Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 2
Flugleiðin milli Bíldudals og ísaflarðar
Útgefandi: H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564
Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, netfang: bb@bb.is
Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon,
sími 862 1874, netfang: blm@bb.is
Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson,
sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is
Stafræn útgáfa: www.bb.is
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið-
Hriktir í
kyótakerfinu
Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í svonefndu Vatneyrar-
máli féll líkt og öflug sprengja í byrjun síðasta árs þeirrar
aldar, sem fært hefur fslendingum mestar framfarir og hag-
sæld frá upphafi. Má með sanni segja að ekki hafi verið
seinna vænna að hrikti almennilega í stoðum kvótakerfisins,
sem mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Alþingi bar
ekki gæfu til að taka með viðunandi hætti á fiskveiðistjórn-
uninni eftir dóm Hæstaréttar í Valdimarsmálinu og lét sér
nægja að plástra kerfið. A viðvaranir um frekari málarekstur
var ekki hlustað.
Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða varðandi 7. gr. laga
um fiskveiðistjórnun grundvallast á sömu forsendu og
dómur Hæstaréttar um 5. gr. sömu laga, sem Valdimarsmálið
snerist um. Um þann sáraeinfalda kjarna málsins, að ekki
er verjandi með nokkrum hætti að ,,lögð [sé] fyrirfarandi
tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti að öðrum
skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávar-
útvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem
nytjastofnar á íslands miðum eru. og þeir tiltölulega fáu
einstaklingar eða lögaðilar, sem höfðu yfir að ráða skipum
við veiðar í upphafi umræddra takmarkana á fiskveiðum,"
eins og segir í niðurstöðu Héraðsdómsins, sem vitnað er til
í nánari umfjöllun blaðsins um Vatneyrarmálið.
„Hvers vegna skyldu þeir, sem voru í fiskveiðum á tíma
kvótasetningarinnar, eiga atvinnuréttindi og eignarrétt
umfram aðra þegna þjóðfélagsins aldarfjórðungi síðar? Er
ekki atvinnufrelsi einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunn-
ar? A þá sá sem fyrr kemur meiri rétt en sá sem síðar
fæðist?“ spyr leiðarahöfundur Voga, blaðs sjálfstæðismanna
í Kópa-vogi, við áramót.
Stórkarlalegar, misvísandi yfirlýsingar í kjölfar dóms
Héraðsdóms Vestfjarða breyta engu um gildi dómsins og
dæma sig sjálfar. Hæstiréttur á síðasta orðið. Því miður
bendir allt til að stjórnvöld ætli að sitja aðgerðarlaus hjá þar
til sú niðurstaða fæst. Það væru stór mistök. „Obreytt fisk-
veiðistjórnarkerfi hefur runnið sitt skeið á enda. Það er að
verða yfirgnæfandi hagsmunamál fyrir sjávarútveginn sjálf-
an að leysa þær hörðu deilur, sem staðið hafa um fiskveiði-
stjórnarkerfið í meira en áratug.“ Lokaorð leiðara Mbl. um
Vatneyrarmálið.
Það er sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar að
helstu mein kvótakerfisins lendi undir hnífnum. Þá fyrst
getum við vænst sátta.
-s. h.
OÐÐ VIKUNNAD
Dornier
Islandsflug mun næstu mánuði nota Dornier-flugvélar á
leiðinni milli ísafjarðar og Bíldudals.
Claudius Dornier var þýskur flugvélahönnuður, f. 1884.
Arið 1911 smíðaði hann fyrstu flugvélina sem var öll úr
málmi. I báðum heimsstyrjöldum notuðu Þjóðverjar vélar
úr smiðju Dorniers.
Eftir seinna stríðið var flugvélasmíði bönnuð í Þýskalandi
og rak Dornier verksmiðju á Spáni til 1955 þegar hann
mátti aftur fara að smíða vélar í heimalandi sínu.
r
Islandsflug flýgur þrisvar í viku
Ríkiskaup f.h. samgöngu-
ráðuneytisins hafa samið við
Islandsflug urn að félagið ann-
ist áætlunarflug milli Isafjarð-
ar og Bíldudals næstu mánuði,
eða frá 18. janúar til 7. maí í
vor. Flug þetta var boðið út og
sendu þrjú félög inn tilboð,
sem opnuð voru í byrjun árs-
ins.
Samkvæmt samningnum
verður flogið milli þessara
staða þrisvar í viku, á þriðju-
dögum, miðvikudögum og
fímmtudögum kl. 10.30 frá
Bíldudal og kl. 11.00 frá ísa-
firði. Bókanir eru hjá umboði
íslandsflugs á Bíldudal.
Til þessa flugs mun íslands-
flug nota vél af gerðinni Dorn-
ier 228, sem er þýsk tveggja
hreyfla skrúfuþota og tekur
19 farþega. Félagið á þrjár
vélar af þessari gerð en þær
eru háþekjur og henta vel fyrir
stuttar flugbrautir og fjarða-
landslag
Lægsta tilboðið var frá ís-
landsflugi, kr. 1.430.000. Mý-
flug hf. bauð kr. 1.920.000 og
Flugfélagið Jórvík hf. kr.
