Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 8
Óveður Að undanförnu hefur geisað óveður á Islandi. Það merkilega hefur gerst að enginn lands- hluti hefur sloppið. Vart verður munað eftir öðru eins óveðri og því sem ríkti á suðvesturhorni landsins unr síðustu helgi. Umferð tepptist nánast algerlega. Níu þotur Flugleiða komust ekki til landsins og níu- hundruð og sextíu far- þegar gistu í Glasgow. Reyndar fór svo að um þrjú hundruð manns eyddu nóttinni í Leifs- stöð. Eitt hundrað og fjörtíu bílar voru dregnir af Reykjanesbrautinni, sem einu sinni hét bara Keflavíkurvegurinn. Öll umferð lamaðist í Reykjavík. Þrátt fyrir viðvaranir létu menn sér ekki segjast heldur héldu áfram að glíma við veðurguðina og ófærð- ina. Að sjálfsögðu hafði óveðrið betur og margir bílar urðu eftir á götun- um. Þannig tafðist snjó- mokstur á sunnudegin- um verulega. Og svo skall á fárviðri á nýjan leik. Þannig endurtók leik- urinn sig á sunnudegin- um. Arekstrar urðu margir og tjón reiknað nálægt 150 milljónum á einni helgi. Umferðar- óhöpp sem eignatjón fylgdi voru 83 tilkynnt lögreglunni í Reykjavík. Strætisvagnar byrjuðu ekki að ganga fyrr en um klukkan átta á mánu- dagsmorguninn. Enn lengri tími leið áður en þeir komust af stað á laugardeginum. Arekstur sjö bíla við Rauðavatn sýndi vel hve hættulegt óveður getur reynst ökumönnum og farar- tækjum þeirra. Greini- lega mátti þar litlu muna að verulega illa færi. Tveir fimm bíla árekstrar urðu. Sá lærdómur sem dreginn verður af þessari óveðurshelgi á höfuð- borgarsvæðinu er ein- faldur. Ekki vera úti að aka í vonda veðrinu. Veðrið var víðar slæmt. Bæði Hellisheiði og Þrengslavegur, sem eru tengileiðir Suður- lands við höfuðborgina og nágrenni, lokuðust. Sú fyrrnefnda nokkrum sinnum. A Kjalarnesinu ríkti fárviðri og öllum var ráðlagt að vera þar ekki á ferli. Norð- austurlandið var með öllu ófært og aðalleiðin af Suðurlandi austur á firði lokaðist einnig. En fært var til ísafjarðar á sunnudeginum! Það hefur vakið at- hygli margra Vestfirð- inga, ekki síst á norðan- verðum Vestfjörðum, að veturinn hefur sýnt af sér rnildi norður undir heimskautsbaug, að þessu sinni. Snjólétt hefur verið með ein- dæmum. Skíðasvæðið hefur tæpast verið opnað. Fjöllin eru snjólítil, sem betur fer að margra rnati. Þá falla ekki snjóflóð. Því miður að dómi skíðamannna og er ekki unnt að lá þeirn það. Veðrið virðist mun harðara í öðrum landshlutum en á Vest- fjörðum. Skoðanir Stakkur skrifar Umferðin og veðurfar Reynsla síðustu helgar varpar skýru ljósi á það hversu ógjarnt Islend- ingum er að taka tillit til náttúrunnar. Veðrið og viðvaranir Veðurstofu höfðu ekki næg áhrif. Sé litið á öll umferðar- óhöppin hlýtur sú hugsun að verða áleitin, að ekki sé nógu varlega farið. Slysið við Rauðavatn sýndi glöggt að aldrei er of varlega farið. A sama tíma og rætt er um náttúruhamfarir eins og snjótlóð, sem ógnir við suma hluta landsbyggð- arinnar, heyrist fátt um umferðina. A þessu ári hafa sjö manns látið líftð í umferðarslysum. Tvennt lést í árekstri við Akureyri á sunnudaginn. Á ísafirði slasaðist maður alvarlega þegar ekið var á hann á götu. Sá