Bæjarins besta - 16.02.2000, Blaðsíða 6
/
A föstudaginn, 18. febrúar, eru níutfu ár liðin frá snjó-
flóðinu mikla í Hnífsdal, þegar tuttugu manns fórust og
verulegt tjón varð auk þess á eignum. I minningu þess
atburðar eru hér birtar minningar Páls Pálssonar, sem
hann færði í letur á kyndilmessu árið 1975. Páll mun þá
hafa verið eini Hnífsdælingurinn sem enn lifði og hafði
orðið sjónarvottur að þessum válegu atburðum sextíu ár-
um fyrr. Páll var á þeim tíma ungur formaður á mótorbáti
er móðir hans átti.
Að lokinni frásögn Páls Pálssonar, sem varðveitt er í
handriti hans, eru síðan tilfærð brot úr frásögn Guðjóns
B. Guðlaugssonar, er birtist í Lesbók Morgunblaðsins
21. febrúar 1960. Faðir hans, Guðlaugur Bjarnason, var
háseti hjá Jóakim Pálssyni f Hnífsdal veturinn þegar
slysið varð.
Þessi gamla mynd sýnir legstaðinn mikla í ísafjarðarkirkjugarði eins og hann leit eitt sinn
út, einlivern tímann um miðbik aldarinnar sem er að kveðja.
Níutíu ár frá snjóflóð-
Inu mikla í Hnífsdal
Frásögn Páls Pálssonar:
Haustið 1909 er mér sér-
staklega í minni, sökum þess
að með fjallgöngum sem þá
voru í 21. viku sumars gekk
veðráttan með norðaustan
stórviðri með foráttu stórbrimi
og snjókomu til fjalla. Þetta
veðurfar hélst samfellt í heilan
mánuð og er mér óhætt að
fullyrða, að jafnfellt stórbrim
hefur ekki í annan tíma komið
hér á minni ævi. Eftir þennan
mikla norðangarð gerði góðar
gæftir og ágæt aflabrögð,
bæði hér f Djúpinu og eins út
til hafs.
Eg var þá formaður á mótor-
bátnum Hovgaarð sem móðir
mín átti og aflaði ekki síður
en aðrir. Aflann verkuðu skip-
verjar sjálfir í salt og get ég
þess vegna þess, að fiskstafl-
inn kemur síðar við sögu.
Svo mátti heita, að til átt-
undafebrúar 1910 væri sæmi-
legt tíðarfar og gæftir góðar
og aflabrögð yfirleitt góð hér
í Dalnum og við ísafjarðar-
djúp, en uppúr 8. til 9. febrúar
skipti um tíð. Gekk þá veðr-
áttan að með frekar vægri
norðaustanátt, hitastig mínus
1 -2 með samfelldri snjókomu,
sem stóð til 18. febrúar.
Snemma að morgni þess
dags um níuleytið dundi
ógæfan yfir með hinu örlaga-
ríka snjóflóði, er féll úr Búðar-
gili og varð 20 manns að bana
og eyðilagði hús og mannvirki
fyrir tugþúsundir króna. Sá er
þetta ritar sat þá í rólegheitum
niðri í stofu við að athuga
veiðarfæri sín, þegar fjármað-
ur móður minnar, Bensi gam-
li, snaraðist inn með mesta
frafári og segir: Það er komið
snjóflóð.
Engin hús að sjá...
Ég lét ekki á mér standa,
þaut úr snöggklæddur, og sú
sjón er þá blasti við sjónum
mínum verður mér í minni
meðan ég lífsanda dreg, sem
ein sviplegasta sjón ævinnar.
Þegar ég leit til sjóar var það
fyrsta sem ég tók eftir, að minn
góði háseti Einar Magnússon
var að koma á nærfötunum
upp úr flæðarmálinu í Heima-
bæj arvör. Hann var sá eini sem
af eigin rammleik gat bjargað
sér. Þar skammt frá voru menn
að bjarga stúlku úr sjónum,
sem var mjög rniður sín og
mikið meidd. Næst var mér
litið til verbúða og útihúsa á
flóðasvæðinu. Þar var sem
sagt engin hús að sjá, aðeins
moldarveggi og saltfiskstafla
mína, sem fyrr er getið, enn-
fremur ýmislegt spýtnabrak,
brotna báta og margt fleira
dót.
