Dagfari - okt. 2016, Side 9
9
heldur gert hana verri. Þátttaka Íslands í innrás Bandaríkjanna í Írak 2003
og samþykki íslenskra stjórnvalda innan NATO á árásunum á Lýbíu 2011
hafa meðal annars stuðlað að því að ISIS samtökin urðu til.
Píratar
Þáttaka Íslands í stríðum á liðnum árum hefur ekki bætt stöðu heimsmála.
Við tökum undir að árásarstríð síðustu ára hafi gert stöðu heimsmála
verri.
Samfylkingin
Ísland er sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna bundið af ákvörðunum
Öryggisráðsins sem teknar eru til að binda enda á þjóðarmorð,
stríðsglæpi og hernaðarátök. Undir það falla aðgerðir í Afganistan og
Líbíu og þátttaka Íslands í friðargæslu í Kósóvó. Það er villandi að segja
að Ísland hafi tekið þátt í þeim stríðum, enda býr Ísland ekki yfir herliði.
Samfylkingin var eindregið andvíg yfirlýsingu þáverandi ráðamanna um
stuðning við einhliða árás á Írak árið 2003 enda var sú aðgerð ólögleg að
alþjóðalögum og hefur ekki bætt stöðu heimsmálanna.
Sjálfstæðisflokkurinn
Villandi spurning. Ísland hefur ekki tekið þátt í stríðsátökum með neinum
beinum hætti. Íslendingar hafa tekið þátt í borgaralegum verkefnum
með samstarfsþjóðum, sem hafa miðað að því að byggja upp samfélög
í kjölfar stríðsátaka.
Viðreisn
Ísland hefur ekki verið beinn aðili að neinum þessum átökum, þannig
að hér er væntanlega verið að vísa í þátttöku Íslands í NATO. Ljóst er að
hernaðaríhlutun hefur ávallt áhrif á þróun heimsmála. Þegar litið er til baka
má segja að framkvæmd og eftirfylgni íhlutunar í umræddum löndum
hefur að mörgu leyti verið ábótavant og þar hefði í mörgum tilfellum mátt
gera betur. Það er þó ómögulegt að segja hvort staða heimsmála væri
betri í dag ef ekki hefði verið brugðist við alvarlegri stöðu t.d. í Kosovo.
Viðreisn leggur sérstaka áherslu á að vinna að friði og öryggi í heiminum
í samstarfi við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir. Sérstök áhersla er lögð á
ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1325 um konur, frið og
öryggi í alþjóðasamstarfi.