Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 2
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is Ritstjórí: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon, sími 862 1874, netfang: blm@bb.is Ljósmyndarí: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is Stafræn útgáfa: www.bb.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið- Horfttíl framtíðar Það er deginum ljósara að þrjú ísfirsk fyrirtæki eru með- al tólf íslenskrafyrirtækja, sem Iðntæknistofun og Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins hafa ákveðið að styðja við bakið á í vöruþróun. Stuðningurinn felur í sér faglega ráðgjöf og veitingu áhættulána. Eitt þessara fyrirtækja, Mjólkursamlag ísfirðinga, hefur um árabil skipað ákveðinn sess í atvinnulífi Isafjarðarbæjar þótt fyrirferð þess hafi ekki verið mikil á yfirborðinu; ann- að þeirra, Snerpa ehf., hefur þrátt fyrir ungan aldur, náð að sanna sig í hinum harða heimi hugbúnaðarins þar sem upp- götvun gærdagsins kann að vera úrelt í dag; og hið þriðja, Sindraberg ehf, er urn þessar mundir að stíga fyrstu skrefin í framleiðslu á sushi-réttum fyrir Bretlandsmarkað, fyrst og fremst, þótt ætlunin sé að sinna einnig íslenska markað- num er fram í sækir. „Það er langt frá því sjálfgefið að fyrirtæki séu samþykkt í vöruþróunarverkefni hjá okkur. Umsóknir sem berast eru kannaðar nákvæmlega og mörgum hafnað. Mér finnst merkilega mikil gróska á Isafirði og athyglisvert að þrjú fyrirtæki á svona litlum stað skuli fara inn í þetta hjá okkur. Nauðsynlegt er að fyrirtæki sem hyggjast sækja um, vinni vel heimavinnuna sína áður og það hafa þessi þrjú fyrirtæki á Isafirði vissulega gert.“ Þessi ummæli Önnu Margrétar Jóhannesdóttur, verkefnis- stjóra, hljóta að gefaforsvarsmönnum ísfirsku fyrirtækjanna byr í seglin og vissulega eru þessi tíðindi okkur öllum ánægja, þar sem með þeim skrefum sem þarna eru stigin er verið að brydda upp á nýjungum í ísfirsku atvinnulífi og myndi margur segja, að ekki veitti af. Ahættulán eru ný en löngu tímabær tegund fjármögnunar hérlendis. I stöðugt harðnandi samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins kunna þau að vera grundvöllurinn að því að nýir sprotar í atvinnulífinu nái að festa rætur. Viðurkenningin sem felst í liðsinni Iðntæknistofnunar og Nýsköpunarsjóðs undirstrikar að vel hefur verið að verki staðið heima fyrir. Mat er lagt á allar umsóknir um stuðning við vöruþróun; viðskiptahugmyndina, þekkingu og getu umsækjenda til að hrinda henni í framkvæmd, fjármagn sem viðkomandi hefur yfir að ráða og markaðssetningu. Hverjum nýjum sprota sem gróðursettur er í því augna- nriði að efla og styrkja atvinnulíf hér um slóðir ber að fagna og hlúa að. Ef þannig verður áfrarn á málunr haldið munum við fyrr en varir ná að rétta hag okkar. Af mörgu ljósu er þó eitt augljósast; Þetta verðum við að gera sjálf. , OÐÐ VIKUNNAÐ Allir þekkja neyðarnúmerið 1 12 og margir hina amerísku hliðstæðu 311. Þeim fækkar hins vegar sem þekkja alþjóðlega neyðarmerkið SOS, sem brátt er aldargamalt. Merki þetta var valið sakir þess hversu ritsímatáknin fyrir þessa stafi eru skýr og auðnumin (þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt). Ástæðan var ekki sú, eins og ýmsir hafa talið, að þessir stafir hafi verið skammstöfun ensku setningarinnar