Dagfari - Oct 2016, Page 10

Dagfari - Oct 2016, Page 10
10 Vinstrihreyfingin - grænt framboð Þau hafa gert hana verri. Það má sjá bæði af stöðu mála innanlands í þessum ríkjum, þar sem í mörgum þeirra ríkir algjört upplausnarástand, sem og fjölda flóttamanna í heiminum sem margir eru einmitt frá þessum sömu ríkjum. Þá má ekki gleyma þeim fjölda saklausra borgara sem hafa látið lífið í slíkum árásum. Telur stjórnmálahreyfingin að Ísland ætti að axla ábyrgð á þátttöku sinni í stríðsrekstri liðinna ára með því að taka á móti fleira flóttafólki? Alþýðufylkingin Já, en það er ekki nóg að taka á móti fleirum, það þarf líka að gera það betur ef vel á að fara. Ísland ætti líka að axla ábyrgð með því að draga fyrrum ráðamenn fyrir rétt fyrir aðild þeirra að glæpum gegn mannkyni. En umfram allt ætti Ísland að axla ábyrgð með því að beita sér framvegis af alefli gegn heimsvaldastefnunni og fyrir friði í heiminum. Björt framtíð Tvímælalaust. Dögun Það hefur ekki verið nein umræða um þessa tengingu sem þið nefnið í þessari spurning hjá okkur í Dögun. Flokkur fólksins Íslandi ber að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar varðandi flóttafólk Íslendingar ættu líka að skoða betur að senda hjálparstarfsmenn, búnað og vistir á stríðshrjáð svæði og í flóttamannabúðir fólks sem hefur orðið fyrir barðinu á hernaðarátökum sem við höfum því miður átt hlutdeild í og að hluta sök á með samþykki okkar og meðvirkni. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurnn telur að ekki sé ástæða til að taka ákvarðanir um aðstoð við flóttafólk með hliðsjón af fyrri ákvörðunum í utanríkismálum. Ábyrgð Íslands, hvort sem hún er á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.