Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 5
r Rúnar Oli Karlsson, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 skrifar Umhverfismerki og hinn meðvitaði neytandi Á undanförnum miss- erum hefur umræða um neyslumynstur og lífsstíl verið áberandi í vestrænu samfélagi. Islendingar hafa tekið þátt í sífelldu lífs- gæðakapphlaupi sent þekk- ir engin takmörk og óvíða í heiminum er jafnmiklum fjármunum eytt í„veraldleg gæði“. Það er ógnvekjandi og sýnir hina gegndarlausu sóun auðlinda, að Vestur- landabúareru um 1/3 af íbú- um jarðar en nýta 3/4 af auðlindum hennar. Einnig er það þekkt, að ef íbúar Kína myndu njóta sömu lífsgæða og við, myndi auðlindakerfi heintsins hrynja. Það er sjálfsagt hvergi mikilvægara en í þessum ntálaflokki Staðardagskrár 21, að vekja almenning til umhugsunar, hugsa hnatt- rænt og framkvæma heima fyrir. Með breyttu hugarfari og tiltekt í okkar eigin garði er hægt að breyta miklu. Hinn almenni neytandi getur gert ýmislegt til að minnka neikvæðar afleið- ingar sínar á umhverfið, til dæmis í innkaupum til heimilisins. Til að tryggja að varan valdi sem minnst- um skaða á umhverfinu er best að leita umhverfis- merkinga á viðkomandi vörutegund. En ekki er allt sem sýnist. Surnar rnerk- ingar. sem ætla mætti að gæfu til kynna að varan sé umhverfisvæn, gera það ekki. Það eru helst fjögur við- urkennd merki sem er að finna á öðru en matvörum hér á landi. Hvíti svanurinn er nor- rænt merki, sem framleið- enduráNorðurlöndum geta fengið leyfi fyrir að nota ef varan uppfyllir tiltekin skilyrði um umhverfisáhrif, svo sem hvað varðar mengun við framleiðslu, notkun og eyðingu. Merkið nær til um 50 vöruflokka og þar af eru um 13 fáanlegir hérlendis, þ. á m. ýrnis hreinsiefni, pappír, rafhlöður, ljósritunarvélar, skriffæri, byggingavörur og sláttuvélar. Aðeins einn ís- lenskur framleiðandi hefur fengið leyfi til að nota svaninn á framleiðsluvöru sína. Það er Frigg hf. sem fékk leyfi til að merkja þvottaefnið „Mara- þon milt“ í maí 1998,Vafalítið má telja S vaninn í hópi þriggj a virtustu umhverfismerkja í heimi. Bra Miljöval (stundum nefnt fálkinn) er sænskt um- hverfismerki í eigu þarlendra náttúruverndarsamtaka. Það byggir á sambærilegum for- sendurn og hvíti svanurinn og má telja það jafnáreiðanlegt. Hérlendis er það helst að finna á þvottaefnum fyrir þvotta- vélarog uppþvottavélar, sjam- pói o.fl. Evrópublómið er merki sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að nota. Það er byggt á svipaðri hug- myndafræði og tvö áður talin merki. Hérlendis er það ein- göngu að finna á einni tegund málningar. Blái engillinn er þýskt um- hverfismerki, sem hefur verið í notkun allt frá árinu 1979. Engillinn er meðal virtustu umhverfismerkja og tekur til allt að 90 vöruflokka. Hér- lendis er hann aðeins að finna á pappír og möppurn. Ekki um- hverftsmerki Ýmis önnur rnerki koma kunnuglega fyrir sjónir neyt- enda og e.t.v. telja sumir þau vera tákn fyrir vistvæna vöru. Þar er þó um misskilning að ræða. Eftirfarandi merki eru ekki umhverfismerki af því Rúnar Óli Karlsson. tagi sem um hefur verið rætt hér að framan, heldur flytja þau skilaboð af öðru tagi. Endurvinnslumerki, sem þýðir að annaðhvort