Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 7
Draumurinn er að
fara til Memphis
- Matthías Arnberg Matthíasson staðarverkstjóri og framkvæmdastjóri er Presley-aðdáandi nr. 1 á Flateyri (og þótt víðar væri leitað)
Matthías Matthíasson er
framkvæmdastjóri og einn
af eigendum hins nýstofn-
aða Fiskmarkaðar Flateyrar
ehf. Undanfarin ár hefur
hann verið staðarverkstjóri
Isafjarðarbæjar á Flateyri.
Reyndar hefur Matthías
fleira nýtt á prjónunum en
fiskmarkað og það sem hon-
um viðkemur, því að hann
einnig í nýstofnuðum fé-
lagsskap á Flateyri sem
nefnist Villtir menn.
Félagsmenn keyptu fyrir
nokkru einhvern fullkomn-
asta karaoke-búnað sem
komið hefur hingað til lands
og nota hann í Vagninum
og á öðrum skemmti stöðum
á norðanverðunt Vestfjörð-
um. Og þegar ómþýðir en
samt þróttmiklir söngvar
kóngsins frá Memphis,
Tennessee, berast um pláss-
ið á Flateyri í vetrarkyrrð-
inni. þá er það ekki endilega
sönnun þess að Elvis lifi og
sé þar óvænt á ferð, líkt og
Jagger á ísafírði.
Eins líklegt er að það sé
MatthíasArnberg Matthías-
son.
Villtir menn eru al veg nýr
félagsskapur sem var ein-
göngu stofnaður í kringum
karaoke-búnaðinn. „Þetta
datl upp úr Eiríki Finni
Greipssyni og okkur kom
saman um að nota þetta nafn
á hópinn. Það var búið að
blunda í mér meira en ár að
kaupa hingað karaoke“,
segir Matthías.
Aðspurðursegir Matthías
að Stones-aðdáandi nr. 1 á
íslandi sé ekki ennþá búinn
að prófa búnaðinn. Og Ei-
ríkur Finnur ekki heldur.
„Hann varekki heimaþegar
við spiluðum fyrst hérna á
Flateyri og komst ekki þegar
við vorum A Eyrinni á Isafirði
um daginn. En vonandi tekur
hann lagið hjá okkur á Vagn-
inum núna á laugardagskvöld-
ið. Við hvetjum líka sýslu-
manninn lil að koma.“
- En hvernig dettur mönn-
um svona nokkuð yfírleitt í
hug?
„Við erum bara að reyna að
gera eitthvað fyrir staðinn til
að lyfta honum upp“, segir
Matthías. „Þess vegna fórum
við nú líka út í þetta fisk-
markaðsbrölt."
Frá Reykjavík
til Flateyrar
Matthías Amberg er þrjátíu
og fimm ára að aldri og hefur
verið búsettur á Flateyri frá
unglingsárum eða um tuttugu
ára skeið. Hann er annars
Reykvíkingur að uppruna
„Mig langaði einfaldlega að
fara eitthvað út á land að
vinna. Foreldrar mínir voru
fluttir hingað áður og ég var
sá síðasti úr fjölskyldunni til
að flytjast til Flateyrar, vegna
þess að ég var að klára skólann
í Reykjavík. Hér var nóg at-
vinna og nóg um að vera í
félagslífí og skemmtanalífi."
Kona Matthíasar er Önfirð-
ingur af gamalgrónum stofn-
um, Guðríður Kristjánsdóttir,
systir Hinriks í Kantbi og
þeirra bræðra. Þau búa við
Goðatúnið á Flateyri og eiga
tvær dætur.
Við spyrjum Matthías hvað
hann hafi einkum fengist við
árin sín tuttugu á Flateyri.
„Eg byrjaði á unga aldri að
vinna í fiski í Hjálmi og var
þar í sjö ár. Þá fór ég að beita
Matthías Arnberg Matthíasson.
hjá útgerðinni Brimnesi og
beitti þar í fimm ár og var
landformaður. Eg gerðist hlut-
hafi í Fiskvinnslunni Kambi
(eldri) þegar það fyrirtæki var
stofnað. Arið 1991 varð ég
verkstjóri þarog síðan útiverk-
stjóri eftir að Hjálmur sam-
einaðist Kambi og gegndi því
starfi til 1997. Þá tók ég við
starfi staðarverkstjóra á Flat-
eyri fyrir Isafjarðarbæ en því
fylgir jafnframt að vera hafn-
arvörður og annast það sem
þeirri stöðu tilheyrir. Um þess-
ar mundir er það reyndar ekki
síst snjómokstur sem staðar-
verkstjórinn hefur á sinni
könnu, eins og tíðarfarið hefur
verið.“
En nú er starf Fiskmarkaðar
Flateyrar ehf. hjá Matthíasi
og félögum hans að bresta á.
