Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 27.09.2000, Qupperneq 5
útlanda. Ef flutt er á bílum til Reykjavíkur fer varan þar í skip og til útlanda. Reykja- víkurhöfn fær því þau hafn- ar- og vörugjöld sem Isa- fjarðarhöfn fengi annars. Vegna þessa er ég þess fullviss, að ákvörðun Sam- skipa um að flytja allar vörur um Reykjavíkurhöfn sé ísafírði síst til framdrátt- ar. Þvert á móti verði hún til þess að draga úr tekjurn þeirra mannvirkja sem eru á höfninni á Isafirði. Þar að auki stuðla landflutningar að því að meira er flutt út af ferskum fiski, sem svo aftur dregur úr atvinnu á svæðinu, því að aflinn fer hálfunninn í burtu.“ Jagúarinn Athygli vakti þegar Tryggvi fékk til bæjarins forláta Jagúar-bifreið frá árinu 1976. „Ég hef alltaf verið með bíladellu og keypti bílinn þess vegna. Hann hefur reyndar verið inni í skúr mest allan tímann því að það er ekkert grín að fá varahluti í þessa bíla. Það þarf að senda hiutina út til Bretlands og láta endur- byggja þá.“ En á næsta ári verður Jagúarinn 25 ára og telst þá vera orðinn fornbíll og verður vonandi aftur á göt- um Isafjarðar næsta sumar. Á mótorbát til Skandinavíu Nú er Tryggvi búinn að selja Eimskipum afgreiðslu sína og er að flytja til Reykjavíkur. Hann segist ekki vera sestur í helgan stein en óákveðið sé með framhaldið. Eitt er þó ljóst: „Ég fer ekki að vinna sams- konar störf í bráð. Ég er búinn að vera að þessu allt of lengi og held að það sé kominn tími til að skipta um starf og umhverfi. Ég ætla að byrja á því að taka mér gott frí. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á siglingum. Þannig átti ég ásamt fimm öðrum skútu í Miðjarðarhafi í tólf ár. Ég á öflugan 34ra feta mótorbát og ætlunin er að sigla hon- um við Skandinavíu næsta sumar. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir í framtíð- inni.“ Fjarkennslubunaður í Menntaskólamim á ísafírði Fræðslumiðstöð Vest- fjarða kaupir búnaðinn „loksins nú“ sér fyrir endann á málinu Nú liggur fyrir uppkast að samkomulagi um kaup á fjar- fundabúnaði þeim, sem settur var upp í Menntaskólanum á Isafirði fyrir tveimur árum. Þá var gerður „skammtímasamn- ingur“ um að Fjórðungssam- band Vestfirðinga hefði milli- göngu um útvegun búnaðarins vegna fjarkennslu sem þá var að fara af stað í skólanum. I þessu skyni tók sambandið bankalán fyrir öllu kaupverð- inu, eða upp á þrjár milljónir króna. Síðan var ætlunin að menntakerfið gengi inn í kaupin með einhverjum hætti og leysti Fjórðungssambandið undan láninu „innan mjög skamms tíma“ en af því varð ekki. Fráþessu vandræðamáli var greint hér í blaðinu í byrjun þessa mánaðar. Fram kom í skýrslu stjórnar á Fjórðungs- þingi um helgina, að „loksins nú sér fyrir endann“ á þessu máli með því að Fræðslumið- stöð Vestfjarða hefur boðist til að kaupa búnaðinn. Islandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í sjóstangaveiði, Sigríður Kjartansdóttir og Pétur Sigurðsson. íslandsmótið í sjóstangaveiði ísfirðtngar eignast Islandsmeistara Signður Kjartansdóttir varð fyrst félaga í Sjóstangaveiði- félagi Isfirðinga til að verða Islandsmeistari í kvenna- flokki í sjóstangaveiði og þar með fyrsti Vestfirðingur sem sæmdarheitið hefur hlotið. Sigríður hlaut alls 765 stig, og veiddi alls 2.036 fiska sem vógu 3.298 kg. Hún tók þátt í öllumkeppnismótumsumars- ins sem haldin voru víðsvegar um landið. Keppendur í þessum mót- um voru hátt í fj ögur hundruð. Þess má gera að Sigríður varð næst aflahæsti veiðimaðurinn á árinu og þá eru karlkyns veiðimenn taldir með. Arið í ár var annað árið sem Sigríður keppir sem fullgildur kepp- andi í sjóstangaveiði. Húsafríðunar- nefnd ríkisins Húsafriðunatsjóður Húsafríðunarnefnd ríkisins auglýsireftirum- sóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þarsem segir: ,,Hiut- verk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Heimilt erað veita styrki til við- halds annarra húsa en friðaðra, sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. “ Veittireru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlana- gerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannanna. