Dagfari - Oct 2016, Page 18

Dagfari - Oct 2016, Page 18
18 Hverjir eru að spila? Fjöldi áhugaverðra tónlistarmanna koma fram á Airwaves- dagskránni í Friðarhúsi. Hér er örstutt lýsing á þeim svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi: Andy Hates Us spilar tilraunakennda rokktónlist með áherslu á kúnstuga texta og skemmtilega framkomu. Íslandsnördar frá þýska Sviss. Rökkva er frá Selfossi, spilar létta og kósý tónlist með píanóspili, fiðlum og röddum. I Am Soyuz. Felicia er sænskur trúbador frá Stokkhólmi sem spilar melódíska tónlist. John og félagar eru frá Denver Colorado. Hljómsveitin spilar í indý þjóðlagageiranum og nýtir sér flóknar tilfinningaþrungnar melódíur. Heiða trúbadúr / Ragnheiður Eiríksdóttir. Þekkt fyrir að syngja í hinum ýmsu rokkböndum en er nú að þróa mýkri hlið trúbadorsins með melódískri gítartónlist. Ottoman er reykvískt rokkband sem eru þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu á hinum ýmsu tónlistarhátíðum. Mr Shiraz frá Mið-Englandi eru vel þekktir fyrir líflega sviðsframkomu og þrátt fyrir fáranleikann ætti að taka þetta rokkband alvarlega. Man in between er spænskur trúbador sem spilað hefur víðs vegar um Evrópu á götuhornum og börum. Sacha Bernardson, er frönsk listakona sem býr á Íslandi og spilar tilraunakennda popptónlist.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.