tollur sem umferðin tekur er ekki mældur í töpuðum mannslífum. Ekki má gleyrna miklum fjölda slasaðra á hverju ári. Flestir eru í fjöl- menninu. Ætli Islend- ingar að standa undir því að teljast menn- ingarþjóð er löngu tímabært að skera upp herör gegn alls kyns glannaakstri sem viðgengst. Flest slys verða vegna þess að ekið er of hratt miðað við aðstæður. Þrátt fyrir þessa staðreynd krefjast margir þess að há- markshraði verði færður upp. Það er að snúa forgangi öfugt. Lækk- aður hraði og tillitssemi er brýn úrbót svo ekki fari illa. ÍSAFJARÐARBÆR GÖTUNAFN Á ÞINGEYRI Oskað er eftir tillögum að nafni á götu áÞingeyri. Gatan sem umræðir liggur frá Aðalstræti, meðfram sjónum og inn fjörðinn og er samsíðaFjarðargötu. Bensínstöðin og hús björgunarsveit- arinnar ,,Dýra“ eru meðal þeirra húsa sem standa við götuna. Tillögumskalkomiðábæjarskrifstofu eða til byggingarfulltrúa fyrir föstu- daginn 1. mars nk. Byggingarfulltrúinn í Isafjarðarbæ. Uppkaupahús á Flateyri Fjölbreytt tílboð bárnst Ellefu tilboð bárust í þrjú „uppkaupahús" við Unnarstíg og Hjallaveg á Flateyri. Veru- legur munur er á tilboðunum, bæði á fjárhæðum og því end- urgjaldi sem boðið er fyrir húsin. í húsið að Unnarstíg 4 bár- ust tvö tilboð, annað kr. 250.000 frá Hinrik Kristjáns- syni og Eiríki Finni Greips- syni en hitt kr. 150.000. í húsið að Unnarstíg 6 bárust fjögur tilboð, hið hæsta kr. 2.000.000 frá Kristjáni J. Jóhannessyni, en hið næsthæsta kr. 1.400.000. í húsið að Hjalla- vegi 2 bárust fimm tilboð, hið hæsta kr. 5.200.000 frá Har- aldi Árna Haraldssyni og hið næsthæsta kr. 4.300.000. I einhverjum tilvikum munuekki hafaveriðpeningar í boði, heldur dagatöl og bród- eraðar jólasveinahúfur og fleira slíkt. Þar mun vera vísað til ákveðins fordæmis. Bæjar- ráð ísafjarðarbæjar hefur lagt til við Ofanflóðasjóð að hæstu tilboðum í húsin verði tekið. Frá mótinu á laugardag. Skíðafélagsmótið í göngu Keppt í blíðskapar- veðri á Scljalandsdal Skíðafélagsmótið í skíða- göngu fór fram á Seljalands- dal á laugardag. Á mótinu sem fram fór í blíðskapar- veðri var keppt með frjálsri aðferð í öllum flokkum. Ur- slit á mótinu urðu sem hér segir: í 1 km göngu stúlkna 6 ára og yngri sigraði Sigrún Arnarsdóttir á tímanum 8:33 og önnur varð Aldís Bjarna- dóttir á 9:25. í 1 km göngu 7 ára stúlkna sigraði Silja Rán Guðmundsdóttir á tímanum 7:10, önnur varð Rannveig Jónsdóttir á 7:50 og þriðja varð María Sigríður Hall- dórsdóttir á 11:00. Finnbogi Sigurðsson sigraði síðan í 1 km göngu 7 ára drengja á tímanum 9:34. í 1,5 km göngu 8 ára stúlkna sigraði Erla Sig- hvatsdóttirátímanum 11:30, önnur varð Katrín Sif Krist- björnsdóttirá 1 l:49ogþriðja varð Elísabet Bjarnadóttir á 12:30. Freysteinn Mánason sigraði í sömu vegalengd 8 áradrengjaátímanum 11:26 og annar varð Hjalti Leifs- son á 13:52.12 km göngu 9- 10 ára drengja sigraði Bryn- jólfur Oli Árnason á tíman- um 8:29, annar varð Omar Halldórsson á 9:58 og þriðji varð Borgar Björgvinsson á 10:41. í 2,5 km göngu 11-12 ára stúlkna sigraði Jóhanna Bárðardóttir á tímanum 12:41.1 sömu vegalengd 11 - 12 ára drengja sigraði Arnar Björgvinsson á tímanum 10:51, annar