Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 28

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2010, Page 28
Hinsegin bókmenntaganga um miðborg Reykjavíkur í fylgd Úlfhildar Dagsdóttur Haldið af stað frá Ingólfstorgi kl. 20, föstudaginn 6. ágúst Blíðar ástir og stríðar Skáldin Elías Mar og Dagur Sigurðarson fjarri öllum næðingi í þeirri litlu Reykjavík. Hér eru þeir á sólskins- göngu í Kaupmannahöfn laust fyrir 1960. Úr Aðalstræti í Reykjavík í upphafi sjöunda áratugarins í ár bjóða Hinsegin dagar í Reykjavík upp á bókmenntagöngu um miðborg Reykjavíkur. Hinsegin skáldskapur hefur ekki skilið eftir sig skýrar slóðir um götur Reykjavíkur, en þar með er ekki sagt að þeirra sjái hvergi stað. í göngunni staldrar Úlfhildur dagsdóttir bókmenntafræðingur við á stöðum og staðleysum og rifjar upp gamlan og nýjan skáldskap – gamlar vögguvísur, kveinstafi kvalinna ásta og minningar um varanlegar nætur, jafnvel úr stáli. í fylgd með henni eru skáld og leikarar sem lesa upp. Gangan hefst á Ingólfstorgi föstudagskvöldið 6. ágúst kl. 20. Ferðin tekur um klukkustund og þátttaka er ókeypis. leiðsögnin er á íslensku.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.