hluti vörunnar sé úr endurunnu efni eða þá að hægt sé að endur- vinna umbúðirnar. Það gildir þó ekki endilega á Islandi. Græni punkturinn er not- aður á tilteknar umbúðir í Þýskalandi. Merkið segir ekk- ert um vöruna sjálfa eða um- hverfislega eiginleika hennar, heldur er það einungis stað- festing á því að umbúðirnar gangi inn í söfnunarkerfi fyr- irtækisins Duales System Deutschland. Nánar tiltekið þýðir merkið að framleiðandi vörunnar sé þátttakandi í þessu söfnunarkerfi og greiði framlag til þess. Ætlast er til að þýskir neytendur fleygi umbúðum með þessu merki í sérstök söfnunarílát. Hér heima hefur þetta merki enga þýðingu. Pandan er merki alþjóðlegu umhverfisverndarsamtakanna World Wildlife Fund. Merki samtakanna er að finna á ýms- um vöruflokkum, en það tákn- ar aðeins að viðkomandi frarn- leiðandi hafi greitt framlag til samtakanna. Merkið gefur því enga vísbendingu um ágæti vörunnar. Merki af þessu tagi er nú að finna á flestum plastvörum. Það ber ekki að túlka sem svo að viðkomandi vara sé um- hverfisvæn, heldur er hér ein- göngu urn að ræða yfirlýsingu um gerð plastsins. Þannig þýðir þríhyrningur með 02 innan í, að um sé að ræða polyethylen-plast. Rétt er að tegund plastsins hefur mikið að segja í umhverfislegu tilliti, en til að merkið komi neyt- endurn að gagni á þann hátt þurfa rnenn að þekkja mis- munandi númer og eiginleika viðkomandi tegunda plasts. Niðurlagsorð Framleiðendur vöru láta gjarnan prenta yfirlýsingar á umbúðir vörunnar urn ágæti hennar í umhverfislegu tilliti. Hugtök eins og „lífrænt rækt- að“, „vistvænt“, „skaðlaust fyrir umhverfið“ o.s.frv. eru algeng. Ekki er hægt að trey sta þessurn fullyrðingum nema þær séu studdar með viður- kenndum merkjum á borð við svaninn, fálkann, engilinn eða blórnið. Það ber að taka það fram, að öll framleiðsla hefur einhver áhrif á umhverfið og yfirleitt neikvæð. En með því að kaupa vottaðar vörur, þegar þær eru samkeppnishæfar, er- um við að lágmarka þau áhrif. í lauslegri könnun, sem gerð var í nokkrum verslunum Isafjarðarbæjar, kom í ljós að ekki er úrval umhverfismerkt- ra vara til að hrósa sér af. Einnig er starfsfólk ekki upp- lýst um þessi mál og því varla hægt að ætlast til rnikils árang- urs. Hér er vissulega hægt að bæta úr og hefur það verið gert t.d. á Egilsstöðum, þar sem umhverfisvænar vörur eru mjög áberandi í hillum verslana. Greinarkorn þetta er til að vekja fólk til umhugsunar unt hvernig hægt er að gera inn- kaup heimilanna umhverfis- vænni og oft hagkvæmari. Vonandi hefur það tekist. Rúnar Óli Karlsson. Hvíti svanurinn Sf* J? Bra Miljöval * ^ Hr Blómið Marlene Dietrich. Eitdurvinnslumerki. Der Griine Punkt. Þríhyrningur 02. Morgunverðarfundir bænda í Holti í Önundarfírði Heímsmálin leyst einu sinni í viku - ófrávíkjanleg regla að konur fá ekki aðgang Vikulegir morgunverðar- fundireruhaldniríHoltsskóla í Önundarfirði, þar sem bæði heimsmál og innansveitarmál eru leyst jafnharðan og þau korna upp. Hér er um að ræða allsendis óformlegar sam- konttir: Engar fundargerðir eru skrifaðar, engin stjórn er í félagsskapnum og engin lög - fyrir utan þá óskráðu, ófrávíkjanlegu og prýðilegu reglu að konur fá ekki aðgang. Fundir þessir minna á