Eins og að líkum Iæturhljóp
ég ofaneftir þangað sem ver-
búð og sjóarhús móður minn-
ar höfðu staðið og þar niður í
snjónum sást á mannshöfuð,
ásamt fleira braki. Við hjálp-
armenn náðum fljótlega í
skóflur og mokuðum með
gætni kringum höfuð og búk
mannsins, og strax og loft
komst að vitum hans, reif
hann sig upp úr snjónum af
undraverðum krafti og hljóp
óstuddur upp í svokallaða
Bræðrabúð, handleggsbrotinn
og meira meiddur. Þetta var
yngsti háseti minn, Jón Stein-
dórsson frá Dalshúsum í Ön-
undarfirði, þá á átjánda ári,
enn á lífi búsettur í Reykjavík.
Örstutt frá Jóni fundurn við
lík Lárusar Sigurðssonar, há-
seta míns, mjög skaddað á
höfði og víðar, sjáanlegt að
hann hafði látist samstundis.
Tvö lík fundust ekki
Að þessurn athöfnum lok-
num gekk ég inn fjörur og rétt
innan við árósinn lá lík Ingi-
mundar Benjamínssonar há-
seta míns, sem átti heima á
Þingeyri við Dýrafjörð. Fleiri
lík fundust rekin inni í Gjögr-
um, meira og minna sködduð.
Einnig voru lík graftn upp úr
moldarloftum verbúðanna.
Þar var ein skólastelpa með
spurningakverið sitt, einnig
var unglingsmaður, Tómas að
nafni, grafinn upp úrtóftunum
mjög mikið lemstraður og dó
skömmu síðar. Geta skal þess,
að Sigurður Sveinsson í Búð-
arbæ var að fylgja tveimur
börnum f skólann, hitti Lárus
Auðunsson, búsettan á
Stekkjunum. Tóku þeir tal
saman á snjóflóðssvæðinu og
það varð þeim að bana. Tvö
barnslík fundust ekki, svo í
sömu gröf í ísafjarðarkirkju-
garði fóru 18 lík.
Einar Magnússon, sem fyrr
er getið, sagði mér þannig frá:
„Ég lá vakandi í rúrni mínu
og var að tala við Margréti
fanggæslu, sem var að búa
dóttur sína í skólann. Hinir
piltarnir þrír voru sofandi í
rúmum sínum. Til marks um
hraða flóðsins er það, að ég
vissi ekki af mér fyrr en ég
vaknaði í sjónum inni í
Heimabæjarvör, um 50 metra
frá svefnstaðnum."
Þau urðu endalok Einars,
þessa ágæta drengs, að hann
var skipstjóri á enska togaran-
um Robertson sem gerður var
út frá Hafnarfirði og fórst í
Halaveðrinu mikla 1925.
Geta skal þess, að báðir
læknarnir frá ísafirði kornu út
eftir og gjörðu að meinum
ntanna og stóðu fyrir lífgunar-
tilraunum á þeim líkum sem á
fjörur ráku. Einnig kom fjöldi
Isfirðinga ásamt Magnúsi
Torfasyni sýslumanni, sem
stjórnaði uppgrefti úr húsa-
tóftum og færslu h'ka með
mikilli röggsemi.
Því miður er ég búinn að
gleyma hvaða dag [26. febr-
úar/jarðarförin fórfram. Eins
og fyrr segir fór hún fram á
ísafírði meðóvenjumikiðfjöl-
menni í sæmilegu veðri. Pró-
fasturinn séra Þorvaldur Jóns-
son hélt líkræðu og jarðsöng.
Einnig flutti Bjarni Jónsson,
þá skólastjóri Gagnfræðaskól-
ans, síðar dómkirkjuprestur
og vígslubiskup, framúrskar-
andi fagra og athyglisverða
minningarræðu. Skáldin Guð-
rnundur Guðmundsson og
Lárus Thorarensen ortu sorg-
arljóð sem sungin voru í kirkj-
unni.
[Hér skráir Páll sorgar-
Ijóðin í handrit sitt. Þau vorú
bœði ort undir laginu Þér ást-
vinireyðið nú hörmum, annað
átta erindi, hitt sjö.J
Samskot til þeirra sem
misstu ástvini sína fóru fram
að tilhlutan sýslumanns og
fleiri góðra manna og sagði
Magnús mér seinna, að allir
aðstandendur hefðu fengið
eitthvað. Einnig munu sam-
skotin hafa að nokkru farið í
kostnað við jarðarförina og
fleira í því sambandi, en eitl
er víst að þeir sent urðu fyrir
eignatjóni urðu einskis styrks
aðnjótandi. Þess skal getið,
að ekki vissi ég til að Hnífs-
dælingarbæru nokkurn kostn-
að vegna jarðarfararinnar og
fleira í því sambandi.
