Bæjarins besta - 13.09.2000, Side 8
Opiðbréf til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum
Skoðið hug ykkar varð-
andi Orkubú Vestfjarða
Heiðruðu sveitarstjórnar-
menn á Vestfjörðum. Fyrir
rúmum 20 árum var það mikið
kappsmál hjá þáverandi sveit-
arstjórnarmönnum og öðrum
Vestfirðingum, að fá í eigin
hendur forræði yfír orkumál-
um fjórðungsins, og upp úr
því var Orkubú Vestfjarða
stofnað. Þó að síðan þá hafí
margt verið ámælisvert í stjórn
fyrirtækisins og oft hafi
gnauðað um það og starfs-
menn þess, bæði í eiginlegum
og óeiginlegum skilningi, þá
held ég að í heildina séð hafi
stofnun fyrirtækisins og for-
ræði okkar Vestfirðinga á
þessum málaflokki verið okk-
ur til góðs.
Því fmnst mér, bæði sem
gömlum starfsmanni og íbúa
hér á Vestfjörðum, alveg grát-
legt ef þið ætlið nú á þessum
umbrotatímum í orkumálum
landsins að fara að selja hlut
okkar Vestfirðinga í fyrirtæk-
inu. Er svo sorfið að sveitar-
félögunum í peningamálum,
að eina leiðin er að selja Orku-
búið? Eru það félagslegar
íbúðir sem eru að sliga sveitar-
félögin? Ef svo er, þá er það
skammgóður vermir að selja
Orkubúið.Til hverseraðeign-
ast íbúðir sem enginn vill búa
í, í stað þess að eiga fyrirtæki
sem með með styrkri stjórn
og bættum rekstri mun í fram-
tíðinni skila eigendum sínum
arði? Og gerir það nú, því að
gjaldskrá Orkubúsins er ein-
hverjum prósentum lægri en
Rarik og það er hagur eigend-
anna, þ.e. okkar.
Nú heyrist meðal manna að
breyta eigi félaginu í hlutafé-
lag, síðan muni ríkið kaupa
hlut sveitarfélaganna smátt og
smátt eftir því sem þau vantar
peninga og að síðustu muni
ríkið steypa Orkubúinu og
Rarik saman, í anda samein-
ingar og hagræðingar. Ef mál
þróast á þennan hátt, þá mun-
um við tapa úr fjórðungnum
a.m.k. fjórtán störfum. Þar á
ég við nánast öll störf sem nú
í dag eru unnin á Stakkanesinu
á Isafirði. Tæknideild og fjár-
máladeild verður lokað og það
þýðir ekkert að láta sig drey ma
um eitthvað annað. Ef gefin
verða loforð um einhverja
vinnu í stað þeirra mun það
aðeins verða um stundarsakir.
Seinna meir mun sökum
óhagræðis ekki vera talið
hagkvæmt að vinna störfin hér
fyrir vestan, heldur í hinum
væntanlegu höfuðstöðvum
Rarik á Akureyri.
Því bið ég ykkur: Skoðið
ykkar hug, athugið hvort ekki
er hægt að nota fyrirtækið og
styrk þess til að efla atvinnulíf
í fjórðungnum. Af hverju er
t.d. ekki ráðist af alvöru í
Glámuvirkjunina? Fyrirtækið
yrði að sjálfsögðu skuldsett í
ei nh vern tíma en þetta skapaði
vinnu á meðan á framkvæmd-
um stæði og skilaði stóraukn-
um tekjum á eftir. Við yrðum
sjálfum okkur nægir með raf-
magn og næðum að selja orku
úr þessari auðlind okkar.
Að síðustu óska ég Orku-
búinu alls hins besta í framtíð-
inni og vona að það eigi glæsta
framtíð fyrir sér - í höndum
okkar Vestfirðinga.
- Henrý Bœringsson, fyrr-
verandi starfsmaður OV og
einn afþeim sem langar til að
búa áfram á Vestfjörðum.
HAUSTLAUKARNIR
SRU KOMNIft!
^íottcn
dCómdUMZOdin ocz áenf
Fyrirþá
sem vilja
dekra
svolftið við
sina
bað- og
nuddoliur
Blómahornið
Herbs
Hafnargata 46-415 Bolungaróík
Sími 456 7021
Opið á virkum dögum frá kl. 13-18
og á laugardögum frá kl. 13-16
Golfmót
Finnur og
Kristínn
sigruðu
Kristinn Þ. Kristjánsson og
Finnur Magnússon sigruðu á
Gná-Pizza'67 mótinu í golfi
sem laukásunnudag. Kristinn
sigraði án forgjafar og Finnur
með forgjöf.
Með forgjöf fór Finnur hol-
urnar 36 á 132 höggum, annar
varð Sveinbjörn Ragnarsson
á 141 höggi og þriðji varð
Kristinn Þ. Kristjánsson á 142
höggum. An forgjafar fór
Kristinn holurnará 155 högg-
um, annar varð Magnús Gísla-
son á 167 og þriðji varð Birkir
Sverrisson á 174 höggum.
?'
