Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 3

Bæjarins besta - 27.09.2000, Side 3
Önfirðingar vilja hafa lækni sinn áfram Óttast að Lýður læknlr sé á förum - vegna fyrirhugaðra breytinga á starfskjörum „Okkar ágæti læknir (og stuðbolti) Lýður Arnason! Við trúum því ekki að þú sért að fara frá okkur vegna þess að ekki sé unnt að semja við þig um kaup og kjör. Við þurfurn á þér að halda áfram og þess vegna viljum við skora á þig og yfirmenn heilbrigðisþjón- ustunnar á Flateyri að tryggja veru þína hér.“ Þannig hljóðar áskorun sem 195 manns á Flateyri og ann- ars staðar í Önundarfirði hafa undirritað. Þær Gróa Haralds- dóttir og Guðlaug Auðuns- dóttir á Flateyri afhentu undir- skriftalistana þeim Lýð lækni og Guðjóni Brjánssyni, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunarinnar Isafjarðarbæ á mánudag. Guðjón mun vænt- anlega koma listunum áfram til Kjaranefndar í Reykjavík sem hefur með málið að gera. Lýður Arnason hefur verið læknir á Flateyri í nokkur ár. Nú eru blikur á lofti vegna þess að áformað mun að bjóða honum lægri laun og verri kjör þegar núgildandi starfssamn- ingur rennur út. Fullvíst er talið að Lýður hyggi til brott- ferðar ef hann heldur ekki svipuðum kjörum og verið hefur. Fólk í Önundarfirði vill hafa Lýð áfram, bæði sem lækni og samborgara, en þar að auki máteljaóvíst aðannar læknir fengist til Flateyrar ef hann fer. Auk þess að vera vinsæll Guðjón S. Brjánsson,framkvcemdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnartekur við undirskriftar- listunum frá Guðlaugu Auðunsdóttur og Gróu Haraldsdóttur. læknirhefurLýðurveriðmjög undirskriftalistunumminnirá. ella væri vegna þess að það virkur í félagslífí og skemmt- Þær Gróa og Guðlaug segja hittihannámannamótum,þar analífi á Flateyri á undanförn- að fólki þurfi ekki að hitta sem hann er óþreytandi að um árum, eins og „hausinn“ á lækninn eins oft á stofu og létta lund samborgara sinna. Meðal gesta á Atvinnuvegasýningu Vestfjarða voru þessir þrír heiðursmenn en málefni þeim viðkomandi hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Tveir þeirra eru þingmenn Bolvíkinga/Vestfirðinga og jafnframt stjórnarmenn í Byggðastofnun, þeir Einar K. Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar. A milli þeirra er sparisjóðsstjórinn í Bolungarvík, Ásgeir Sólbergsson. Ekki er vitað hvort innheimtu fyrir Byggðastofnun og samninga þar að lútandi við Sparisjóð Boluitgarvíkur hefur borið á góma við þetta tœkifœri. Eftil vill hafa þeir verið að biðja Gallup að athuga nánar viðhorf almennings. En hvað sem því líður virðast þeir ókvíðnir á svipinn. nh EILBRIGÐISSTDFNUNIN ISAFJARÐARBÆ Bólusetning gegn inflúensu Bólusetning gegn inflúensu hefstí byrjun október og er veitt sem hér segir á stöðvunum: ísafjörður: Alla virka daga frá kl. 14:00-15:30. Flateyri: Alla virka daga frá kl. 10:00-16:00. Sími 456 7638. Þingeyri: Alla virka daga samkv. samkomulagi. Sími 456 8122. Suðureyri: Mánudaga kl. 10:00-11:30. Sími 456 6144. Súðavík: Þriðjudaga kl. 10:00-11:30. Sími 456 4966. Fyrirtæki eiga þess kostað fá starfsmann stöðvar- innará staðinn skv. samkomulagi en nánari upplýs- ingar er hægt að fá hjá hjúkrunarforstjóra heilsu- gæslusviðs, Sigrúnu Magnúsdóttur í síma 450 4500. Ný skýrsla frá endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga Yestfirsk sveitarfélög eru vel rekin - en greiðslubyrði þeirra er þyngri en staðið verði undir Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa verið vel rekin síðasta áratuginn, þegar á heildina er litið. Rekstur þeirra hefur skil- að meiri framlegð á íbúa en rekstur annarra sveitarfélaga í landinu að meðaltali á þess- um