Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 3
Opnunarhátíð Heilsubæjarins Bolungarvíkur
Hundruð manna
r
komu í Arbæ
Þátttaka í opnunarhátíð
„Heilsubæjarins Bolungar-
víkur“ á laugardaginn var í
samræmi við björtustu vonir
þeirra sem að þessu átaki
standa. Opið hús var í íþrótta-
miðstöðinni Arbæ frá því laust
eftir hádegi og fram eftir degi
og alltaf eitthvað um að vera.
Margir tóku þátt í æfingum af
ýmsu tagi en aðrir kornu til að
fylgjast með. Þeir sem kornu
í húsið á þessum tíma munu
hafa skipt einhverjum hundr-
uðum.
A dagskránni voru marg-
vísleg skemmtiatriði en
íþróttaálfurinn Magnús
Scheving sem ætlaði að korna
var fjarri góðu gamni. Það
kom ekki að sök, því að hin
velþekkta Gugga skrugga
hljóp í skarðið. Borgaralegt
nafn Guggu skruggu mun vera
Breyt
LANDS SIMINN
ing á opnunartíma
Viðskiptavinir athugið!
Frá og með 19. febrúar
verður verslun Símans,
Hafnarstræti 1, ísafirði,
lokuð á laugardögum.
Verslunin er opin mánudaga
til föstudaga frá
kl. 09:00 til kl. 18:00.
Þjónustuver Símans,
símanúmer 800 7000 er
opið allan sólarhringinn.
Þjónustustjóri.
Hjá Ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Isafirði var sólarsvipurá ásjónum bœði starfsfólks
og gesta á sunnudaginn. Hér eru þœr Rósa Ragnarsdóttir og Sigríður O. Kristjánsdóttir
önnum kafnar í afgreiðslunni.
um bókanir en fyrir ári. „Þá
voru fleiri sem komu og tóku
bæklinginn án þess að bóka
sig“, segir hún.
Ferðirnar sem bókaðar voru
núna eru mjög dreifðar, að
sögn Ingu. Einkum nefndi hún
sumarhús í Kempervennen í
Hollandi og ferðir til Mallorka
og Italíu. „Ýmsir eiga sumar-
hús í Alicante og bóka flug
þangað og síðan eru ódýru
sumarleyfismiðarnir, bæði hjá
Flugleiðum og Samvinnu-
ferðum-Landsýn, þar sem
fólk er að fara að heimsækja
ættingja og vini erlendis."
Að sögn Ingu var salan á
skrifstofu hennar urn 40%
meiri á nýliðnu ári en á árinu
áður.
Bœjarstjórinn í Bolungarvík, Ólafur Kristjánsson, lét sitt
ekki eftir liggja í líkamsœfingum í íþróttamiðstöðinni Arbœ.
Hér marsérar hann í röð eftir kúnstarinnar reglum ásamt
öðrum góðum Bolvíkingum. Gugga skrugga kemur á liœla
bœjarstjórans en honum liefur líklega þótt hún heldur nœr-
göngul því að hann virðist hann einmitt vera að gefa henni
olnbogaskot í augað. Honum var þó ekki vísað af velli og
líklega hefur þetta verið eitt af þeim lymskulegu brotum í
hita leiksins sein dómarinn sér ekki en myndavélaraugað
nemur óvart.
Valrún Valgeirsdóttir. öld. Ef framhaldið verður í
Þessi viðburður var einung- samræmi við upphafið er engu
is sá fyrsti af mörgum sem að kvíða.
væntanlegir eru í tilefni Myndirnar sem hér fylgja
heilsubæjarverkefnisins á tók Ijósmyndari blaðsins í
þessu ári og allt fram á nýja Árbæ á laugardaginn.
Útlimirnir voru notaðir til hins ýtrasta. Hér er hjólað með
fótunum á meðait lóðum er lyft með höndunum.
Ungir sem eldri liðkuðu heilavöðvana yfir tafli enda er
nauðsynlegt að halda þeim í æfingu eins og hinum.
Villtir menn á Flateyri
Keyptu karaoke-tækf
af fúllkomnustu gerð
- til að kynda undir
vestfirsku skemmtanalífi
Félagið Villtir menn á Flat-
eyri festi fyrir nokkru kaup á
mjög fullkomnum karaoke-
tækjum með DVD-spiIara og
fjórum risavöxnum hátölur-
um. Frumkvöðlarnir og um-
sjónarmenn búnaðarins eru
þeir Matthías A. Matthíasson
hjá Fiskmarkaði Flateyrar og
Egill Egilsson ljósmyndari.
Aðrir í félaginu eru þeir
Hinrik Kristjánsson hjá
Kambi, EiríkurFinnurGreips-
son sparisjóðsstjóri og Hálf-
dán Kristjánsson trillukarl á
Clinton.
Að sögn þeirra Egils og
Matthíasar er hér um að ræða
fjárfestingu upp á sex hundruð
þúsund krónur. Hingað til
hefur karaoke-búnaður verið
fenginn á leigu dýrum dómum
að sunnan en nú verður hægt
að fá tækin til afnota á
skemmtistöðum á svæðinu.
Þau hafa þegar verið prófuð á
Flateyri og á ísafirði og verða
notuð af fullum krafti í Vagn-
inum á Flateyri á laugardags-
kvöldið.
Þeir telagar eru um þessar
mundir að koma sér upp mjög
fjölbreyttu diskasafni. „Til-
gangurinn er fyrst og fremst
að kynda aðeins undir
skemmtanalífinu hér vestra“,
segja þeir Egill og Matthías.
TJlTTt
Þennan dag árið 1981
hófst eitt mesta ofviðri í
manna minnum. Mikið
tjón varð á húsum, bif-
reiðum o.fl., meðal annars
í Engihjalla í Kópavogi.
Vindhraði við Þyril í
Hvalfirði komst í 222 km
á klukkustund, sem var
það mesta sem mælst
hafði.
17. febrúar
Þennan dag árið 1984 var
framið vopnað rán við
Austurbæjarútibú Lands-
bankans. Þegar starfs-
menn Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins ætluðu
að setja fé í næturhólf var
stolið af þeim 1,8 milljón-
um króna. Ræninginn
náðist síðar í mánuðinum.
18. febrúar
Þennan dag árið 1910 fór-
ust tuttugu manns í snjó-
flóði í Hnífsdal (sjá grein
á bls. 6), margir slösuðust
og eignatjón varð mikið.
19. febrúar
Þennan dag árið 1976
slitu Islendingar stjórn-
málasambandi við Breta
vegna flotaíhlutunar
þeirra innan 200 mflna
fiskveiðilögsögunnar.
Þetta var í fyrsta sinn sem
til stjórnmálaslita kont
milli tveggja aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins.
Samband komst aftur á
eftir rúma þrjá mánuði.
20. febrúar
Þennan dag árið 1943
hófst skömmtun á bensíni.
Eigendur smábifreiða
fengu 1,5 lítra á dag.
21. febrúar
Þennan dag árið 1945
sökk Dettifoss norður af
Irlandi. Fimmtán manns
fórust en þrjátíu var bjarg-
að. Þýskur kafbátur skaut
skipið í kaf.
22. febrúar
Þennan dag árið 1991
afhenti Sigríður Snævarr
trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra í Svíþjóð og
varð þar með fyrst
íslenskra kvenna til að
gegna slíku embætti.
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 3