Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 12

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 12
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi ,Betra seint en aldreiu Káupmannahöfn '95 L Punktar frá albióðlesri ráðstefnu í Punktar frá alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn um alnæmi og félagsráðgjöf Petrína Ásgeirsdóttir er félagsráðgjafi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Um ráðstefnuna Ráðstefnan var haldin 15.-18.ágúst 1995 og því löngu tímabært að ég miðli því sem ég varð vísari á ráðstefnunni, líkast til á orðtakið „betra seint en aldrei“ ágætlega við í þessu tilviki. A því ári sem liðið er hafa ótrúlega jákvæðir hlutir gerst í læknisfræðilegu tilliti með tilkomu nýrra lyfja sem gefa góða von fyrir fjölda hiv-jákvæðra um að hægt sé að halda veirunni í skefjum. Þau mál sem voru til umfjöllunaf á ráðstefnunni eru þó enn í fullu gildi, en hún bar heitið „Hiv/alnæmi ög félagsráðgjöf; lífsaðstæður, mannrétt- indi og siðfræði“ og þar var sjónum beint að félagslegum, tilfinningalegum og siðfræðilegum þáttum hiv-smits. Á ráðstefnunni komu saman rúmlega 300 manns frá 49 þjóðlöndum, félagsráð- gjafar, hiv-jákvæðir, aðstandendur og aðrir sem að alnæmismálum starfa, og báru saman bækur sínar um hvað hefði áunnist undanfarin áratug og hvað væri framundan. Hægt var að velja á milli fjölmargra fyrirlestra og því aðeins möguleiki á að fá innsýn inn í brot af því sem til umræðu var. Einnig var boðið upp á vettvangsferðir í tengslum við ráðstefnuna. Misskipting gæða í heiminum Alnæmi er sennilega sá sjúkdómur sem einna mest undirstrikar þann ójöfnuð sem ríkir í skiptingu efnislegra gæða, ójöfnuð milli ólíkra hópa í sama þjóðfélagi og ójöfnuð milli þjóða heims- ins. I fyrirlestri einum kom fram að urn 80% hiv-jákvæðra í heiminum búa á sunnanverðum hnettinum eða í þróunar- löndum, en 93% þess fjármagns sem fer til alnæmismála nýtist þjóðunum á norðanverðum hnettinum, eða hinum sk. vestræna heimi. Þyngstu byrðarnar eru þannig bornar af fjárhagslega veikustu herðunum. Ólíkar félagslegar og fjár- hagslegar aðstæður í heiminum endur- spegla ólíkar lífsaðstæður hiv-jákvæðra, en pólitískur og lagalegur rammi sér- hvers þjóðfélags í tengslum við hiv-smit ákvarðar einnig þær aðstæður sem hiv- jákvæðir búa við. I mörgum löndurn heimsins eru sameinuð áhrif sjúkdóm- sins, fordóma, neikvæðra viðhorfa og félagslegrar mismununar að eyðileggja líf fólks með hiv-smit, fjárhagslega, félagslega og persónulega. Sá fyrirlesari sem hafði einna sterkust áhrif á mig var Noerine Kaleeba frá Uganda, framkvæmdastjóri alnæmis- samtaka þar í landi, sem hún stofnaði árið 1987 eftir að eiginmaður hennar lést úr alnæmi. í máli og myndum veitti hún okkur innsýn í aðstæður og líf fólks í hennar heimabyggð, þar sem lífsbar- áttan er hörð og tekist er á við fátækt og margskonar sjúkdóma. Alnæmi er einn þeirra og mjög útbreiddur, íbúafjöldi Uganda er um 20 milljónir og skráð til- felli af hiv-smiti eru meira en 1,5 milljón og þar af eru skráð tilfelli um alnæmi rneira en 50 þúsund. hiv-smit er mun útbreiddara meðal kvenna en karla, þannig eru tvöfalt fleiri konur en karlar smitaðar á aldrinum 20-29 ára og sex- falt fleiri stúlkur en drengir smitaðar á aldrinum 15-19 ára. Langflestar þessara kvenna eignast svo börn, enda eru þau viðhorf sterk í viðkomandi þjóðfélagi að kona sé ekki kona nema hún eignist börn og helst af öllu fyrir tvítugt. En Noerine sýndi okkur einnig að líf fólks í Úganda er ekki bara eymd og volæði og fólk fórnarlömb aðstæðna sinna, eins og mér og eflaust fleirum ofdekruðum Vesturlandabúum hættir til að álíta. Þar eins og annars staðar er mannlíf fjöl- skrúðugt og stöðugt í gangi uppbygging til að bæta aðstæður og kjör. Samtök þau sem Noerine er í forsvari fyrir og veita margskonar stuðning, fræðslu og ráðgjöf í í tengslum við hiv-smit, eru einmitt dærni um það hve miklu er hægt að áorka þegar þekking, von, jákvæðni og dugnaður fara saman. Fíkniefnaneytendur og hiv-smit Sá hópur sem hiv-smit hefur verið einna útbreiddast í víða í heiminum, eru fíkniefnaneytendur sem smitast hafa við að deila sprautum eða við kynmök. Málefni þeirra voru til umræðu í rnörg- um vinnuhópum á ráðstefnunni, félags- leg staða þeirra og hvaða leiðir væru ákjósanlegastar til að hefta útbreiðslu hiv-smits meðal þeirra. Af hiv-jákvæðum eru fíkniefnaneyt- endur vafalaust sá hópur sem einna verst er settur félagslega og er með fæst bjargráð. Meginástæður þess eru annars vegar neyslan sjálf sem skerðir fjárhag þeirra og líkamlegt og andlegt atgervi og hins vegar þau sterku þjóðfélagslegu viðhorf sem fordæma neyslu sterkari fíkniefna og um leið þá einstaklinga sem efnanna neyta. í langflestum lönd- um eru eign og neysla fíkniefna ólög- leg, en afar misjafnt er hvemig tekið er á þeim málum og hvernig þjónusta er í boði fyrir fíkniefnaneytendur. Á Vesturlöndum og víðar hefur í gegnum tíðina verið lögð áhersla á að fyrirbyggja fíkniefnaneyslu með ýmsum ráðum og að bjóða fíkniefnaneytendum upp á meðferð til að losna undan neyslu sinni. Með tilkomu Hiv-smits sáu heilbrigðisyfirvöld margra þjóða sig knúna til að til að skoða fleiri leiðir í því skyni að draga úr hættunni sem sprautunotkun hefur í för með sér. Sú stefna var víða tekin að reyna að koma í veg fyrir að fíkniefnaneytendur deili sprautum með því að auka aðgengi að nýjum sprautum og koma á framfæri upplýsingum um hvemig sótthreinsa á sprautur ef ekki er aðgangur að nýjum. í allnokkrum löndum hefur fíkni- efnaneytendum sem langt eru leiddir í neyslu gefist kostur á metadonmeðferð, þar sem þeir fá ópíumlyfrð metadon reglulega frá heilbrigðisyfirvöldum og er markmiðið að hjálpa þeim að hætta í ftkniefhum. Þessi stefna eða leið er á ensku kölluð „harm reduction," að minnka skaðann, og

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.