tíma, samkvæmt nýrri skýrslu frá Pricewaterhouse- Coopers. Þetta stingur í stúf við nýlegar fullyrðingar um óráðsíu í rekstri sveitarfélaga og sýnir að þær eru a.m.k. ekki réttmætar hvað vestfirsk sveitarfélög varðar. Góður rekstur vestfirskra sveitarfélaga á þessum tíma hefur hins vegar ekki dugað til, m.a. vegna þess að staða þeirra var verri en annarra í upphafi áratugarins. Félags- lega íbúðakerfið veldur einnig miklu um fjárhagserfiðleika sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa mætt erfiðri greiðslu- stöðu með minni framkvæmd- um en eru að jafnaði í sveitar- félögum annarra landsfjórð- unga. Þetta er meðal þess sem fram kemur skýrslu um fjár- hag vestfirskra sveitarfélaga, sem Þröstur Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Price- waterhouseCoopers, hefur gert að beiðni Fjórðungssam- bands Vestfirðinga. Skýrslan var kynnt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga um síðustu helgi. í skýrslunni kemur fram, að fjárhagur sveitarfélaga í landinu hefur farið versnandi á tíunda áratugnum. Fjárhagur sveitarfélaga á Vestfjörðum hefur verið erfiður allan ára- tuginn, ekki síst vegna fækk- unar íbúa. Ljóst er, segir í skýrslunni, að til þess að reisa fj árhaginn við þurfa ýmsar að- gerðir að koma til. Fram kemur, að heildar- skuldaþol vestfirskra sveitar- félaga um síðustu áramót var minna en heildarskuldir þeirra. Með skuldaþoli er átt við getu til að greiða niður skuldir. Sé félagslega íbúða- kerfið tekið út úr dæminu er skuldaþolið hins vegar um- talsvert meira en skuldirnar. Félagslega íbúðakerfið skiptir því sköpum í fjárhag vest- firskra sveitarfélaga, eins og margoft hefur verið bent á. Greiðslubyrði sveitarfélaga áVestfjörðumáárunum 1990- 99 var að jafnaði um 112% af framlegð. Með framlegð er átt við afgang eftir rekstur málaflokka. Þetta er talsvert meiri greiðslubyrði en í öðrum landshlutum (56%), einnig þótt Reykjavíkurborg sé und- anskilin (70%). Þung greið- slubyrði virðist hins vegar ekki stafa af óhagstæðri lána- samsetningu eða meiri fjár- festingum en í öðrum lands- hlutum, segir í skýrslunni. Þrátt fyrir að framlegð á íbúa hafi farið minnkandi frá 1990 hefur hún ekki verið minni á Vestfjörðum en í hinum landshlutunum. Hins vegar er skuldabyrði sveitar- félaganna á Vestfjörðum tölu- vert meiri en annarra, eftirþví sem fram kemur í skýrslunni. Greiðslubyrði sveitarfélag- anna á Vestfjörðum fer á þess- um árum aldrei undir 74% af framlegð (1991) og var að meðaltali um 112%. Þetta þýðir, að sveitarfélögin eiga engan afgang til framkvæmda og þurfa að taka lán til að greiða afborganir og vexti af þeim lánum sem þau eru með í dag, auk þess sem allar fram- kvæmdir eru fjármagnaðar með lánsfé. Ibúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 15% frá 1990. Arleg framlegðarminnkun sveitarfélaganna vegna þess- arar íbúafækkunar er í skýrsl- unni metin um 140 milljónir króna á ári. Það jafngildir lækkun skuldaþols um 1,3 milljarða króna. í beiðni stjórnar Fjórðungs- sambandsins til Pricewater- houseCoopers var gert ráð fyr- ir því, að skoðað yrði hvað gera þyrfti til að bæta fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna í fjórðungnum. A fundi skýrsluhöfundar með formanni og fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bandsins komu fram ýmsar hugmyndir sem taldar eru geta nýst til lausnar fjárhagsvanda sveitarfélaganna. Meðal þeirra hugmynda er að stofna félag (hlutafélag) með þátttöku ríkis og sveitar- félaga, sem myndi yfirtaka eignir og skuldir félagsíbúða á Vestfjörðum og selja íbúðir- nar aftur á frjálsum markaði. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.