Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Side 25
Ungliðahreyfing? Þegar við heyrum
orðið hugsum við líklega fyrst um
harðsnúna og metnaðarfulla unglinga
í stjórnmálaflokkum landsins. Þessi
ungu og efnilegu sem stefna einbeitt á
pólitískan frama, helst fyrr en seinna.
Ungliðar Samtakanna ´78 eru vissulega
ung og efnileg, og það má vel vera að
sum þeirra stefni á frægð og frama, en
harka og metnaður eru ekki orðin sem
lýsa þeim best. Þvert á móti eru þetta
óvenju kátir krakkar sem hafa gaman
að öðru fólki og hafa gaman af því að
vera til.
Þau hittast hvert sunnudagskvöld í félags-
miðstöð samtakanna ´78 og eru á ýmsum
aldri og úr ólíkum áttum. Þau yngstu sem
koma á fundi hópsins hafa verið 13–14 ára
og þau elstu eru um tvítugt, en langflest
eru á aldrinum 16–18 ára. Eitt árið eru
strákarnir í miklum meirihluta, annað árið
eru það stelpurnar sem hafa öll völd, en
allt er það í sátt og samlyndi. Flest kalla
þau sig homma og lesbíur, nokkur eru
tvíkynhneigð og stundum hafa transsexúal
unglingar komið í hópinn. „Þau mættu nú
alveg vera fleiri,“ segja þau, „því þeim
hefur verið tekið rosa vel, og engir fordómar
í gangi. Það skiptir líka miklu máli að fá að
kynnast þeim í staðinn fyrir að lesa bara
um líf þeirra í blöðunum. Allt er svo miklu
léttara þegar maður getur tengt ákveðna
reynslu við lifandi manneskjur sem maður
hefur kynnst.“ En hér er enginn hópþrýsting-
ur á neinn um að kenna sig við ákveðna
kynhneigð, það ákveður enginn nema maður
sjálfur hvað maður vill heita, og eins og þau
benda á þá þarf maður ekki endilega að
heita það sama núna og í fyrra. „Við verðum
til í gegnum það að lifa, kynnast fólki og
verða ástfangin.“
Með rúllur í hárinu
Flestum þótti það stórt skref að mæta á
ungliðakvöld og mörg segjast hafa hugsað
málið vandlega í eitt til tvö ár. Berglind
minnist þess að hafa lesið um hópinn á
vefsíðu samtakanna ´78, skoðað myndirnar
þar, og beðið svo í heilt ár með að mæta.
„Það fyrsta sem mætti mér í dyrunum fyrsta
kvöldið mitt var strákur með rúllur í hárinu,“
segir sandra maría. „Ókei, svo það er þá
svona, hugsaði ég, en seinna kom í ljós að
hann var það langóvenjulegasta á staðnum
þetta kvöldið og með húmorinn í lagi.“
„Ég var búin að tvístíga alltof lengi, en
svo var þetta ekkert mál þegar ég mætti á
staðinn,“ segir steina um það þegar hún
mætti á sitt fyrsta ungliðakvöld. „Þarna
voru krakkar sem ég þekkti og spurðu hvað
ég væri að gera þarna. ja, hvað haldið þið?
svaraði ég og þá var það útrætt. Fyrsta
kvöldið mitt hitti ég stelpu sem ég þekkti vel
og hún sagðist eiginlega hafa átt heima í
ungliðahreyfingunni síðasta árið. Þá vissi ég
að ég var á réttum stað.“
Trúnaðurinn skiptir öllu máli
í hópnum gilda skýrar reglur um trúnað því
að hvert og eitt þeirra verður að fá að ráða
því hvernig þau koma út og á hvaða hraða.
„Ef einhver klikkar á þessum reglum, þá
setjumst við bara niður og ræðum það á
fundi,“ segir sandra maría. „Það er allt í
góðu, engin leiðindi, við reynum bara að
ganga þannig frá málinu að það endurtaki
sig ekki aftur.“ Það sem hún vísar til teng-
ist því að sum hafa vísað til félaga sinna
í hópnum með nafni þegar þau ræða við
aðra um félagsstarfið og stundum tengist
þetta Facebook. „sumir hafa nefnilega verið
„taggaðir“ á mynd án þess að beðið hafi
verið um leyfi til þess,“ segja Eiríka og
Berglind, „og þá er bara beðist afsökunar
og málin leiðrétt. Við leyfum heldur ekki
myndatökur á ungliðakvöldum nema eftir
mjög skýrum reglum og með samþykki þeirra
sem birtast á myndunum.“
Þau leggja mikið upp úr því að taka vel
á móti nýju fólki og fyrir því er löng hefð í
ungliðahreyfingunni. „Við viljum auðvitað að
fólk komi aftur, ekki bara einu sinni,“ segir
steina. „Auðvitað er ekkert við því að segja
ef einhverjum finnst það sem við erum að
gera ekki henta sér, kannski er viðkomandi
að leita að félagsskap í eldri hópi en þess-
um. En við viljum nú helst ekki að fólk fari út
og komi ekki aftur af því að því finnst við svo
leiðinleg. svo við leggjum okkur fram um að
vera skemmtileg!“
Leiklistarhópurinn vinsælastur
Félagsstarfið snýst ekki bara um það að hitt-
ast og spjalla. „Við skiptumst á um að halda
sleep-over, förum saman í útilegur, stöku
sinnum í leikhús og svo spilum við fótbolta
utan funda.“ Eitt af því vinsælasta í starfinu
er þó leiklistarhópur sem kemur saman öðru
hvoru. „Við höfum haft þetta þannig að við
vinnum upp litla „sketsa“ í hópum þar sem
við notum okkar eigin minningar, hvernig það
var til dæmis að koma út og segja pabba og
mömmu hver við værum. svo bræðum við
þetta saman í eitt leikrit, eina sýningu og
fáum hjálp frá leiklistarmenntuðu fólki sem
einu sinni voru ungliðar og þekkja andann í
hópnum. Þetta er bara rosalega gaman.“
Öll eru þau sammála um að Hinsegin
dagar hafi haft heilmikla þýðingu fyrir þau,
„þar er ég sjálf,“ segir sandra maría, „þetta
er minn „fjölskyldudagur“ og þar er ég til á
einhvern annan hátt en hina dagana í árinu.“
steina tekur undir það, „en eiginlega finnst
mér hátíðin hafa meiri merkingu fyrir mér
núna en í byrjun, núna þekki ég söguna,
hef lesið mér til um það hvað það kostaði
mikið að eignast frelsið, hvað fáir gerðu
25
Lj
ós
m
yn
di
r:
Ka
trí
n
Dö
gg
V
al
sd
ót
tir