Dagfari - okt. 2016, Síða 5

Dagfari - okt. 2016, Síða 5
5 Sjálfstæðisflokkurinn Afstaða Sjálfstæðisflokksins er almennt jákvæð gagnvart auknum umsvifum. Framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin hefur sem kunnugt er tekið ýmsum breytingum á umliðnum árum og sjálfsagt að þróa hann áfram í samstarfi ríkjanna eftir því sem aðstæður gefa tilefni til. Viðreisn Viðreisn er almennt fylgjandi vestrænni samvinnu og vill að Ísland sé virkur þátttakandi í því starfi. Viðvera eða umsvif Bandaríkjahers grundvallast á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Í því felst að þjóðirnar tvær meta þörfina á umsvifum hersins hér á landi á hverjum tíma miðað við aðstæður í heiminum. Viðreisn hefur ekki hvatt til aukinna umsvifa Bandaríkjanna hér á landi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggst alfarið gegn slíku. Nær væri að segja herstöðvarsamningnum frá 1951 alfarið upp. Er stjórnmálahreyfingin hlynnt reglubundnu æfingaflugi Nató-herþota á Íslandi sem gengur undir heitinu loftrýmisgæsla? Alþýðufylkingin Nei, og við erum líka andvíg því að herskip leggist hér við bryggju. Björt framtíð Já Dögun Við viljum herlaust land þannig að það samræmist ekki stefnu okkar. Flokkur fólksins Já.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.