2.550 þúsund. Fyrir hverja
aukalendingu á Patreksfjarð-
arflugvelli þegar ófært er
TILBOÐ í AKSTUR
í afj arðarbær auglýsir eftir tilboðum í
fólksflutninga á skíðasvæðin á í safirði.
Allar frekari upplýsingar um ferða-
fjölda, tímaáætlanir og æskilegan bún-
að og stærð bifreiða liggja frammi á
skrifstofu ísafjarðarbæjar í Stjórn-
sýsluhúsinuáísafirði.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn
20. janúar 2000 kl. 11:00 í fundarsal
bæjarstjórnar. Rétturer áskilinntil að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna
Iöllum.
ísafirði, 12. janúar 2000.
Bæjarstjórinn í Isafjarðarbæ.
landleiðina milli Bíldudals og
Patreksfjarðar bauð íslands-
flug kr. 10 þúsund en hin fé-
lögin kr. 15 þúsund hvort.
Frávikstilboð barst frá Flug-
félaginu Jórvík, þar sem mið-
að var við Patreksfjarðarflug-
völl í stað Bíldudalsflugvallar
og hljóðaði það upp á kr. 1.780
þúsund.
Landsmót UMFÍ 2004
Tvær umsóknir
frá Vestfjördum
Héraðssamband Bolung-
arvíkur og Héraðssamband
Vestur-ísfirðinga eru meðal
þeirra sem sækja um að
halda 24. Landsmót UMFÍ
árið 2004, en umsóknar-
frestur er nýliðinn. Ekki
munu allar umsóknir enn
hafa borist skrifstofu UMFÍ
en samkvæmt heimildum
blaðsins munu Keflvíkingar
og Skagfirðingar einnig
sækjast eftir að halda mótið.
Umsóknir verða lagðar
fram á stjórnarfundi UMFI
síðustu helgina í þessum
mánuði og verða í framhaldi
af því kannaðar aðstæður til
mótshalds á hverjum stað og
annað sem máli þykir
skipta.
Landsmót UMFI hefur
aldrei verið haldið á
Vestfjörðum. Ekki virðist
óeðlilegt eða óskynsamlegt
við fyrstu sýn, að Vestur-
ísfirðingar og Bolvíkingar
sameinist um að halda
myndarlegt landsmót á
norðanverðum Vestfjörðum.
Körfuboltinn
Þrír heimaleikir
Tíðarfarið hefur sett strik í
leikjatöflu KFÍ og hefur leikj-
um félagsins verið frestað
hvað eftir annað, nú síðast
vegna óveðurs sunnanlands.
Heintaleikurinn við KR í
Epsondeildinni sem frestað
var hefur verið ákveðinn nk.
sunnudag kl. 20. Kvennaliðið
tekur hins vegar á móti ÍS-
stúlkum á föstudag kl. 20 og
laugardag kl. 13.30. Allir
þessir leikir skipta miklu fyrir
KFÍ-liðin enda hefur einkum
gangurinn hjákarlaliðinu ekki
verið sem skyldi í vetur.
Blaðið leitaði eftir fyrstu yiðbrögðum n
kvótamáli í atneyrar BA, sem kveðini
Pétur Bjarnason, varaþing-
maður Frjálslynda flokksins
Alþíngí
verður að
bregðast við
„Mér finnst þessi dómur
mjög gleðilegur, fyrst og
fremst vegna þess að hann
undirstrikar nauðsyn þess
að tekið verði á kvótakerf-
inu. Eg lít svo á að Alþingi
kornist ekki hjá því að
bregðast við þeim skilaboð-
um sem komu frá Hæsta-
rétti fyrir meira en ári. Enda
þótt dómurinn hafi í því til-
viki einskorðað sig við 5.
grein laganna um stjórn ftsk-
veiða, þá er hér urn bæði 5. og
7. grein að ræða“, sagði Pétur
Bjarnason.
„Jafnframt vil ég gjarna
koma því á framfæri, að mað-
ur getur ekki annað en verið
hneykslaður yftr þeim hroka
sem lýsir sér í ummælum bæði
sjávarútvegsráðherra og for-
sætisráðherra um þessi mál.“
Ingimar Halldórsson, formaður
Útvegsmannafélags Vestflarða
Ástæða til að
hafa áhyggjur
„Ef þessi niðurstaða verð-
ur staðfest fyrir Hæstarétti,
þá er allt í uppnámi, bæði
kvótakerfið og stöðugleik-
inn í þjóðfélaginu", sagði
Ingimar Halldórsson.
-Telurðu að útvegsmenn
hafi almenntáhyggjurafþví
að þessi niðurstaða verði
staðfest þar?
„Já, og það er full ástæða
til að hafa áhyggjur af því.“
- Hvað gera menn ef
málalokin verða þessi?
„Það er ekki gott að segja
lngimar Halldórsson.
á þessari stundu. Fyrst er að
sjá hvernig ríkisvaldið muni
bregðast við.“
2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000