varð Benedikt Hauksson á 12.44 og þriðji varð Guðbrandur Jónsson, einnig á 12:44. EyglóValdi- marsdóttir sigraði í 3,5 km göngu 13-14 ára á tímanum 16:42, önnur varð Iris Pét- ursdóttir á 16:49 og þriðja varð Gerður Geirsdóttir á 17:13. Einar Birkir Svein- björnsson sigraði í sömu vegalengd og sama aldurs- flokki drengja á tímanum 15:40 og annar varð Kristján Ásvaldsson á 16:34. I 5 km göngu drengja 15- 16 ára sigraði Jakob Einar Jakobsson átímanum 15:10 og annar varð Markús Þór Björnsson á 16:40. Magnús Ringsted sigraði í 7,5 km göngu 17-19áraátímanum 29:26 og Hlynur Guð- mundsson sigraði í 10 km göngu 20-34 ára á tímanum 39:08. Annar í þeim aldurs- flokki varð Guðmundur Rafn Kristjánsson á 41:29. I 10 km göngu 35-44 ára sigraði síðan Einar Ágúst Yngvason á tímanum 38:38 og Kristján Rafn Guð- mundsson sigraði í flokki 45 ára og eldri í 10 km göngu á tímanum 37:05. Stjórn Smábátafélagsins Eldingar ritar þingmönnum Vestfirðinga Sérkvóti bjargaði smábátunum Stjórn Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum hefur ritað öll- um þingmönnum Vestfirðinga bréf, svo og bæjarstjórnum ísafjarðarbæjar og Bolung- arvfkurkaupstaðar. Jafnframt því sem áréttaðar eru tillögur félagsins um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og samþykkt sem gerð var á almennum fundi á ísafirði um sjávarútvegsmál ló.janúarsl., en hvort tveggja birtist hér í blaðinu á sínum tíma, vill stjórnin vekja athygli á eftir- farandi atriðum: 1. Um leið og við viður- kennum hagræðingu margra útgerða, viljum við benda á, að undir þessu fiskveiðikerfi hefur orðið hrun í mörgum Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar. smærri sjávarbyggðum lands- ins. 2. Við viljum benda á, að útgerð smábáta hefur blómstr- að víða um landið, ekki síst á Vestfjörðum, þar sem segja má, að hún hafi bjargað byggðinni. Hér hafa menn skuldsett sig og sínar fjöl- skyldur langt fram í tímann við kvótakaup í smábátakerf- inu, þegar kvótinn í stærra kerfinu hvarf á brott. 3. Að einn þriðji hluti smá- bátakvótans er vistaður áVest- fjörðum, þannig að samdráttur eða aukning í því kerfi vegur þungt í byggðinni. 4. Að 10 króna auðlinda- skattur á hvert kíló mundi þýða, að 414 milljón króna nýr skattur yrði lagður á Vest- firðinga árlega miðað við nú- verandi kvótastöðu. 5. Að stóriðja er risin eða er í umræðunni í öllum lands- hlutum, nema á Vestfjörðum. 6. Að vertíðarbátaflotinn er að mestu horfinn frá vestfirsk- um byggðum, þar sem hann skapaði stóriðju í frystihús- unum. 7. Við teljum að það hafi bjargað smábátaútgerðinni, að settur var sérkvóti fyrir þessa bátastærð, sem ekki má selja til stærri skipa, og að það hafi komið mörgum sjávarútvegs- byggðum að miklu gagni. 8. Við leggjum til, að fund- nar verði nýjar leiðir til að byggja upp vertíðarbátaflota og endurreisa frystiiðnaðinn í landinu. Það verði gert með lokuðu kvótakerfi eins og hjá smábátunum. þannig að tryggt verði, að ekki sé hægt að útrýma vertíðarbátum aftur. Fyrir hönd stjórnar undir- ritar bréfið Guðmundur Hall- dórsson í Bolungarvík, for- maður Eldingar. 8 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.