viku- legar samkomur rótarýklúbba eða morgunverðarfundi verð- bréfaspekinga. Völdum gest- um er boðið hverju sinni og spjalla þeir unt helstu við- fangsefni sín og hvaðeina sem þeirn dettur í hug. Meðal gesta hafa verið þingmennirnir Einar Oddur og Kristinn H. Gunnarsson, Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri, Birkir Friðbertsson, formaður Bún- aðarsambands Vestfjarða, og Dýrfirðingarnir Jón á Gernlu- falli og Sighvatur á Höfða. Morgunverðarfundirnir í Holti hafa staðið vikulega á föstudagsmorgnum frá því snemma í vetur. Þeir hefjast klukkan tfu, - „eftir að við kallarnir hér í sveitinni kom- um úrfjósinu", sagði Ásvald- ur Magnússon íTröð í samtali við Bæjarins besta. „Að vísu fara nú ekki allir í fjósið.“ Allt upp í sextán eða sautján hafa sótt þessa fundi þegar mest hefur verið. „Eg man nú ekki hvað kallarnireru margir hérna í sveitinni en þeir eru eitthvað innan við tuttugu", segir Ásvaldur. Þessi ófornt- legi félagsskapurereinskorð- aður við bændur í Önundar- firði. Þeir sent búsettir eru á Flateyri eru settir á bekk með konurn og fá ekki aðgang. „Okkur er ekkert óviðkom- andi“, segir Ásvaldur í Tröð, en auk þess að leysa heims- ntálin og fleira smávægilegt henda menn gaman hver að öðrum á fundunum. Einhver mál munu enn vera óleyst í veröldinni og ný koma upp öðru hverju, - „og meðan svo er ástatt ætlum við að halda þessu áfrarn", segir Ásvaldur Guðmundsson, bóndi fTröð í samtali við blaðið. Súðavík Hlutabréf hreppsins ekki seld Hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps hefur fellt tillögu Heið- ars Guðbrandssonar, þess efn- is að hreppurinn selji hlutabréf sín í Hraðfrystihúsinu-Gunn- vöru hf. og noti féð, um 400 milljónir króna til að styrkja atvinnu- og mannlíf á stað- num. Meirihluti hreppsnefndar taldi það ekki rétta forgangs- röðun í atvinnumálum sveitar- félagsins að selja hlutabréfin. Atvinnumálanefnd staðarins vinnur nú að því að auka at- vinnutækifæri á staðnum. Skili sú vinna árangri gæti kornið til greina að breyta eignaraðild hreppsins í HG. Afmæli 60 ára Næstkomandi föstudag, 18. febrúar, verður sextug Helga Sigurgeirsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Smiðjugötu 7, Isa- firði. Hún tekur á móti gestum í Oddfellow-salnum á ísafirði laugardaginn 19. febrúar frá kl. 15-19. Vestfírðir Lýsir yfir áhyggjum Stjórn Skólastjórafélags Vestfjarða hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna þeirrar ákvörðunar að leggja niður Skólaskrifstofu Vest- fjarða: „Stjórn Skólastjórafélags Vestfjarða lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess að ákveðið hefur verið að leggja Skóla- skrifstofu Vestfjarða niður þann 31. júlí og nokkur óvissa rfkir um þá þjónustu og þau verkefni sem hún hefur innt af hendi. Stjórnin hvetur sveitar- stjórnarmenn til að gera ráð- stafanir vegna þessarar lög- bundnu þjónustu sem hverju sveitarfélagi er skylt að sjá um samkvæmt grunnskóla- lögum. Jafnframt vill Skóla- stjórafélag Vestfjarða leggja áherslu á að haft sé samráð við skólastjórnendur um það á hvern hátt þessi þjónusta verði sem best af hendi leyst þannig að skólastarfið verði sem árangursríkast.“ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.