinn að hlaupa heil ósköp um í fjörunni og á svæðinu í kring: „Fyrst hafði ég gengið vestur fyrir stöðina og út fyrir girð- ingar. Ég kíkti í flæðarmálið og ýmist gekk eða hljóp út fyrir eiði sem þarna er. Ekki fann ég neina lykt og varð einskis vísari sem benti til að nokkur flugvél gæti ver- ið í nágrenninu. Ég gekk til baka. Mér datt í hug að fara austur fyrir þar sem eru byggingar sem tilheyra Ratsjárstöðinni. Þegar ég var kominn langleið- ina að tveimur stórum og gömlum fjarskiptaloftnetum sem standa hlið við hlið hey rði ég eitthvað” Voru þetta einhver köll! „Hér á þessu svæði á enginn að vera núna. Þetta getur ekki verið annað en björgunarsveit- in eða fólk úr þessari flugvél.“ Mér brá. Hjartað tók kipp. Þetta var mjög óvænt. Ég sá engan en hljóp strax af stað og reyndi að renna á hljóðið. Ég nam staðar til að heyra betur en heyrði ekkert. Ég hljóp áfram og nú heyrði ég aftur eitthvert kall. Þegar ég stansaði til að hlusta sá ég eitthvað hreyfast fyrir ofan klettana. Þetta var mannvera — lág- vaxin kona. Hún var rennandi blaut. Konan virtist að niður- lotum komin. Hún var blá- klædd, í einhvers konar þurr- búningi, svipuðum þeim sem seglbrettamenn nota. „Hvað? Fjandakornið! Nú erméröllum lokið. Vélin hef- ur þá farið niður hérna ein- hvers staðar rétt hjá okkur á Ratsjárstöðinni eftir allt,“ hugsaði ég. Ég hljóp sem fætur toguðu til konunnar. Hún stóð varla í fæturna. Vesalings konan var hríð- skjálfandi. Henni virtist hræðilega kalt þarna í rokinu. Ég ákvað að reyna að leiða þessa umkomulausu mann- veru í skjól við byggingu nokkra tugi metra frá. Nú varð ég að fá eins miklar upplýs- ingar hjá konunni og mögu- legt var. Fyrst lét ég vita í talstöðina svo að tilkynnt yrði í síma frá Ratsjárstöðinni til björgunar- sveitarinnar að kona hefði fundist. „Ég er búinn að finna konu,“ sagði ég. Nú fór ég að spyrja konuna frekar um hvað hefði gerst. „Hvað voruð þið mörg?“ spurði ég á ensku. „Hvar fór flugvélin niður?“ Konan benti inn í víkina. Hún var máttlaus, reikul í spori og ég studdi hana. Ég var enn mjög hissa á því að hafa hitt konuna þarna. Hún var í mikilli geðshræringu og þrekuð, enda nýbúin að þreyta sund í öldunum fyrir utan. „Heldurðu að þú sért bein- brotin?” spurði ég. Konan var greinilega marin í andliti. Hún talaði við mig á þremur tungumálum: hollensku, ensku og síðast en ekki síst bjagaðri íslensku sem kom mér á óvart. Ég kannaðist auð- Sýning til minnmgar um landhelgismálið í Dýrafirði „Lífgjafi Hannesar64 skipar heiðurssess Sjónaukinn frægi úr Dýrafirði, sem nefndur er „lífgjafi Hannesar Haf- stein“, skipar heiðurssess á sýningunni „Landhelgis- málið á Dýrafirði fyrir 100 árum“ í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði. Sjónaukinn var fenginn að láni úr Sjóminja- safninu á Isafirði. Sýningin er settupptil minningarumþann atburð í október 1899, þegar þrír Dýrfirðingar drukknuðu og Hannes Hafstein sýslu- maður Isfirðinga var hætt kominn við að reyna að taka breska togarann Royalist við ólöglegar veiðar í landhelgi. Lidia heimt úr helju ásamt bjargvœttum sínum, þeim Þorvarði Helgasyni, lengst til hœgri, og Þorvaldi Hafdal Jónssyni „mági“ fyrir miðri mynd. Að baki þeim stendur Jónas Friðriksson, sjúkraflutningamaður á Höfn. Ljósmynd: Júlía lmsland. Ljósmynd.-Júlía Imsland vitað við öll tungumálin: hol- lensku þekki ég vel, ensku tala ég reiprennandi og svo sjálft móðurmálið. Aðfram- komin reyndi hún að segja mér eitthvað; allt í einum hrærigraut. Hún spurði hvort ég hefði heyrt í þeim! „Hvaða þeim?“ hugsaði ég. Ég vissi ekki hvað hún var að meina en sagði strax já — til að reyna að róa blessaða kon- una. Hún hélt á Argus-tæki sem á að gefa frá sér staðsetn- ingarsendingar fyrir GPS um gervitungl. „Hvar fóruð þið niður?“ reyndi ég að spyrja konuna. Ég var farinn að skilja á henni að það var hún sem flaug vél- inni. Umfram allt vildi ég fá að vita hvar vélin væri og í nýjustu Útkallsbók Óttars Sveinssonar eru tvær sannar frásagnir. Sú fyrri segir frá því er flutningaskipið Suðurland sökk í Atlantshafi á jólunum 1986. Skipið var á leið til Murmansk með síldarfarm og var norðan við heimskautsbaug, miðja vegu milli Islands og Noregs. Um borð voru ellefu Islendingar. I sögunni geta lesendur skyggnst inn í hugarheim Islendinganna fimm sem lifðu slysið af. I þrettán tíma stóðu þeir í lekum gúmbát, í ísköldum sjónum í sparifötunum einum klæða- sumir berfættir. Einnig segja björg- unarmenn, m.a. flugmenn og sjómenn í danska sjóhernum, frá því hvernig staðið var að björgun- inni. I seinni sögu bókarinnar er lýst reynslu tveggja hollenskra kvenna er nauðlentu flugvél í sjónum við Höfn síðastliðið sumar. Við birtum hér hluta úr þeirri frásögn: hvort aðrir hefðu hugsanlega komist af. Ég var búinn að styðja konuna dálítinn spöl og sýndist hún ekki beinbrot- in. Mér veittist svo erfitt að skilja hvað hún var að segja að ég var farinn að halda að hún hefði verið á þyrlu! Þær hefðu verið tvær í vélinni.Allt hafði gerst svo snöggt. Konan var í þvílíkri geðshræringu að hún blandaði saman öllum tungumálunum. Mér var ljóst að hún yrði að jafna sig aðeins áður en línur færu að skýrast hjá henni. „Ég er ekki brotin," sagði konan og benti mér um leið í þá átt sem hún taldi flugvélina hafa farið niður í sjóinn.“ 10 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.