Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Síða 18
Ellen er yngst í stórum hópi systkina og kristján
þremur árum eldri. saman hafa þau sungið frá því
að þau muna eftir sér og enn eru þau að. Ellen
hefur komið víða við sögu í íslensku tónlistarlífi.
Hún var ein af liðsmönnum mannakorna og syngur
enn með Borgardætrum. árið 2004 kom hún við
hjarta þjóðarinnar með plötunni Sálmar sem hlaut
íslensku tónlistarverðlaunin, og á liðnu ári sendi
hún frá sér plötuna Draumey með eigin lögum.
segja má að Ellen sé umvafin músík því
að eiginmaður hennar Eyþór Gunnarsson er
sjaldan fjarri konu sinni þegar kemur að útsetn-
ingum og undirleik.
kristján kristjánsson – kk – hefur löngum
borið nýja strauma inn í íslenskt tónlistarlíf og sýnt
okkur inn í heima sem við vissum varla að væru til,
enda maðurinn víðförull og næmur á tónlist heims-
ins. Eftir hann liggja ófáar perlur á vegi íslenskrar
dægurlagamenningar sem seint munu gleymast.
nægir þar að nefna söngvana sem finna má á
plötunum Paradís og Svona eru menn, persónu-
legir og grípandi í senn.
Við bjóðum systkinin kk og Ellen velkomin á
opnunarhátíð Hinsegin daga.
CLASSy S IBL InG ACT
The musical siblings Ellen and KK are among
Iceland’s most talented musicians and excel in a
variety of genres and styles. Ellen has been part of
groups such as Mannakorn and Borgardætur (an
Icelandic Andrews-Sisters trio), and she received
the Icelandic Music Awards in 2001 for her album
Sálmar, which features her intimate renditions of
Icelandic hymns. Her brother, Kristján or KK, is a
master blues guitar player with a soft but some-
times husky voice. It is a great privilege to wel-
come this fantastic duo to the Opening Ceremony
at the Icelandic Opera on Thursday, 5 August.
18
ellen&KK
18