Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Síða 40
„Ég skellti mér bara með eftir tveggja vikna
æfingar sumarið 2006 og síðan hef ég æft
í hverri viku með félaginu,“ segir Alfreð,
en hann er núverandi formaður styrmis.
Félagið er heldur ekki lengur bara stráka-
félag því nafninu var breytt fyrir nokkru í
íþróttafélagið styrmi og stúlkurnar boðnar
velkomnar. Þær eru ekki margar ennþá, en
fjölgar vonandi í vetur, við viljum hafa þær
sem flestar með okkur.“
En hvers vegna fótbolti? „ja, það er góð
spurning,“ segir Alfreð, „því sjálfum fannst
mér fótbolti alltaf hálfleiðinlegur, nennti
ekki að horfa á hann í sjónvarpi og náði
reyndar aldrei neinu sambandi við þessar
venjulegu hópíþróttir. En þegar ég fór að
spila með styrmi breyttist viðhorfið, og ég
fór að sjá kostina við að æfa í hóp. Ég hafði
stundað líkamsrækt í mörg ár og fannst það
orðið frekar tilbreytingarlaust, það var svo
einhæft. Þegar ég byrjaði í boltanum þá
fann ég mig strax þar og hætti að puða í
tækjunum. Þetta sameiginlega markmið, að
spila í hóp og ná sambandi við aðra á vell-
inum verður svo sterkt að maður gleymir sér
og hleypur af sér spik á stuttum tíma. Engin
fyrirhöfn bara skemmtun. sumir okkar hugsa
þennan félagsskap sem leið til að halda sér
í formi fram eftir aldri.“
ekki okkar metnaðarmál
En hvað er svona sérstakt við hommabolt-
ann? Það vefst ekki fyrir Alfreð að svara því:
„Fyrst og fremst er það mórallinn, í okkar
hópi leggjum við áherslu á að hafa stemn-
inguna jákvæða og skemmtilega sem er ekki
sjálfsagt. Ég hef tekið eftir því að óvanir
íþróttamenn geta brugðist illa við ef verið
er að skammast á fótboltavellinum og slíkar
skammir ná oft ekki tilætluðum árangri.
maður sér þetta stundum hjá öðrum ís-
lenskum fótboltaliðum sem við spilum gegn.
Það er ekki allra að svara slíkum öskrum
á vellinum og ekki okkar metnaðarmál að
menn læri það. líklegast voru það slíkar
skammir sem réðu því að fótbolti var aldrei
mitt uppáhald og ætli það sé ekki svo með
fleiri homma. Það er að vissu leyti sorglegt
því núna þykir okkur fótboltinn svo skemmti-
legur að við getum varla misst úr æfingu!
Og það sem er kannski ekki síður merkilegt,
með okkur spila þó nokkrir gagnkynhneigðir
strákar, sem ég tel að líði vel í okkar hópi.“
En í keppni þurfa menn stundum að öskra
hátt til að ná saman og koma fram vilja
sínum á vellinum. Alfreð neitar því ekki
en bætir við: „Það er líka hægt að hrópa
á jákvæðan hátt, því staðreyndin er sú að
neikvæður tónn hefur alltaf neikvæð áhrif á
fólk. Auðvitað gerist það stundum að menn
gleyma sér og byrja að skammast, en þá
tökum við þá afsíðis eftir æfingu og ræðum
málin svo þeir skemmi ekki móralinn fyrir
hinum. mottóið er að benda á það góða
sem gert er áður en farið er að gagnrýna eða
leiðbeina. Og þá hefur maður séð ótrúlegan
árangur.“
esjugöngur, ballett og heitt jóga
Umsvifin í styrmi hafa vaxið upp á
síðkastið. Eftir að fótboltinn hafði fest sig
í sessi var stofnuð sunddeild, síðan varð
Sundlið Styrmis hefur verið sigursælt á erlendum sundmótum