„Hugmyndin kviknaði hjá
mér fyrir tæpu ári og ég var
mikið að hugsa um að koma
henni í framkvæmd þá. En
eftir að stofnaður var nýr
Kambur til að kaupa eignir
Básafells hér á Flateyri, þá
fórum við Hinrik mágur minn
að ræða saman um stofnun
fiskmarkaðar og löndunar-
þjónustu. Við Sigurþór höfð-
um verið með löndunarþjón-
ustu hér á Flateyri fyrir Fisk-
markað Suðurnesja. Það var
úr að ráðast í þetta og f kjöl-
farið gerðum við löndunar-
samning og slægingarsamn-
ing við Kamb. Sá samningur
var raunar forsenda þess að
við gátum farið af stað og
sjálfur fiskmarkaðurinn er
framhald af því. Fiskmarkað-
ur Suðurnesja á ekkert í hon-
um en við erum í samstarfi
við hann og fáum að nota upp-
boðskerfi hans.“
Líst vel á framtíðina
- Framtíðin á Flateyri...
„Ef þetta heldur svona
áfram, þá líst mér mjög vel á
framtíðina. Fjórar sex tonna
trillur hafa verið keyptar hing-
að á stuttum tíma. Trillur af
þessari stærð rnega heita
undirstaðan í atvinnulífinu hér
og eru nú orðnar ellefu hér á
Flateyri, fyrir utan dagróðra-
bátana sem róa bara á sumrin.
Við fáum líka stóra báta sent
koma hingað og landa hjá
Kambi. Til dæmis kentur
Tjaldur hérna í dag [mánu-
dag]. Síðan ætlum við að laða
báta hingað í viðskipti og
landa í gegnum þennan mark-
að. Eg held að framtíðin hér á
Flateyri sé björt. Við erum að
endurheimta hér fyrirtæki og
atvinnu og ýmislegt fleira. Ég
veit ekki hvað fólk vill hafa
það betra.“
- Þú hefur alla tíð verið
virkur í félagslífinu hér...
„Já, ég hef óspart tekið þátt
í því. Hér hefur jafnan verið
blómlegt félagslíf og Flateyr-
ingar hafa verið þekktir fyrir
að kunna að skemmta sér. Þeir
sitja ekki úti í horni með fýlu-
svip heldur hafa þeir sannar-
lega gaman af þvf að skemmta
sér og öðrum. Hér höfum við
líka þennan fína pöbb. Það
vill svo til að ég vann við að
innrétta hann fyrir Guðbjart
Vagnstjóra á sínum tíma. Guð-
bjartur var þá í beitningunni
hjá okkur og við unnum þetla
með beitningunni og unnum
þá dag og nótt. Vagninn á Flat-
eyri er löngu landsfrægur og
skemmtilegt og beinlínis
nauðsynlegt að hafa hann,
bæði fyrir okkur sem búum á
Flateyri og þá sem koma
hingað."
- Koma Isfirðingar mikið á
Vagninn?
„Já, ísfirðingar og Þingeyr-
ingar og einnig fólk úr Súg-
andafirði. Við vonumst ein-
mitt til þess að með þessum
karaoke-græjum getum við
enn l'rekar dregið að fólk hér í
kring. Auðvitað förum við líka
með búnaðinn á staðina í kring
og spilum þar það sem fólk
óskareftir. Við vonum að Flat-
eyringar fari þá þangað í stað-
inn, þannig að samskiptin á
milli fjarða verði enn meiri.
Þau hafa vissulega aukist mik-
ið eftir að göngin komu“.
Lifir sig inn
í Presley
„Hér á Flateyri hefur
löngum verið mikið um
tónlistarlíf og tónlistar-
menn og hljómsveitir.
Starfið í félagsmiðstöðinni
hjá krökkunum í grunn-
skólanum er mjög gott. Hér
eru bæði Lionsklúbbur og
Kiwanisklúbbur og þeir
virðast vera mjög öflugir
þó að þeir séu smáir. Ein-
hvern tímann var ég nú í
þeim báðum. Ég er það
ekki lengur enda hef ég nóg
annað að snúast.“
- Hefurðu einhverja
dellu?
„Já. Ég er með algera
Elvis-Presley-dellu. Einn
þátturinn í henni er að fara
upp á svið og stæla Presley.
Ég geri mikið af því.“
- Ertu þá með hárkollu
eins og Presley og þar fram
eftir götunum?
„Nei, ég er bara ég sjálf-
ur og lifi mig inn í Presley."
- Nærðu honum vel?
„Það er nú annarra að
dæma það, en fólk virðist
hafa mjög gaman af því að
fá mig upp á svið.“
- Safnarðu plötum og
öðru sent viðkemur kóng-
inum sáluga?