Geysilegt eignatjón
Rétt finnst mér að geta að
nokkru eignatjóns þess er varð
í þessum hamförum. Ekkjan
Sigríður Össurardóttir missti
bæ sinn, Búðarbæinn, sem
mun hafa staðið á sama stað
um aldaraðir ásamt eldhúsi,
eldiviðargeymslu, fjósi að
nokkru og hlöðu sem stóð á
hlaðinu sem skemmdist að
nokkru. Einnig missti hús
þurrkhjall sem stóð niður við
sjóinn og nefndist Búðarhjall-
ur og kom dálítið við sögu í
Dalnum í uppvexti mínum.
Móðir mín missti stórt salt-
fiskhús með ágætu geymslu-
lofti og sambyggðum hjalli,
einnig nýbyggt skipabyrgi fyr-
ir þrjá sexæringa og nýbyggða
verbúð fyrir tvær skipshafnir,
einnig heyhlöðu uppi á túni.
Allt voru þetta hús úr timbri,
vönduð að öllum frágangi.
Skammt frá verbúð móður
minnar stóðu torfbúðirnar sem
fólkið var grafið úr, gömul
hús lágreist, öll með torfþaki,
tóku sex manna skipshöfn
hver. Valdimar Þorvarðsson
kaupmaður átti tvo parta og
Kjartan í Hrauni einn.
Skammt þar frá stóð nýbyggð-
ur þvottahjallur með geymslu-
lofti, sem bræður mínir Hall-
dór og Jóakim áttu. Þess skal
getið, að í skipabyrgi ntóður
ininnar voru þrír árabátar sem
hún átti, Björgvin, Hannes og
Silungur. Þeir eyðilögðust að
mestu ásamt síldarnetum,
hrognkelsanetum og fiskilóð-
um sem voru á geymsluloftinu
í salthúsinu. Allur fatnaður í
íbúðarhúsinu gjöreyðilagðist,
sópaðist allt út á sjó.
Læt ég nú þessu spjalli lok-
ið. Eflaust hefur margt sem
segja mætti frá í gleymsku
fallið á þeim 65 árum sem
liðin eru lrá snjóflóðinu mikla
í Hnífsdal. Til samlags við
framanskráð finnst mér rétt
að geta þess, að um sumarið
kom Þorvaldur Krabbe, þá
landsverkfræðingur og vita-
málastjóri landsins hingað,
gekk um snjóflóðasvæðið upp
undir kletta ásamt Halldóri
bróður mínum sem leiðsögu-
manni. Seinna ritaði Krabbe
mjög athyglisverða ritgerð um
snjóflóðið sem ég las, en er
því miður búinn að gleyma í
hvaða blaði eða tímariti hún
birtist.
Rétt finnst mér einnig að
geta þess, að það var lengi
vani Hnífsdælinga að draga
fána í hálfa stöng 18. febrúar
til að minnast atburðanna. Síð-
ast gerði ég það 18. febrúar
1970 á sextugasta minningar-
deginum.
Þetta var frásögn Páls
Pálssonar, skrásett árið 1975.
Guðjón B. Guðlaugsson
segir svo í Lesbók Morgun-
blaðsins árið 1960:
Sópaði öllu
er fyrir varö
Föstudaginn 18. febrúarkl.
8.45 heyrðist vábrestur mikill.
Féll þá ógurlegt snjóflóð úr
Búðarhyrnunni. Ekki hafði þó
efsta hengjan hrapað, heldur
var snjóþunginn orðinn svo
mikill frarnan í fjallinu, að
fönnin brast neðan við hengj-
una og kom svo öll fyllan
niður með ægilegum hraða.
Fór hún fyrst niður Búðargil-
ið, en er það þraut, breiddi
snjóflóðið úr sér og fór yfir
nálega 150 faðma breitt
svæði. Náði innri brún þess
að Heimabæjarhúsinu nýja,
eins og kallað var, en hinn
jaðarinn norður fyrir Búðar-
bæinn.
Flóðið fór fram eins og
kólfi væri skotið, yfir byggð-
ina, fram af bökkunum og
langt út á sjó. Sópaði það með
sér öllu er fyrir varð, molaði
t.d. niður gaddfreðna veggi
eða leysti þá bókstaflega af
grunni og bar með sér niður í
fjöru eða út á sjó. Mátti sjá
6
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000