ÍSAFJARÐARBÆR
HLUTASTARF VIÐ DÆGRADVÖL
Óskum eftir að ráða starfsmann í
hlutastarf við Dægradvöl þ.e. lengda
viðveru fyrir nemendur í 1. og 2.bekk
og athvarf fyrir nemendur utan Isa-
fjarðar. Um er að ræða 40% starf frá
kl. 10:00 til 15:00dagleganemaföstu-
dagatilkl. 14:00. Æskilegterað um-
sækjendurhafi uppeldismenntuneða
farsælareynsluafvinnumeðbömum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri
Grunnskólans á Isafirði í síma 456
3044.
Skólastjóri.
Heilbrigðisstdfnunin r IsAFJARÐARB Æ
Augnlæknir á ísafirði
Augnlæknirverðurstarfandi á Heilsugæslu-
stöðinni á ísafirði vikuna 18.-22. september
nk.
Tímapantanir eru í síma 450 4500 alla
virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.
Afinælisþakkir
Hjartanlegar þakkirfæri ég öllum þeim fjöl-
mörgu sem glöddu mig með heimsóknum,
blómum, gjöfum ogskeytum á 80 ára afmæl-
isdaginn minn 1. september og gerðu mér
daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ingólfur Þorleifsson, Bolungarvík.
Geri&t áslerifendur
í símn 456 4566
Er ísafjarðarbær að einangrast?
Vart fer framhjá nokkrum manni, sem á annað borð fylgist með, að Vest- áður mun auðveldari en innan Vestfjarðakjördæmis 1959. Ekkerl heyrist um
Netspurningin
fjarðakjördæmi í núverandi mynd líður senn undir lok. Vestfirðir hafa verið
eitt fimm alþingismanna kjördæmi síðan 1959 eða í rúm fjörutíu ár. Nú hafa
Vesturlands-, Vestfjarðakjördæmi og Norðurland vestra verið sameinuð í
Norðvesturkjördæmi, sem þannig tekur við af þremur landsbyggðarkjördæm-
um. Ein undantekning er þar á, sem er sú, að Siglufjörður mun hverfa til
Norðausturskjördæmis.
Síst skal þessi skipan löstuð hér. Einmitt á þessum vettvangi, í þessum
dálki, var hugmyndin um þessa skipan sett fram í fyrsta sinn
fyrir nokkrum árum. En þá fylgdi því sú hugmynd og ætlan
að unnið yrði markvisst að því að tryggja stöðu Vestfjarða ^
innan hins nýja kjördæmis.Alþingismenn Sjálfstæðisflokks í nýjakjördæminu
eru þegar byrjaðir að ræða sín mál ásamt forystumönnum hinna hverfandi
kjördæmisráða. Það vekur athygli að í stað fimmtán alþingismanna nú verða
þeir aðeins tíu eftir næstu kosningar, sem verða ekki síðar en árið 2003.
Núverandi þingmenn munu því ekki komast allir að á nýjan leik, sem fulltrúar
núverandi kjósenda. Hvernig þau mál leysast mun tíminn leiða í ljós.
Hvernig munu sveitarfélög bregðast við breyttu umhverfi? Alþingismenn,
sem gæta hagsmuna þeirra, verða færri. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar
alþingismanns mun nefnd hafa skilað þeirri tillögu, að þeir fái hver um sig
aðstoðarmann heima f kjördæmi. Ferðalög munu aukast, en verða samt sem
ðtakkur skrifar
viðbrögð sveitarstjórnanna. Þó hefur verið rætt nokkuð um samstarf sveitar-
félaga. Ekkert hefur þó sést eða heyrst opinberlega um tillögur eða hugmyndir.
Eitt hefur þó vakið athygli. Það er sú breyting, sem varð þegar Skólaskri fstofa
Vestfjarða var lögð niður og Skóla- og fjölskylduskrifstofa ísafjarðarbæjar
sett á fót, en hún var formlega opnuð 25. ágúst síðast liðinn. Sú ósk er sett hér
fram að hin nýja skrifstofa megi þjóna íbúum og skólum ísafjarðarbæjar vel
á næstu áratugum og árum. Enn er ekki komið í ljós hvort aðrir hyggjast leita
þjónustu hennar. Forverinn þjónaði öllum Vestfirðingum.
Obbinn af sveitarfélögum sem áður notuðu þjónustu Skóla-
skrifstofu Vestfjarða hefur snúið sér annað. Vonandi snúa
þau aftur.
I nýju, stærra og fjölmennara kjördæmi skiptir staða ísafjarðarbæjar og
ísafjarðar miklu. Afar mikilvægt hefði verið að geta boðið enn fleiri
sveitarfélögum og skólum þjónustu, færa út kvíarnar frekar en taka ákvarðanir,
sem virðast færa íbúa norðanverðra Vestfjarða út á kant einangrunar. ísa-
fjarðarbær er vissulega með fjölmennustu sveitarfélögum innan hins nýja
kjördæmis. En brýnt er að sækja fram á sviði þjónustu og viðskipta með
minnkandi umsvifum í sjávarútvegi. Viðbragða Fjórðungssambands Vestfirð-
inga er nú beðið.
Spurt var:
Ertu búdn að
kynna þér
nýju kjör-
dæmaskip-
anina?
Alls svöruðti 212.
Já sögðu 47 eða 22,17%
Nei sögðu 165 eða 77,83%
Netspumingin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoöun sína
I ijós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Stakkur hefur ritað vikulega pistla íBœjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umrœður. Þœr þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
8
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000