Save our souls (bjargið sálum okkar). Hún var búin til seinna í samræmi við stafina. Fjórðungssambandið efnir til fundar með sveitarstjórnariiiönnum Fjárhagur íslenskra sveitarfélaga til umræðu Boðað hefur verið til fundar eru boðaðir forsvarsmenn í Þróunarsetri Vestfjarðaáísa- vestfirskra sveitarfélaga en firði næsta miðvikudag, þar einnig munu fulltrúar ráðu- sem fjárhagsstaða sveitarfé- neyta og Sambands tslenskra laga verður til umræðu. Þar er sveitarfélaga væntanlega sitja jafnframt ætlunin að skipa hann. Tekið skal fram, að hér fimm fulltrúa í viðræðunefnd erekki um alntennan borgara- við stjórnvöld. Til fundarins fund að ræða. Fjórðungssamband Vest- félaga. firðinga gengst fyrir fundinum Að undanförnu hefur erfið- í framhaldi af fundi sem for- urfjárhaguríslenskrasveitar- svarsmenn kaupstaðanna félagaveriðmjögísviðsljósi. þriggja á Vestfjörðum áttu í Eins og hér hefur áður komið Reykjavík fyrir rúmum mán- fram hafa fjölmörg sveitarfé- uði með ýmsum fulltrúum rík- lög um fengið áminningarbréf isvaldsinsogsamtakasveitar- frá eftirlitsnefndinni. Niðurrif gamla barnaskólans á ísafirði Samþykkt bæjarstjórnar lagabrot? Á fundi í síðustu viku setti segir m.a.: hverfisnefnd telur að hún hússins standist Iög.“ umhverfisnefnd ísafjarðar- „Tillagan kom fram þrátt brjóti í bága við lög nr. 73/ Lög þau sem nefndin vísar bæjar ofan í við bæjarstjórn fyriraðmáliðhafihvorki verið 1997. Umhverfisnefnd beinir til eru Skipulags- og bygg- samabæjarvegnasamþykktar rætt né afgreitt í umhverfis- þeim tilmælum til bæjar- ingarlög. Álit og tilmæli um- hennar 3. febrúar sl. urn að nefnd né fræðslunefnd. Sam- stjórnar að leitað verði álits hverfisnefndar koma til urn- rífa gamla barnaskólahúsið á þykkt bæjarstjórnar kann að lögfræðings hvort ákvörðun ræðu á bæjarstjórnarfundi Isafirði. Ibókun nefndarinnar eiga sér stoð í lögum en um- bæjarstjórnar um niðurrif annað kvöld. Sumarferðabæklingarnir kynntir á ísafirði „Þruniustiiðu og nieira bókað strax en í fyrra Sumarbæklingarnir voru kynnlir hjáVesturferðum og hjá Samvinnuferðum-Land- sýnáísafirði ásunnudaginn. Á báðum stöðum var mikið rennirí en þann dag var þokkalegt vetrarveður á Isa- firði milli stóráhlaupa bæði áður og nóttina eftir. „Þetta var þrumustuð“, sagði Kristín Björnsdóttir hjá Vesturferðum. Þátttak- endapottur stóð á hlóðum og fengu heppnir gestir vinninga. Þegar Kristín var spurð hvort fólk kæmi ekki í tíðarfari eins nú ríkir og vildi fá sólarlanda- ferð á stundinni, sagði hún að svo væri ekki. „Það er alveg öfugt. Það er reynslan gegnum árin að þegar sólskin er og blíða kem- ur fólk hér inn og vill komast í ennþá meiri sól. Núna kom mest af fjölskyldufólki sem vildi fá eitth vað öruggt í fríinu. Það sem við seldum núna voru mest Plús-ferðirtil Danmerk- ur og Spánar fyrir sumarhúsa- fólk og Portúgalsferðir hjá Úrvali-Útsýn.“ Hjá Samvinnuferðum- Landsýn var ratleikur í gangi í beinni útsendingu á Bylgj- unni og fólk leitaði að hand- klæðurn samkvæmt vísbend- ingum. Á ísafirði varþað Stef- án Pálsson sem fann hand- klæðið uppi í hillu f Harnra- borg. Aðalvinningurinn fór hins vegar til Keflavíkur. Inga S. Olafsdóttir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn segir að nú hafi verið mun meira 2 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.