Dagfari - okt 2016, Qupperneq 4

Dagfari - okt 2016, Qupperneq 4
4 Margt bendir til að bandarísk hernaðaryfirvöld hafi áhuga á auknum umsvifum á Íslandi. Hver er afstaða stjórnmálahreyfingarinnar til þess máls? Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin er alfarið andvíg því að heimsvaldasinnað hernaðarbrölt fari fram á Íslandi. Björt framtíð Við erum andvíg því að opna herstöð á Íslandi og andvíg auknum umsvifum bandarískra hernaðaryfirvalda á Íslandi. Dögun Við viljum herlaust land þannig að við viljum engin hernaðarleg umsvif á Íslandi. Flokkur fólksins Flokkur fólksins geldur mjög varhug við því að Bandaríkjamenn auki umsvif sín á Íslandi þar sem slíkt myndi auka spennu á Norðurslóðum. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn er hlynntur virkri þátttöku í varnarsamstarfi við Bandaríkin og aðrar þjóðir. Telji aðilar þess samstarfs að til þess að ná markmiðum slíks samstarfs sé rétt að auka umsvif hérlendis er eðlilegt að það verði tekið til skoðunar þegar og ef þar að kemur. Húmanistaflokkurinn Það er fráleitt að leyfa Bandarískum hernaðaryfirvöldum að auka umsvif sín á Íslandi. Píratar Píratar munu ekki samþykkja slíkt án þess að leita samþykkis eða synjunar kjósenda. Samfylkingin Samfylkingin styður ekki aukin hernaðarumsvif hér á landi.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.