Bæjarins besta - 13.09.2000, Síða 12
Tveir karlmenn handteknir
Med flkniefni
i fórum sínum
Aðfaranótt Iaugardags
handtók lögreglan á Isafirði
tvo karlmenn, annan á þrí-
tugsaldri og hinn á fertugs-
aldri, vegna gruns urn að
þeir væru með fíkniefni í
fórum sínum.
Mennirnir, sem báðir eru
búsettir í Isafjarðarbæ, voru
að koma akandi frá Reykja-
vík og voru þeir stöðvaðir í
Arnarfirði. Leit var gerð í
bifreiðinni auk þess sem
framkvæmdar voru húsleit-
ir á heimilum þeirra. Þar
fundust bæði fíkniefni og
áhöld tengd slíkri neyslu eða
tæp 8 grömrn af ætluðu am-
fetamíni og u.þ.b. 3 grömm
af kannabisefnum.
Mennirnir gistu fanga-
geymslur lögreglunnar
meðan á rannsókn málsins
stóð. Málið verður sent lög-
reglustjóra til meðferðar
innan tíðar. Við aðgerðirnar
naut lögreglan á Isafirði að-
stoðarsérþjálfaðs fíkniefna-
leitarhunds lögreglunnar í
Bolungarvík.
Breytingar á félagsformi og eignarhaldi OV í athugun
Orkubúí Vestflarða
breytt í hlutafélag?
Eigendur Orkubús Vest-
fjarða taka síðar í haust af-
stöðu til hugmynda um breyt-
ingar á félagsformi og eignar-
haldi á fyrirtækinu. Víst má
telja að lagt verði fram til sam-
þykktar eða synjunar, hvort
OV verði breytt úr sameignar-
félagi í hlutafélag, óháð því
hvort einstök sveitarfélög
vilja áfram eiga sinn hlut í
fyrirtækinu eða selja hann. Þá
gæti hvert sveitarfélag fyrir
sig ráðstafað sínum hlut að
vild en svo er ekki nú.
Ríkissjóður á nú 40% í OV
en sveitarfélög á Vestfjörðum
60%. Viðræðunefndir beggja
aðila vinna að undirbúningi
málsins og lýkur honum í
þessum mánuði eins og nú
horfir.
Jafnframt vinna nefndirnar
að því að búa til „verðmiða“ á
fyrirtækið, ef til þess kæmi að
rrkissjóður vildi kaupa allan
eignarhlut sveitarfélaganna,
eins og hugmyndir hafa verið
um á liðnum árum, eða hlut
einstakra sveitarfélaga ef fyr-
irtækið yrði gert að hlutafé-
lagi. Synjun frá einu sveitar-
félagi er nægileg til að ekki
verði af breytingu OV íhluta-
félag. Hins vegar má telja
fremur ósennilegt að einhver
sveitarstjórn setji stólinn fyrir
dyrnar, ef vilji til hlutafélags-
væðingar reynist almennur.
Frá fundi Félags lögfrœðinga á Vestfjörðum. Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari og lögmennirnir Arnar G. Hinriksson,
Björn Jóhannesson og Tryggvi Guðmundsson.
Vestfírskir lögfræðingar skora á dómsmálaráðherra
Héraðsdómur Vestfjarða
fái viðuiiandi húsnæði
- ákærðir, vitni og skikkjuverur voma á stigapallinum á dómþingum
Flugvöllur
Kalla
þurfti til
lögreglu
Manni á miðjum aldri
var neitað um flugfar frá
Isafirði á sunnudag vegna
ölvunar. Maðurinn hafði
kornið með flugi frá
Reykjavík fyrr um daginn
og var að mati flugfreyju
heldur ódæll. Þótti því
óvarlegt að hleypa mann-
inum um borð í vélina
aftur, þar sem hann hafði
augljóslega hvergi slegið
afdrykkjunni umdaginn.
Maðurinn tók synjun-
inni illa og fór í leyfis-
leysi inn á skrifstofu flug-
félagsins og jós fúkyrð-
um yfir áhafnarmeðlimi
sem þar voru staddir. Fór
svo að kalla þurfti til lög-
reglu, þar eð maðurinn
sinnti illa tilmælum
starfsmanna félagsins.
Að sögn Finnboga
Sveinbjörnssonar, starfs-
rnanns FI, koma atvik af
þessu tagi upp einstaka
sinnum. „Það gerist ekki
oft að kalla þurfi til lög-
reglu. Þess þurfti þó í
þetta skipti, því starfsfólk
fékk ekki vinnufrið fyrir
manninum“, sagði Finn-
bogi. Engin kæra verður
lögð fram vegna þessa
máls.
Húsnæði HéraðsdómsVest-
fjarðaíStjórnsýsluhúsnæðinu
á ísafirði telst bæði óhentugt
og allsendis ófullnægjandi
fyrirþá starfsemi sem þar skal
fara fram. Félag lögfræðinga
á Vestfjörðum hefur þess
vegna sent dómsmálaráðherra
eftirfarandi áskorun:
„Fundur í Félagi lögfræð-
inga á Vestfjörðum, haldinn á
Isafirði föstudaginn 8. sept-
ember 2000, skorar á dóms-
málaráðherra að beita sér nú
þegar fyrir þ ví að Héraðsdómi
Vestfjarða verði fundið hús-
næði er fullnægir og hæfir
starfsemi dómsins."
Askorun lögfræðinganna
virðist eðlileg. Húsakynni
Héraðsdóms Vestfjarða eru
svo lítil og þröng, að óviðun-
andi og jafnvel fáránlegt getur
talist. Engin aðstaða er þar
fyrir málsaðila og má heita
hlálegt að sjá sakborninga,
vitni og skikkjuklæddar per-
sónur voma í traffíkinni á
stigapalli út af plássleysi inn-
an dyra meðan á réttarhöldum
stendur.
Hér sannast sá gamli brand-
ari, að húsnæði sé of þröngt
til að hægt sé að skipta um
skoðun. Vegna þrengslanna
hjáHéraðsdómi faraskoðana-
skipti málsaðila iðulega fram
í heyranda hljóði á stigapall-
inum framan við dyrnar.
Á sömu hæð eru m.a. skrif-
stofur Sýslumannsins á Isa-
ftrði og jafnan er mikil umferð
fólks um húsið í hinar fjöl-
mörgu stofnanir sem þar eru.
Ekki þykir heldur trúverðugt
í augum almennings, eftir að
skilið hefur verið milli ákæru-
valds og dómsvalds, að dóm-
urinn skuli vera í holu við
hliðina á glæsilegum skrif-
stofum sýslumannsembættis-
ins.
Borgarferðir
Haustferðir
Kynnið ykkur
vetrarferðirnar
Vesturferðir |jÖ^
Aöalsirœli 7 Sími 456 5111
www. vesíurferdir. is
vesturferdirfCiyeslurferdir.is
Virka daga
kl. 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 - 18
Sunnudaga
kl. 12 - 18
SPRENGITILBOÐ
Pantað - sótt:
16" með 2 áleggstegundum
kr. 1.000,-
Pantað - sent:
16" með 2 áleggstegundum, . ___
og 2i. coke kr i.49o,- Simi: 456 5525
Vertu stilltur
Útvarp Apótek
FM 101,0
w
Opið daglega 14-18