„Já, ég á talsvert af plöt-
um og diskum og bókunt.
Ég er kannski eitthvað af
svipuðu sauðahúsi og
Stones-aðdáandinn á Isa-
firði sem allir þekkja.“
- Hefurðu kontið til
Memphis?
„Nei, en ég hef strengt
þess heit að ég verði þar
þegarég verð fertugur. Það
er draumurinn.“
þess merki marga daga á eftir,
þvíaðkampurafeinni sjóbúð-
inni stóð fram í fjöru í heilu
lagi.
Vegna ofsans í flóðinu gafst
engum manni svigrúm til að
bjarga sér af því svæði er það
fór yfir. Þess vegna varð svo
mikið manntjón. Alls varð
flóðið 20 manns að bana en
margir meiddust mikið.
[---]
Það sem varð
Hálfdani til lífs
Hálfdan útgerðarniaður
Hálfdanarson í Búð fór að
klæða sig um kl. 8.30. Þar á
heimilinu var fjögurra ára
gömul telpa, sem hét Þorbjörg
Jónsdóttir. Hún var þá komin
á ról og bað Hálfdan hana að
færa sér skóna sína. Hún kom
þegjandi með skóna og fekk
honum, en hann sagði: Þú átt
að segja: Gerðu svo vel! þegar
þú réttir manni eitthvað. Hún
var eitthvað treg til þess en
eftir litla stund fekkst hún þó
til þess að segja það. Að því
búnu snaraðist Hálfdan út.
Um leið og hann opnaði úti-
dyrnar geystist snjóflóðið yfir
hlaðið og mundi hafa hremmt
hann, hefði hann verið kominn
út. Honum bjargaði það, að
hann tafðist örlítið við að
kenna barninu kurteisissið.
[---]
Skilinn eftir
legreitur fyrir litlu
stúlkurnar
S vo var ákveðið, að öll líkin
sky Idu fara í eina gröf í Eyrar-
kirkjugarði. Var komið með
líkin til Isafjarðar 25. febrúar
og fór líkfylgdin í gegnum
bæinn með 18 kistur í röð og
var fáni á hálfa stöng borinn
fyrir en á hverri stöng í bænum
blöktu sorgarfánar.
Eyrarkirkjugarður hafði
verið stækkaður þá um haust-
ið og í viðbótinni var nú tekin
fyrsta gröfin, og sú stærsta
sem tekin hefur verið á Isa-
firði. Hún var 14 álnir á annan
veginn en 6 á hinn.
Jarðarförin fór fram 26.
febrúar. Kistunum var raðað í
fjórar raðir eftir endilangri
gröfinni, og í hverri röð voru
5 kistur, nema í einni þrjár.
Þar var skilinn eftir legreitur
handa litlu stúlkunum tveim-
ur, ef lík þeirra kynnu að finn-
ast seinna.
Verslunum og bönkum var
lokað og sorgarfánar um allan
bæ, og við jarðarförina var
meira fjölmenni en dæmi voru
til áður. I kirkjunni töluðu þeir
séra Þorvaldur Jónsson og
Bjarni Jónsson cand. theol.
og sungin voru erfiljóð eftir
skáldin Guðntund Guð-
mundsson og Lárus Thorar-
ensen. Við gröfina flutti sókn-
arpresturinn einnig ræðu og
vígði þá um leið hinn nýja
hluta kirkjugarðsins.
Þetta voru brot úrfrásögn
Guöjóns B. Guðlaugssonar
frá 1960.
Þau sem fórust
Þau sem fórust í þessu
mikla slysi voru:
Sigurður Sveinsson, 59 ára.
Sigurður Sigfússon, 13 ára.
Jósef Daníel Jósefsson, 13
ára. Guðbjörg Lárusdóttir, 9
ára (fannst ekki). Lárus Auð-
unsson, 40 ára, faðir hennar.
Lárus Sigurðsson, 20 ára.
Ingimundur Benjamínsson,
27 ára. Elísabet Jónsdóttir, 11
ára (fannst ekki. Margrét
Bárðardóttir, 54 ára, móðir
hennar. Þorlákur Þorsteins-
son, 29 ára. María Gísladóttir,
33 ára, kona hans. Rannveig,
5 ára, og Guðrún, 4ra ára, dæt-
ur þeirra. Sólveig Gísladóttir,
9 ára, fósturdóttir þeirra.
Magnús Samúelsson, 65 ára.
Sigríður Kristjánsdóttir, 54
ára, kona hans. Olafur Magn-
ússon, 21 árs, sonur þeirra.
Tómas Kristjánsson, 61 árs.
SveinbjörgTómasdóttir,7ára,
dóttir hans. Vigfús Olafsson,
17 ára, stjúpsonur hans.
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 7