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftiráliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknirskulu berast eigi síðaren 1. des- ember2000 til Húsafriðunarnefndarríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 miiii kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins. Söngfólk! Leit stendur yfir að söngfólki í allar raddir til að syngja við messur og aðrar athafnir í ísafjarðarkirkju. Athygli ervakin á þvíað ungt fólk (unglingar og eldri) eru sérstaklega vel- komnir að kynna sér starfsemina og jafnvel sníða sína eigin stundatöflu. Söngstarfið þarf ekki að vera meira bindandi en viðkomandi hefur vilja til. Söngæfingar fara fram í ísafjarðarkirkju (gengið inn Sól- götumegin) á fimmtudagskvöldum kl. 20. Allar nánari upplýsingar gefur kórstjóri, Hulda Bragadóttir í símum 456 3135 eða 456 3560. Fundnir skíðaklossar auglýstir í BB í góðu standi • • •• r efiir sjo ar Halldór Antonsson húsasmíðameistari á fsafirði er vel settur með skófatnað urn þessar mundir. Að minnsta kosti hvað skíðaklossa varðar. Enn eru þó væntanlega langur tími þangað til skíðafæri verður gott á útivistarsvæðum ísfirðinga. I smáauglýsingum Bæjarins besta í síðustu viku var tilkynnt að skíðaklossar hefðu fundist við snjósleðaleiðina upp á Þverfjall. Tegund: Salomon í Kastle-poka. Halldór kannaðist við málið, því að hann týndi klossunum á þessu svæði fyrir sjö árum. Þetta reyndust vera klossarnir hans - í prýðilegu ásigkomulagi. Pokinn var hins vegar orðinn lasinn eftir þessa löngu útivist. Fundarstaðurinn er afar veðrasamur og Þverfjall er þekkt fyrir illviðri og harðviðri á vetrum. Hinir skilvísu finnendur voru starfsmenn í línuflokki Orkubús Vestfjarða, en þeir eiga margar ferðir um hálendi Vestfjarða, jafnt sumar sem vetur. Ekki hvarflaði annað að þeim en þessir prýðilegu klossar hefðu týnst þarna í vor. Halldór Antonsson með annan klossann. Körfuknattleikur Þrír útlend- ingar leika með KFÍ Stjórn KFÍ hefr gengið frá samningi við írska miðherj- ann Steve Ryan um að leika með liðinu á komandi keppn- istímabili. Þar með eru útlendingarnir orðnir þrír í liði KFÍ en fyrir skömmu var gengið frá ráðn- ingu Bandaríkjamannsins Dwayne Fontana og í æfinga- ferð liðsins til Danmörku fyrir stuttu bættist Júgóslavinn Branislav Dragoljovic í hóp- inn. íkvöld, frákl. 18:20verður opið hús hjá KFÍ í íþrótta- húsinu áTorfnesi þar sem starf félagsins verður kynnt. ísafjarðarbær Skortur á dagmæðrum Öll pláss á leikskólum ísa- fjarðarbæjar eru fullnýtt. Auk þess er mikið um fyrirspurnir um dagmæður. Engar starfandi dagmæður með leyfi eru á skrá hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Isa- fjarðarbæjar. ísaQarðarbær Bæjarfulltrú- ar áfram níu Við síðari umræðu um nýja bæjarmálasamþykkt ísafjarð- arbæjar í síðustu viku drógu bæjarfulltrúamir Þorsteinn Jó- hannesson og Sigurður R. Ól- afsson til baka tillögu sína um fækkun í bæjarstjórn Isa- fjarðarbæjar úr níu bæjarfull- trúum í sjö. Tillöguna lögðu þeir fram við fyrri umræðu þremur. Ný bæjarmálasamþykkt Isafjarðarbæjar var samþykkt að lokinni síðari umræðu með níu samhljóða atkvæðum. Engar brey tingar urðu á henni frá fyrri umræðu. ísafjarðarbær Hrefnan reri annan hvern dag að jafnaði Á nýliðnu fiskveiðiári var 33.797 tonnum af afla úr 5.813 róðrum landað í höfnum Isafjarðarbæjar. Flesta róðra eða 173 átti Hrefnan á Suður- eyri. Það merkir að báturinn hafi róið nærfellt annan hvern dag að jafnaði. Jafnframt voru langflestar landanir á Suður- eyri eða 2.292. Á Flateyri voru þær 1.382, áísafirði 1.287 og á Þingeyri 852. Mestum afla var landað á Isafirði eða 19.412 tonnum. Á Suðureyri var landað 5.453 tonnum, á Flateyri 5.282 tonn- um og á Þingeyri 3.650 tonn- um. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 5

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.